Þetta vill gleymast...

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þetta vill gleymast...

Sæll Jakob H. Guðjónsson ég var að vona að með 20 byssu eignini væri verið að miða á veiðivopn en hægt yrði að sækja um söfnunar leyfi sem væri þá byssa skráð sem safngripur ekki vopn og kanski mætti sníða það betur með að taka skotpinna úr en samt eiga hann svo verðgidi myndi ekki rýrna og fyrir gömlu herrifflana ef men vildu reyna sig að fá heimild til að virkja.
Það yrði seinni tíma útfærsla en ekki hafa 100 vopn skráð á einn eiganda frekar 10 veiði og 90 safn til dæmis,
Það þarf enginn veiðimaður að eiga 20 byssur til veiða en ég skil samt með mína dellu að nýtt cal verð ég að prófa og kaupi en ef það hentar ekki sel ég strax aftur smiling
Punktarnir sem Kjartan kemur með eru áhugaverðir og til umhugsunar og ber að virða því þó ég hafi ekki gaman af að vera á skotvöllum og bæta sig þar er það samt áhugamál margra og á samleið með öllum sem hafa gaman að skjóta úr byssum.

Skrifað þann 7 December 2013 kl 1:30

petrolhead

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 6 August 2012

Re: Þetta vill gleymast...

Sælir félagar.

Hér er greinilega komin í gang þörf og góð umræða um vopnalög bæði núverandi og verðandi ,sem er vel, en mig langar samt aðeins að koma aftur að upphaflegu efni þráðarins, geymslu skotvopna.

Ég las þetta viðtal við Snorra Guðjnónsson á vísi.is

http://visir.is/um-20-byssum-stolid-a-ari/article/2013131209420...

Mér finnst þetta mjög sláandi tala, 20 byssur sem er stolið á ári !!!! Hvað erum við skotvopnaleyfishafar að hugsa?
Eflaust eru ástæður þess að það hefur tekist að stela þessum byssum jafn mismunandi og þær eru margar en eitt eiga öll þessi tilvik sameiginlegt og það er að ef einstaklingur tekur eitthvað ófrjálsri hendi hlýtur sá hinn sami að teljast vafasamur svo það eru í raun að fara 20 byssur á ári í hendur vafasamra aðila!!!

Ég held því að við verðum allir sem einn að líta í eigin barm og velta fyrir okkur hvort eitthvað mætti betur fara hjá okkur sjálfum varðandi það hvernig við geymum okkar byssur og ættum heldur ekki að hika við að benda félögum okkar á ef við sjáum eitthvað sem betur mætti fara hjá þeim því hver byssa sem er stolið er svartur blettur á samfélagi okkar skotvopnaeigenda.

Með Bestu Kveðju
Garðar

Skrifað þann 7 December 2013 kl 9:02

JónasH

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þetta vill gleymast...

Já varsla á byssum mætti vera betri hjá mörgum. " 20 byssur á ári" Það er alltof mikið - enn sem betur fer er það bara ekki rétt tala. Þessi 20 byssu tala er ekki komin frá Snorra ( ég veit ekki hvaðan hún kemur ) Talan er talsvert lægri sem er þó alls ekki hægt að sætta sig við. Ég skal skoða í næstu viku hvort ég megi upplýsa nánar um þetta.

Skrifað þann 7 December 2013 kl 10:58

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þetta vill gleymast...

Setti inn fyrir nokkru staðfærða reglugerð þar sem ég var búin að aðlaga allar breytingarnar í reglugerðina sjálfa, en gallinn með reglugerðir er að það þarf ávalt að lesa breytingareglugerðir sér og getur það verið nokkuð tímafrekt.

http://spjall.skyttur.is/byssur/reglugerd-um-skotvopn-skotfaeri-o-f...

Skrifað þann 8 December 2013 kl 10:37

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þetta vill gleymast...

Þetta er áhugaverð umræða og nauðsynleg.

Fróðlegt væri að vita hvernig aðstaðn er hjá þeim sem hafa lent í því að láta stela frá sér byssum heima hjá sér á þess að nokkur hafi orðið þess var - fyrr en fjölskyldan kemur heim að loknu fríi eða innkaupa ferð.

Þá kem ég aftur að þessu atriði um öryggiskerfi !

Fyrir mig - þá er það engin spurning, ég er með góða skápa, annan undir skotfæri og hinn fyrir byssurnar.

Ég get ekki boðið samborgurum mínun upp á það að einhver fari inn hjá mér þegar engin er heima án þess að nokkur verði þess var og labbi með dótið mitt út !

Ég hef langa reynslu af því fyrirtæki sem ég er í viðskiptum við með öryggiskerfi, bæði í vinnu og heima - það hringir bjöllum eins og einhver orðaði það - og það er brugðist við, fljótt - innan þess tíma sem mögulegt er að opna skápana mína !

Höfum þetta í huga um baráttu okkar fyrir því að viðhalda réttindum okkar !

Bestu kveðjur.....

Skrifað þann 8 December 2013 kl 13:55

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Þetta vill gleymast...

Best væri ef þessi umræða þyrfti ekki að fara fram og allri færu eftir þessum einföldu reglum:
1) Löglegur skápur/skápar
2)Boltaður í vegg eða gólf
3) Ekki geyma lykilinn á vegg, við hliðiná, merktur byssuskápur. ( Ég hef séð svoleiðis).
4) Skotfæri geymd annarsstaðar í læstri hirslu eða í læstu innrahólfi

Miðað við þá löglegu skápa sem ég hef séð t.d hjá Hlað og fleirum þá fer enginn inní þá á nokkrum mínútum.

Sjálfur hef ég það fyrir vana að vera einnig með gikklás, þjófurinn hefur þá eitthvað að dunda sér við ef svo ólíklega til að hann komist inní skápinn. Boltinn úr rifflinum er svo geymdur þar sem ég geymi skotin. Einfalt og virkar

Skrifað þann 8 December 2013 kl 17:21

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þetta vill gleymast...

Sammála C47 þetað er nú ekki flóknara en hann er að lýsa.
Og skotvís átti aldrei að koma nálægt þessu vopnalagafrumvarpi.

Skrifað þann 8 December 2013 kl 21:53

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þetta vill gleymast...

Sælir/ar.
smiling smiling smiling

Kv, Jón Pálmason

Skrifað þann 8 December 2013 kl 22:54
« Previous12Next »