creative
Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Hæ
ég var um daginn að skjóta úr rem 700 cal .257 WM og tók eftir því að ég var farin að kvíða fyrir högginu
S.S. ég kipptist til áður en ég náði að taka í gikkinn
er eitthvað vit í því að láta setja brake á hann eða er ég að græða meira á því að venja mig við höggið og æfa mig meira
Kv Elfar
Tags:
Skrifað þann 15 November 2012 kl 14:02
|
|
10 Svör
|
sækópat
Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
Það er ekkert vitlaust að setja brake á hann, hvellurinn hækkar reyndar alveg ofboðslega en höggið minnkar.
Kv. Stefán Jökull
Skrifað þann 15 November 2012 kl 15:10
|
Konnari
Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
Það er enginn spurning um að æfa sig meira og venjast bakslæginu, þú verður fljótur að því. Ég á brake á einn magnum riffil sem safnar bara ryki upp í hillu ! Þessi brake gera mann algjörlega heyrnalausan og er hvellurinn frá þeim óbærilegur.
Skrifað þann 15 November 2012 kl 15:10
|
fenrir
Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
las grein í rifleshooter um brake á riffla, hefur einhver áhrif á bakslag á flestum en þetta cal 257wby mag gerði menn hálfmeðvitundarlausa af hávaða innanhúss yrðir eflaust fljótt rekinn úr húsi með þetta,kveðja Jens
Skrifað þann 15 November 2012 kl 15:15
|
Benni
Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
Ég myndi frekar bíða eftir að hljóðdeyfar verði leifðir en að setja bremsu á hann!
Bremsur eru algjör óþverra tæki og hjálpar þér lítið í að berjast við kippina nema síður sé, kvíður höggbylgjuni og ærandi hávaðanum bara í staðinn.
Hjóðdeyfirinn dempar líka bakslag en án þess að gera þig heirnalausann
Skrifað þann 15 November 2012 kl 18:47
|
creative
Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
já ókey þá bíð ég bara eftir því að hljóðdeidar verði leyfðir !
en hvað er langt í það ??
Skrifað þann 16 November 2012 kl 10:59
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
frumvarpið er fyrir Alþingi, spurning hvenær það verður samþykkt...
Skrifað þann 16 November 2012 kl 11:02
|
baikal
Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
Sæll creative.
Er ekki málið að setja kvikasilfurstaut í skeptið ,1-2 eftir smekk, spurðu alla vega byssusmið um
það. Hef skotið úr léttum 270 vin mag veiðiriffli bæði með og án kvikasilfurstauts. og þar er mikill munur á.
þeir sem eiga riffla með staut geta eflaust frætt þig um það.
Kveðja Baikal.
Skrifað þann 16 November 2012 kl 13:36
|
poipoi
Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
seldu græjuna og keyptu þér cal sem hentar þér frekar, munt aldrei skjóta vel ef þú kvíður því að taka í gikkinn
Skrifað þann 17 November 2012 kl 2:01
|
Silent
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
Skelltu bara brake á byssuna ef þér þú ert farinn að kvíða högginu. Það að mínu mati er rosalega gott að hafa brake á högg þungum cal.
kv Atli S
Skrifað þann 17 November 2012 kl 10:41
|
creative
Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Er ég að græða eitthvað á brake á 257
poipoi mér dettur ekki í hug að selja þennan dýrgrip og ef þetta cal er ekki að hennta mér þá mun ég ekki mikið læra að skjóta og sérstaklega þar sem að mig langar í fleirri cal
fór í dag að æfa mig og hugsaði meira um að slappa af heldur en að miða.... þetta hjálpaði mér mjög mikið
næsta skref væri kanski að fá mér kvikarsilfurstaut í skeptið eða hljóðdeifi en brake er ég búin að afskrifa
vengna þess að ég er ennþá með suð í eyrunum eftir eitt skotið sem ég gleimdi mér og setti ekki heirnarhlífarnar á mig get ekki ýmindað mér meiri háfaða
Kv Elfar
Skrifað þann 17 November 2012 kl 21:18
|