JónasH
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Allir þurfa að geyma byssur þannig að óviðkomandi komist ekki í þær sbr. 33. gr. reglugerðar 787/1998:
"Eigendur eða umráðahafar skotvopna og skotfæra skulu ábyrgjast vörslur þeirra og sjá svo um, að óviðkomandi nái ekki til þeirra. Í því skyni skal húsnæði sem geymir skotvopn og skotfæri ávallt læst ef íbúar eru fjarverandi. Við lengri fjarveru skal auk þess sem að framan greinir gera skotvopn óvirkt t.d. með því að fjarlægja af því nauðsynlega hluta aðra en láshús.
Þegar skotvopn og skotfæri eru ekki í notkun skulu skotvopn og skotfæri geymd í aðskildum, læstum hirslum."
Að sjálfsögðu getur lögregla haldlagt byssur hjá brotamönnum. Þær heimildir liggja fyrir í gildandi reglugerð og lögum.
Reglugerð 787/1998:http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/787-1998...
Vopnalög 16/1998:http://www.althingi.is/lagas/142/1998016.html...
kveðja
Jónas Hafsteinsson
Tags:
Skrifað þann 5 December 2013 kl 11:00
|
27 Svör
|
Kjartan Friðriksson
Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Mín skoðun - mér finnst eðlileg krafa að þeir sem eiga byssur hafi öryggiskerfi á íbúðinni, hvort sem viðkomandi býr í blokk eða einbýlishúsi.
Það er mjög gott að vita til þess ef einhver óboðinn fer inn - ef enginn er heima, að það hringi bjöllum einhversstaðar og það sé gripið í taumana.....
kveðja..
Skrifað þann 5 December 2013 kl 11:17
|
svartljos
Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Það ætti að vera skilda að eiga skáp við fyrstu byssu að mínu mati.
Ef "nýja" löggjöfin kemur einhvern tímann þá tek ég henni fagnandi .... Að mestu leiti amk.
Skrifað þann 5 December 2013 kl 12:20
|
JónasH
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Við þurfum ekki að bíða eftir nýjum lögum, samkvæmt gildandi reglugerð er skylda að vera með læsta hirslu við fyrstu byssu. Þessar hirslur eru þó almennt ekki teknar út af lögreglu.
Skrifað þann 5 December 2013 kl 17:56
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Góðan daginn..
Ég hef aldrei getað skilið hvernig einfaldir hlutir eins og þessi grein í lögum um varðveislu á byssum...
Getur árum saman þvælst fyrir mönnum að skilja...
VII. KAFLI
Meðferð og vörslur skotvopna og skotfæra.
33. gr.
Meðferð og vörslur.
Eigendur eða umráðahafar skotvopna og skotfæra skulu ábyrgjast vörslur þeirra og sjá svo um, að óviðkomandi nái ekki til þeirra. Í því skyni skal húsnæði sem geymir skotvopn og skotfæri ávallt læst ef íbúar eru fjarverandi. Við lengri fjarveru skal auk þess sem að framan greinir gera skotvopn óvirkt t.d. með því að fjarlægja af því nauðsynlega hluta aðra en láshús.
Þegar skotvopn og skotfæri eru ekki í notkun skulu skotvopn og skotfæri geymd í aðskildum, læstum hirslum.
Lögreglustjóra er heimilt að setja skotvopnaleyfishafa sérstök skilyrði um geymslu og varðveislu skotvopna og skotfæra.
Hámarksmagn skotfæra sem einstaklingi er heimilt að kaupa og geyma hverju sinni er 500 skot. Lögreglustjóra er heimilt að veita undanþágu frá þessu hámarki ef viðkomandi hefur yfir að ráða sérútbúinni geymslu eða skáp.( Breiting reglugerð 2003 )
Ef einstaklingur á fleiri en þrjú skotvopn er honum skylt að geyma þau í sérútbúnum vopnaskáp sem samþykktur er af lögreglustjóra.
mbkebj
Skrifað þann 5 December 2013 kl 18:35
|
JP51760298
Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 5 December 2013
|
Re: Þetta vill gleymast...
Sælir/ar.
Orð í tíma töluðu hjá Jónasi og fleirum hér.
Hér á síðunni er vísað í fréttatilkynningu frá Elvari Árna Lund, formann Skotvís.
Þar fer hann með fullyrðingar varðandi haldlagningu á byssum sem eru beinlínis rangar, eins og Jónas bendir réttilega á.
Held að formaður Skotvís þurfi að kynna sér lögin aðeins betur áður en hann kemur fram með svona fullyrðinga í fjölmiðlum.
Einnig fer hann fögrum orðum um starf nefndarinnar/ samráðshóps, sem kom að gerð nýs vopnalagafrumvarps. Hann segir það virkilega vel heppnað og óumdeilt og að hópurinn hafi verið mjög faglegur.
Þessi fullyrðing hans er einnig alröng, eins og þeir vita sem fylgst hafa með framgangi frumvarpsins.
Um það vitnar allur sá fjöldi athugasemda sem Alþingi bárust varðandi frumvarpið, eftir að það var lagt fram.
Held að Skotvís, eitt félaga hafi verið ánægt með þá vinnu.
Sú útskýring Skotvís að þeir vinni aðeins fyrir sína félagsmenn (suma félagsmenn), geta efalaust margir tekið sem góða og gilda. En að sama skapi á félagið þá að sleppa því að alhæfa fyrir aðra varðandi störf nefndarinnar og fara auk þess með staflausa stafi varðandi vopnalögin, sem enn eru í gildi.
Sumt af því sem nefndin setti fram er einfaldlega ekki bleksins virði. Og fyrst að minnst er á blek, er í lagi að segja frá því að þessi mjög svo faglega nefnd sá ekki ástæðu til þess að eyða einum einasta blekdrepa í það að skrifa löglegar fundargerðir eins og lög gera ráð fyrir.
Aðeins var um óundirritaða minnispunkta að ræða.
Undirritaður fór fram á að fá aðgang að fundargerðum nefndarinnar. Þær voru ekki til, aðeins óundirritaðir minnispunktar frá fundunum. Meiri fagmennskan það.
Kveðja, Jón Pálmason
Skrifað þann 5 December 2013 kl 19:57
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Erum við aftur að fara að munnhöggvast um byssusafnara og skotfélög móti skotvís ?
En hvað lögðu skotfélögin til í þessari nefnd eða byssusafnarar sem eining hvað bárust margar athugasemdir um frumvarpið og á hvað var helst bent á ?
Bara spyr svona af forvitni því það eina sem ég fæ séð að einhver óánægja sé með er takmörkuð byssueign.
Og eins og ég hef sagt áður þá er það kalt mat mitt að fara fórna öllum lögunum fyrir mjög takmarkaðan hóp hefði verið fásinna.
Heldur hefði verið réttara fyrir þessa safnara að ganga fram sem heild með þetta tiltekna mál og fá sérákvæði í stað þess að fara í fýlu og úthrópa alla sem Júdas
Ég bara fæ ekki séð hvernig veiðifélag (Skotvís) komi áhugamálinu byssusöfnun við því hún kemur veiðum ekkert við.
En er eflaust skemtilegt áhugamál og viðurkennt áhugamál.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Skrifað þann 5 December 2013 kl 21:29
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Fyrst ég er birjaður þá langar mig að velta aðeins upp skilgreiningum á hugtökum.
Hvað þýðir þetta hugtak nákvæmlega ekki ca
1. Hvað er til lengri tíma
2. Er það ekki rétt skilið hjá mér að vopn er einhver sá hlutur sem notaður er til að skaða eða deyða
Spyr seinni spurningarinnar í sambandi við dópaða manninn sem ók um á vopni og reyndi ýtrekað að keyra á lögreglu fór yfir á rauðum ljósum og virti engar stöðvunar né biðskyldur og þurfti 7 lögreglubíla til að stöðva manninn.
Hvað ættli hann hefði getað drepið marga?
Hvað eru margir ökumenn í annarlegu ástandi búnir að drepa marga á síðustu árum?
Hvað fór þetta hátt í fjölmiðlum.
Ef þessi aðili á byssu heima hjá sér í læstum skáp og með leyfi haldið þið að hann missi byssuna?
Breytt eftirá! .Jónas er búinn að svara síðustu spurningunn hann var undir áhrifum fíkniefna og þeir missa leyfið.
Kveðja
ÞH
Skrifað þann 5 December 2013 kl 21:59
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Sæll félagi Þorsteinn..
Þú getur ekki sett fram spurningu og viljað nákvæmt svar, þar sem þú ert ekki nákvæmur sjálfur
og sýnir í hvaða samhengi þú notar ( til lengri tíma ) Þetta má sjá svo víða og merkingin kanski
misjöfn miðað við mikilvægi og annað, og kanski mat annara hverju sinni td lækna eða lögreglu..
Svo til að hægt sé að velta svarinu fyrir sér ,í hvaða samhengi ertu að nota ( til lengri tíma ) ...
Hver er setningin sem gefur tilefni til spurningarinnar, og þá meina ég nákvæmlega ,eins og þú
notar sjálfur ekki ck...
Mbkebj..
Skrifað þann 6 December 2013 kl 13:11
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Sæll félagi ég einmitt setti hana fram með tilliti til fyrri póstar hjá þér um að málið væri enfalt þar sem þetta hugtag lengri tími er eins teigjanlagt og hver kýs.
Ég skrepp (sem telst lýsing á stuttu ferðalagi) til útlanda í 3-4 daga en hjá öðrum teldist það langt.
Ég skrapp til Reykjarv yfir helgi (stutt),Ég fór til Rvk í viku (meðal) Ég var mánuð í Rvk (langt)
Samhengið var einfalt því við vorum að vísa í reglugerðina
Kær kveðja
Þorsteinn
Skrifað þann 6 December 2013 kl 15:55
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Sæll félagi..
Ég var aðeins að sýna reglugerðina sem tekur til varðveislu á byssum...Þar er hvergi
verið að velta sér upp út hugtakinu ( til lengri tíma )...
Heldur einfaldar staðreyndir hvernig skal varðveita byssur....Svo þessi spurning getur ekki
á neinn hátt verið tengd mínu innleggi...Það er stöðluð reglugerð...Og hefur ekkert með
mínar hugrenningar um vörsluna að gera...
Það er svo einfallt Þorsteinn að allir byssueigendur tryggi sínar byssur sem best..Hugrenningar um að það þurfi að hártoga tíma og rúm þar um lýsir þeim sem veltir því fyrir sér betur en reglunum...Þetta er spurning um öryggi skotvopnanna en ekki hvað hverjum og einum finnst um tímalengdir....
Hvernig gerum við það í dag, með því að hafa læstan skáp viðurkendan af Lögreglu undir byssurnar...Lengra komumst við ekki, í slíkar hyrslur er erfiðast að komast í fljótheitum nema menn komi græjaðir til verksins og hafi frið og tíma á staðnum...En amk allt verið gert...Einnig er líka spurning að hafa öryggiskerfi, það er mín skoðun ath...
Mbkebj.
Skrifað þann 6 December 2013 kl 18:15
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Það er sennilega rétt ég tók ekki eftir að sumt af því sem þú skrifaðir var með mun svartara letri biðst forláts á því en lengri tímin er samt þarna í reglugerðini.
Kveðja
Þorsteinn
Skrifað þann 6 December 2013 kl 18:23
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Ágætu félagar.
Stjórnarmaður STÍ skrifar: (Þessu hlýtur að fylgja einhver ábyrgð?)
"Mín skoðun - mér finnst eðlileg krafa að þeir sem eiga byssur hafi öryggiskerfi á íbúðinni, hvort sem viðkomandi býr í blokk eða einbýlishúsi.
Það er mjög gott að vita til þess ef einhver óboðinn fer inn - ef enginn er heima, að það hringi bjöllum einhversstaðar og það sé gripið í taumana.....
kveðja..
Kjartan Friðriksson."
Nú spyr ég; hver eru rökin fyrir svona skrifum, og hvaða tilgangi þjóna þau?
Staðreyndin er sú að langtum fleiri samlandar okkar hafa látist vegna áverka
er hlotist hafa af völdum venjulegra eldhúshnífa. Staðreynd.
Eiga þá allir sem slíka hnífa hafa í sinni vörslu að koma sér upp einhverjum
rándýrum bjöllukerfum?
Hef ekki um mína daga heyrt aðra eins vitleysu og rökleysu.
Sárt til þess að vita að menn sem einhverra hluta vegna veljast til forystu skotmanna (?)
skuli halda svona þvælu fram. Nokkuð sem eykur ekki neitt á öryggi einsn né neins en
kostar skotáhugamenn tugi þúsunda króna.
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Þegar ég starfaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur var starfstöð mín
veiðihúsið við Elliðaár. Þetta hús var tengt ákveðnu leiðandi fyrirtæki sem
býður upp á bjöllur og hvað eina ef einhver brytist þar inn.
Við gerðum tvö álagspróf til að átta okkur á viðbragðstímanum:
46 mímútur.... eftir að við höfðum samband og vöktum athygli
þessara gæslumanna hússins á að ekki væri allt með felldu!!!
Seinna dæmið gekk aldrei uppp..því það mætti eingin fyrr en morgunin eftir!!
Skrifað þann 6 December 2013 kl 21:42
|
skepnan
Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Sæll Erlingur, hvar eru upplýsingar um þetta?
# Hámarksmagn skotfæra sem einstaklingi er heimilt að kaupa og geyma hverju sinni er 500 skot. #
Ég finn ekki stafkrók um þetta á netinu, ég hélt að þetta væri hærra.
Mig minnir að þessu hafi verið breytt vegna þess að loftbyssuskot komu oft í 500 stk. pakkningum og þá mátti maður ekki eiga nein skot í aðrar byssur.
Svo er hægt að kaupa magnpakka frá Federal með 525 skotum í kalíberi 22.
Endilega bentu mér á hvar ég finn þetta.
Kveðja Keli
Skrifað þann 6 December 2013 kl 23:28
|
338lapua
Svör samtals: 53
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Sæll Þorsteinn,
ég er ekki byssusafnari, jú ég er eitthvað að skjóta pappír og veiðar eru líka með, en spurningin er hvað er til hagsbóta fyrir venjulegan skotmann sem veiðir og æfir sig? menn segja að það sé að menn fái auðveldar leyfi fyrir hljóðdeyfum! en ef menn lesa drögin vel kemur fram að ríkislögreglustjóri er áfram umsagnaraðili og eru menn virkilega að fara að trúa því að hann gefi jákvæða umsögn eftir það álit sem hann sendi inn til Alherjarnefndar, þar setti hann sig alfarið á móti hljóðdeyfum. sérfræðinganefndin var flott og var með með fínar tillögur, en eftir að búið var að setja þær upp komust aðrir með puttana í þetta og gerðu margar breytingar, sem eru sennilega miður fyrir okkur. ég veit um marga menn sem eiga yfir 20 byssur en eru ekki safnara og ef þetta fer í gegn geta þeir ekki endurnýjað byssu nema selja á móti eða láta eyða byssu.
en fyrst það á að fórna hagsmunum safnar og pappakyttna þá hef ég mikin áhuga á því að vita hvað menn fengu fyrir það???
MBK, Jakob H. Guðjónsson
Skrifað þann 7 December 2013 kl 0:13
|
JónasH
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Skotafjöldinn er núna 5000 - var breytt með reglugerð 688/2003
Skrifað þann 7 December 2013 kl 0:30
|
JónasH
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
"ég veit um marga menn sem eiga yfir 20 byssur en eru ekki safnara og ef þetta fer í gegn geta þeir ekki endurnýjað byssu nema selja á móti eða láta eyða byssu."
Hef heyrt túlkun sem er á þá leið að sá sem á fl. byssur en 20 verði að fara niður í 19 til að eignast nr 20. Þannig að sá sem á td. 25 byssur og þarf að endurnýja eina - hann selur 6 byssur og getur þá keypt eina. Nei menn eignast ekki kvóta eins og sumir einstaklingar þjóðfélagsins.
Skrifað þann 7 December 2013 kl 0:38
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Sæll Keli...
Já þetta er vel falið í kerfinu ef þú veist ekki hvar skal leita....Og það er ekkert bannað að eiga meira en 500 skot, en það þarf að geima þau rétt...Það væri bagalegt fyrir þá sem stunda íþróttaskotfymi og nota mikið af skotum að meiga ekki eiga meira en 500stk hverju sinni…Stærri skamtar eru venjulega ódýrari
Þú getur farið þessa leið bæði gegnum Löggan.is og þrautagöngu þaðan nú eða bara gegnum gamla Dóms og Kirkjumálaráðuneytið og þrautagöngu þaðan...Nú eða bara gegnum Innanríkisráðuneitið og sömu þrautagönguna þaðan á áfangastað....
Mbkebj.
Hér má sjá breitinguna 2003 varðandi skotafjölda...
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/329E865B6897...
Getur notað hvorn linkinn sem er….
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/787-1998...
http://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/vopn_skoteld...
Skrifað þann 7 December 2013 kl 0:47
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
??????????????
Magnað að eyða þessum link og skutla honum 131 síðu niður.???
Magnað...
Skrifað þann 7 December 2013 kl 1:04
|
Kjartan Friðriksson
Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Þetta vill gleymast...
Nú á að afnema mjólkurkvótann, hvað er að því að mjólka meira......?
20 byssu-kvótinn er ekki á rökum reistur í nýju frumvarpi til skotvopnalaga - og engin rök sem fylgja þeirri tillögu, nema kanski "af því bara"
Hvað má ég eiga marga bíla ?
Hvort verkfærið hefur drepið fleiri íslendinga, byssur eða bílar ?
Hvað hefur tóbak drepið marga íslendinga ?
Hvað hefur alkahól drepið marga íslendinga ?
jebb... hver er eiginlega spurningin í þessu þjóðfélagi ?
Eigum við ekki að anda með nefinu, og aðeins að spá í hlutina................??
Ég er ekki til í að setja "samansem" merki við þá sem stunda skotíþróttir eða þá sem stunda skotfimi sem áhugamá - við þá sem brjóta lög og reglur þessa lands !
Hvers vegna þurfum við sem höfum áhuga á skotfimi að réttlæta okkar áhugamál í hvert skipti sem byssum er beitt í óhæfuverkum ?
Ég hef bara gaman að því að skjóta í mark - eins og þeir sem hafa gaman að því að keppa í rally - og hvað ?
Stundum okkar áhugamál, hvort það er skotfimi í einhverri mynd eða annað sport, án þess að finna til þess að þurfa að réttlæta okkur í hvert skiptið sem við mætum á æfingu hjá okkar félagi í okkar grein.
Við búum enn í frjálsu landi - og við getum kosið það áfram ef við viljum. Við þurfum ekki láta skipa okkur í einhverja undarlega dilka viljalausra bjána, Stöndum í fæturnar.........
Stundum okkar áhugamál áfram án þess að láta fordóma hafa áhrif á okkar áhugamál...
Góða helgi..........
Skrifað þann 7 December 2013 kl 1:17
|