JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Formaður skotvís..
Sæll félagi ÞH.
Hvað áttu við þegar þú segir að Skotvís hafi tekið fullmikið málstað skotfélaga á kostnað veiðimanna á sínum tíma?
Og hvenær var það?
Varðandi staðsetninguna, þá voru samtök skotvopnaeigenda stofnuð fyrir nokkrum árum síðan. Þarf ekki bara að blasa lífi í þau?
Kveðja, Jón P.
Skrifað þann 3 December 2012 kl 23:10
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Formaður skotvís..
Sæll félagi Jón P ég sagði að mér hefði fundist skotvís...... og var ég að vísa í blessaða hreindýrprófið og þá framkvæmd alla sem ég lét líka í mér heyra um.
Við munum alveg þann dans .
Kveðja
ÞH
Skrifað þann 3 December 2012 kl 23:23
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Formaður skotvís..
Sæll aftur.
Og takk fyrir svarið
Kv. Jón P
Skrifað þann 3 December 2012 kl 23:27
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Formaður skotvís..
Besta mál við erum góðir 
Skrifað þann 3 December 2012 kl 23:42
|
zako
Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Formaður skotvís..
Ég mæli með því að menn lesi líka svar Skotvís við akkurat þessum viðbrögðum sem koma hér fram að ofan áður en þið takið ákvörðun um úrsögn úr félaginu. Ég er nú einu sinni þeirrar skoðunar ef allir segja sig úr Skotvís þá fáum við bara að veiða mink og kannski ref ef við erum heppnir þeir eru þeir einu sem berjast fyrir rétti okkar og sveigjanleika. Og eins og flestir vita þá verður alltaf að fara mjög varlega í þessum umræðum þegar samið er um sveigjanleika af þessum toga diploma leiðin er það eina sem virkar eða millivegurinn t.a.m. Er ekki 20 betra en 5?
i
Dóri
Skrifað þann 9 December 2012 kl 2:21
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Formaður skotvís..
Svolítið merkilegt að rjúka til og segja sig úr félaginu vegna þess að menn eru óánægðir. Hversu margir hafa ritað félaginu bréf og útskýrt afstöðu sína?, hversu margir eru tilbúnir til að starfa fyrir félagið og koma sínum hugðarefnum að? Hversu margir mæta á aðalfundi í stað þess að hamra á vælandi á lyklaborðið?
Skotáhugamenn í hnotskurn. "Ég er vansæll með eitthvað og fari allir í rassgat", Ég er allt, vil allt og kann allt syndromið.
Nú ætla ég að fara að bera á skeptið á nýju Berettunni minni, sem by the way ég er hundfúll með að þurfa að bera á eftir aðeins 6 mánuði og þúsund skot. Svona er lífið.
Ha det bra
Skrifað þann 9 December 2012 kl 9:07
|
aflabrestur
Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Formaður skotvís..
Sælir.
Segið mér, ef það væri búið að senda slatta af tölvupóstum og eiga fjöldan allan af samtölum við stjórnarmenn skotvís og álit ykkar væri algjörlega hundsað og jafnvel gert lítið úr ykkar hagsmunum, væruð þið ekki ósáttir? Stjórn skotvís vissi mæta vel af þessari óánægju en kaus að virða hana ekki viðlits. Ég bara get ekki verið í félagi sem hreint út sagt er að skaða mína hagsmuni.
Og ekki segja mér að gera bara eh. sjálfur, er stjórnarmaður í mínu heimafélagi og skila þar hundruðum klukkutíma í sjáfboða vinnu á ári, meðal annars setið á fundum þar sem skotvís hefur óskað álits okkar og eftir samstarfi, sem verður sennilega í lágmarki af minni hálfu eftir þetta.
Í dag tel ég hagsmunum mínum og starfsorku betur varið á heimaslóðum heldur en í félagi sem ekki vill gæta þeirra
kv.
Jón Kristjánss
Sauðárkróki
Skrifað þann 9 December 2012 kl 12:11
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Formaður skotvís..
Sæll Rebbi.
Þú talar um að menn hamri vælandi á lyklaborðið og nenni engu öðru. Þú ert þá væntanlega í þeim flokki sjálfur þar sem þú notar lyklaborðið til að kasta fram þínum staðhæfulausu alhæfingum um skotáhugamenn.
Þú spyrð hversu margir hafi skrifað bréf til Skotvís og útskýrt afstöðu sína.
Fyrr í þessum þræði segist þú hafa gerst félagsmaður á þessu ári. Undirritaður var félagsmaður í rúm 20 ár, en sagði sig úr félaginu bréflega í síðasta mánuði og útskýrði í leiðinni ástæður sínar fyrir því.
Tek það fram að það var gert að vel athuguðu máli.
Veit um fleiri sem fylgt hafa í mín fótspor eftir það og gefið skíringar á því.
Þar sem þú ert félagsmaður í Skotvís í dag ættir þú ekki að kasta fram opinberlega þeim staðhæfingum um skotáhugamenn sem þú gerir.
Það er ekki félaginu þínu til framdráttar, þó að þeir geti að sjálfsögðu enga ábyrgð tekið á þínum skrifum eða skoðunum.
Kveðja, Jón Pálmason.
Es. Er enn þeirrar skoðunar að ef menn vilja láta taka mark á sínum skoðunum, þá eigi þeir að hafa manndóm í sér til að þora að skrifa undir nafni.
Skrifað þann 9 December 2012 kl 14:19
|