Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Sæl öll. Ég er haglabyssumaður sem farinn er að velta fyrir sér riffilkaupum, með gæs og ref í huga. Eru hér einhverjir ágætir veiðimenn sem gætu sagt mér skoðun sína á því hvaða kaliber sé "best" í þær veiðar? Mér sýnist 222, 223 eða 22-250 helst koma til greina?
Með fyrirfram þökk, Bjarni Sigurðsson.

Tags:
Skrifað þann 22 March 2013 kl 19:48
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Ágæti félagi Bjarni Sigurðsson!

Velkominn í hóp riffilmanna!
Ef ég væri í þínum sporum myndi ég bæta
.243 Win listan yfir hugsanlega kandídata.
Þér er velkomið að hafa samband við mig
ef þú heldur að ég geti hjálpa þér frekar.
magnuss183@gmail.com

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 March 2013 kl 20:02

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Ég er sammála Magnúsi þarna en færi skrefi lengra og myndi af reynslu átt 243 og 6,5x55 bæði skemtileg en ég fæ mikið nákvæmari hleðslur og mikið meira úrval í 6,5x55 og er með riffil sem leikur sér að allri Íslenskri bráð bæði til matar eða á varg, bara mismunandi kúla
En eina reynslan af þeim gal sem þú gefur upp er af 223 og hann er nákvæmur en ekki séð hvernig hann fer með gæs.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 22 March 2013 kl 20:38

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Ekki fara í minna cal en 6,5 hér er alltaf vindur minn fyrsti riffill var 30 06 ég skaut margar gæsir og
endur með lapua 123 fmj engar skemdir eins og fuglarnir hafi verið stungnir með prjón
þarf bara að velja rétta kúlu 243 er hlaupbrennari hef ekki góða reynslu af 243

Skrifað þann 22 March 2013 kl 20:58

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Ágætu félagar

Ég get alveg fallist á viðhorf Gisminn.
Þetta er að mínu mati skynsamleg ábending.
Auðvitað er 6.5 X 55 eitthvert besta kalíber
sem í boði er.....og þá sérstaklega eftir að
flestir ef ekki allir kúluframleiðendur hófu
að bjóða gæða kúlur í þessari hlaupvídd:
Ameríkaninn var ótrúlega seinn að átta sig
á möguleikum 6.5 mm....kannski vegna þess
hversu littlu munar á .257 og .264 dia?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s Ágæti félagi:
Ef þú ert bara að spá í fugl og ref....
athugaðu þá feril .243 með 50 grein kúlu!!

Skrifað þann 22 March 2013 kl 21:06

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Takk fyrir svörin. Lappalainen, hvað er "hlaupbrennari" og "hér er alltaf vindur", áttu við wind drft?

Skrifað þann 23 March 2013 kl 0:34

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

hlaupbrennari = hlaupin endast fá skot ca. 2000-4000 +/- kannski.
Jú, hann er að tala um wind drift. Þyngri kúlur eru stöðugri og auðveldara að reikna út hvert þær fara undan vind á lengri færum.
Norma 58grs V-max skot í .243 væru td fín í ref (falla 34mm frá 100-200m) , en eru farin að fjúka talsvert á 150-200m +.
70-90 grain er betra ef þú ætlar að skjóta á lengri færum en 200m í golu. Og hlaupið ætti að endast lengur með minni kúluhraða held ég.
En þungar kúlur falla meira og það þarf að læra inn á það, en það er bara gaman af því.
Það er sko ekki auðvelt að velja og hafna í þessu : )
Það er samt til mikið af ágætum .243win og yfirleitt auðvelt að selja þá aftur.

Skrifað þann 23 March 2013 kl 2:08

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Ágæti félagi 243Howa.

Svar þitt var ágætt...en þú ert augljóslega mikill bjartsýnismaður
og góðmenni! Ég er ekki að svara til að nýða af þér skóinn ...öðru nær!
Sannleikurinn er sá að það er alltaf afstætt hvenær hlaup er búið að
syngja sitt síðasta.. hvað varðar Bench Rest Shoting er hlaupaldur um
800 skot, vargsriffilll dugar, eftir kaliberi, svona 1500 -2500 skot,
veiðiriffill 3000 -5000 skot.
Og riffill vaskahússkyttunnar (maður sem geymir sinn riffil bak við þvottavélina....
1000000000 skot..en viljum við vera í þessum flokki?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 23 March 2013 kl 21:16

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Af þessum 3 .......
223. Yngra hylki en 222.
Noto hylki ódýrt og sennilega örlítið nákvæmara en 222

22-250 gefur meiri hraða en mun meiri hávaða smiling
Er alltaf smá hraðafíkill, en sem fuglabyssa 250 m er 223 meira en nóg.

Hinnsvegar yrði 243 ofan á ef ég ætlaði að nota einn riffil
243 er 6 mm gæti líka farið upp í 6'5

6,5-284 hefur verið að gea það mjög fínt á klakanum og 25-06 er svona nýjasta týskan

smiling. smiling. smiling

Skrifað þann 23 March 2013 kl 23:37

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Af þessum 3 .......
223. Yngra hylki en 222.
Noto hylki ódýrt og sennilega örlítið nákvæmara en 222

22-250 gefur meiri hraða en mun meiri hávaða smiling
Er alltaf smá hraðafíkill, en sem fuglabyssa 250 m er 223 meira en nóg.

Hinnsvegar yrði 243 ofan á ef ég ætlaði að nota einn riffil
243 er 6 mm gæti líka farið upp í 6'5

6,5-284 hefur verið að gea það mjög fínt á klakanum og 25-06 er svona nýjasta týskan

smiling. smiling. smiling

Skrifað þann 23 March 2013 kl 23:48

K-pax

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Sælir, held að fáir séu sammála um að 223 sé nákvæmara en 222. Hef nokkra reynslu af 222 og 6.5-55 á gæs og líkar vel. Almennt minni skemmdir af 6.5 en 222 , en ef kúlan hittir vængbein þá verða alltaf einhverjar kjötskemmdir. Aðalatriðið er að æfa sig og læra á það caliber sem maður velur sér.
kv.K

Skrifað þann 24 March 2013 kl 0:49

Kevin West

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Ég mæli með 222, léttum og meðfærilegum sportriffli með virðulegum sjónauka.
Ég hef aldrey skotið úr 223 en ég hef skotið mikið af gæs í gegnum árin með þeim kaliberum sem hér er minnst á, mest með 222 og 22-250(hef verið með bæði þunga og létta riffla í báðum þessum kaliberum og ávalt vandaða sjónauka með mikilli stækkun).
Yfirleitt er maður að riffla gæs á ca 200m og kúluferillinn á öllum þessum kaliberum er nánast sá sami á því færi og það er sjaldgæft að maður skemmi gæs, slepptu því bara að skjóta hana í bakið.
222 er eggnákvæmt í góðum riffli með þokkalegann sjónauka og rétta hleðslu, það er ódýrt og hagkvæmt og steindrepur ref, maður getur teigt sig mun lengra með 22-250 en 222 er alveg nóg og frábært kaliber, sérstaklega gott sem byrjenda kaliber.
Ég hef notað blýodd á refinn en heila kúlu á gæsina, ef þú villt æfa þig á pappa þá er það 52greina Sierra Hollow Point Boat Tail og ekki hlusta á blaðrið um flötu botnana, ég gerði þau mistök á öldinni sem leið.

Skrifað þann 24 March 2013 kl 8:43

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Tek undir með K-pax, þumalputtareglan er sú að 222rem er nákvæmast af þessum 3,þ.e. 222-223-22-250.
Hinsvegar eru öll afbragð á gæs með réttum kúlum.

kv.Guðmann

Skrifað þann 24 March 2013 kl 9:12

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Takk fyrir góð svör. Ég lagði upp með "minni" kaliber í upphafi, því af fenginni ákveðinni lífsreynslu veit ég að manni hættir til að velja hluti heldur stærri og kraftmeiri en ástæða er í raun til. Með léttari kúlu/minni hleðslu fæst líklega svipaður ferill og með stærri kúlu/meiri hleðslu. Wind drift er að vísu annað. Spurningin er auðvitað hvaða dýr á að fella á hvaða færi. Svona almennt séð, er verið að setja mjög léttar kúlur á stærri hleðslur, til að fá sem flatastan feril, td. 35gr í .243?

Skrifað þann 24 March 2013 kl 10:02

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fugl og refur - 222, 223, 22-250?

Ok 222 kom á markað 1950 og einuvað.
Síðan kom 222 magnum.
Hálsin á því styttur og lagað til í 223 smiling
223 hefur smá kosti umfram 222 en munurinn það lítilll að han skiptir ekki máli.

Bakka ekki með að ég tel 223 nákvæmara.
Skoðið bara t.d longrange huntin eða hvað menn hafa verið að nota undanfarin 10 ár

Annars gætirðu líka skoðað 204 ruger sem valkst í fuglaveiði

Ef nákvæmni er aðalmálið þá tala við Bencrestarana
Færð nýja flóru þar.

t.d 6 mm brx eða 6 mm ppc

Ef hraðinn er málið 22-250 Ai eða bara 223 wssm smiling

Þú átt endalausa möguleika.

E.Har

p.s hvernig riffill á þetta hlaup að fara á.
ef hann er beint úr búðinni þa fækkar möguleikunum smiling

Skrifað þann 24 March 2013 kl 10:34