Fatnaður til veiða á hreindýri og gæs?

ruddock

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar ég vildi vita hvort einhver ykkar hafi reynslu af þessum camo gallahttp://www.hindrun.is/jahtijakt.htm...
eðahttp://hlad.is/index.php/netverslun/fatnadur/felulitafatnadur/tvoef... oghttp://hlad.is/index.php/netverslun/fatnadur/felulitafatnadur/smekk...

Þar að segja vitið þið hvort þetta hentar í alla veiði þar sem mig vantar bæði galla upp á fjöll (rjúpur og hreindýr) og skurðinn (gæs og önd) og vill helst sameina þetta í einum galla

kv Hlynur

Tags:
Skrifað þann 28 August 2012 kl 11:14
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fatnaður til veiða á hreindýri og gæs?

Sæll Hlynur

Ég á efri gallann (Jahti Jakt) og er mjög sáttur. Léttur og góður galli sem virkar í allt. Finnst litirnir í honum líka betri en þessi algengi MAX4 litur (þó liturinn sjálfur skipti auðvitað ekki öllu máli).

Út frá þínum forsendum (sem innihalda göngu á rjúpu og hreindýr) ráðleggja þér að fá þér Jahti Jakt gallann og bæta við þig þykkum flísbuxum til að fara í innan undir þegar þú liggur fyrir gæs. Sjálfur hef ég prufað nokkra svona þykkari galla og líkar illa að ganga í þeim. Finnst þeir allt of þungir og hlýjir.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

Skrifað þann 28 August 2012 kl 11:30

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Fatnaður til veiða á hreindýri og gæs?

Hvað mig varðar þá er sinnhvor fatnaðurinn sem hentar tiil göngu eða legu.
Rjúpa: Föðurland, ullarsokkar, góðir gönguskór, létt ullarpeysa húfa og fingravettlingar, vind- og vatnsheld skel utanyfir (úlpa og buxur). Þá er mér sæmilega hlýtt og klár í dagslanga göngu.

Hreindýr: sama og rjúpa

Gæs/önd/rebbi: Föðurland og allt það, vöðlur neophrene eða öndunar, fer eftir veðri. Lopapeysa og þykk hlý úlpa. Camo eða ekki.

Ég hef ekki enn fundið fatnað sem sameinar þetta allt en það sem þú nefnir hér að ofan er örugglega fínt til síns brúks. ég þekki ekki Hlaðmenn að öðru en að selja vandaðar vörur. Hina búðina hef ég ekki verslað við

p.s ég vil alls ekki vera í neinu camodóti á rjúpu, þá vil ég frekar sjást, rjúpan er hvort eð er löngu búin að sjá mig þegar ég átta mig á hvar hún er. Að vísu er grængula camodótið ekkert camo í snjó en það er ekki alltaf þannig á rjúpunni nú til dags


Silfurrefur

Skrifað þann 28 August 2012 kl 11:31

krossdal

Svör samtals: 19
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fatnaður til veiða á hreindýri og gæs?

Sælir
Á svona galla eins og þú bendir á frá Hlað og ég hef ekkert út á hann að setja nema hvað að hann er eiginlega of hlýr til að ganga í á rjúpnaveiðum, allavega úlpan og innri jakkinn. Síðasta haust gekk ég í smekkbuxunum og fékk mér rjúpnavesti og þunnann jakka og fannst það fínt.
Stórir og góðir vasar á úlpunni til að geyma skot í, svo skotabeltið er nánast orðið óþarft. Vasi fyrir flauturnar með föstum spottum í svo maður týnir þeim ekki. Mæli hiklaust með gallanum frá Hlað.

Mbk.
Kristján Krossdal

Skrifað þann 28 August 2012 kl 11:31

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fatnaður til veiða á hreindýri og gæs?

Ég get tekið undir flest það sem Silfurrefurinn segir. Létt og þægilegt á rjúpu og hreindýr og eitthvað nógu andskoti hlýtt á gæs, sérstaklega þegar líður á tímabilið.

Sjálfur er ég einmitt með Neo-vöðlur fyrir gæsina þar sem maður er oft eitthvað að brasast í kringum skurði og vötn.

Skrifað þann 28 August 2012 kl 11:36

ruddock

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fatnaður til veiða á hreindýri og gæs?

Takk kærlega það hjálpaði mikið að fá að heyra af reynslu ykkar.

kv Hlynur

Skrifað þann 28 August 2012 kl 17:15