Sveinbjörn
Svör samtals: 49
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Fyrir skömmu hélt ég að það væru samantekin ráð um að hrella mig með endalausum deilingum á gæludýrum og þvælu. Mig langar ekkert til þess að sjá krúttlegan kött, hlæjandi hund eða ruglaða útlendinga detta ofan í holu.
Mitt í þessum raunum þar sem hvert fíflið eftir annað deildi því sem það taldi að ætti erendi við mig mundi ég eftir þessum gamla góða vetvangi.
Sennilega eru þetta alvarlegt ellimerki því ég mundi strax lykilorð mitt sem ekki hefur verið notað lengi. Sjálfssagt er Hjálmar búinn að gleyma sínu því þessum forngrip sem er einfalur og notendavænn hefur ekki verið lokað.
Ættli ég sé sá eini sem vill bara skoða klám og byssur í tölvu og laus við aðrar þarfir?
Tags:
Skrifað þann 27 January 2017 kl 20:27
|
Guðsteinn
Svör samtals: 80
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Fésbókar-deilingar
Þú ert ekki einn
Ef þú ert sá sem ég held að þú sért, þá er ég töluvert yngri...en mér finnst þetta Facebook tól hafa breyst í hálfgert skrímsli.
Ég veit ekki um annan eins tímaþjóf. Svo gengur fólk um með símann límdan við trýnið, bara til þess eins að missa ekki af neinu á Facebook.
Lífið var einfaldara hér í eina tíð.
Skrifað þann 29 January 2017 kl 17:19
|
petrolhead
Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 6 August 2012
|
Re: Fésbókar-deilingar
Hjartanlega sammála þér Sveinbjörn, facebook er bara flóð af upplýsingum sem mann langar ekkert sérlega mikið að vita.
Þess utan þá finnst mér alveg hörmung að leita að einhverju þarna inni, t.d. í auglýsingunum á skotveiðibúnaður til sölu síðunni...þetta er eitthvað svo í einum graut allt saman. En kannski er ég bara svona forngripur eins og þú og Guðsteinn bara gömul sál í nýjum líkama
Þar að auki þá hef ég ekki séð að það hafi komið neinn svona þekkingar grunnur þarna á FB eins og hefur myndast hér og á skyttuspjallinu, oft gott að fletta upp í þessu spjöllum ef mann vantar einhverjar upplýsingar um hleðslur og þess háttar.
MBK
Gæi
Skrifað þann 29 January 2017 kl 22:13
|