Fyrsta haglabyssan?

skurdur

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 22 August 2013

Sælir/ar

Nú er ég að byrja í þessu sporti og er að fara að kaupa mér mína fyrstu byssu. Ég er búinn að vera að gúggla eins og brjálæðingur og er kominn með blæðandi magasár á því að lesa allar mismunandi skoðanirnar sem ég finn þar svo að mig langar til að prófa að spyrja ykkur, heilbrigðu íslendingana í staðinn fyrir alla snarvitlausu bandaríkjamennina, um hvaða byssa sé best fyrir mig.

Auðvitað leiðir maður hugann strax að Remington 870 Express en ég er búinn að lesa mjög mikið að hún sé ekki að standa sig eins vel og hún ætti að vera að gera. Er það ykkar reynsla? Er Benelli SuperNova t.d. betri en 870 Expressinn? Er Weatherby PA-08 jafnvel eitthvað sem að vert væri að skoða frekar en Remingtoninn?

Ég er alveg hrikalega mikið til í að heyra ykkar skoðun á þessu leiðindar vandamáli...

Kv.
Siggi

Tags:
Skrifað þann 23 August 2013 kl 1:08
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör

bjossi

Svör samtals: 524
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

870 Exp eldri en 10 ara vel farin er betri en ny.Kv Jon

Skrifað þann 23 August 2013 kl 5:38

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Sammála Jóni gömlu remmarnir eru ódrepandi ?
En spáðu aðeins samt í hvað þú notar byssuna í. hér er líkleg þróun
pumpa
pumpan seld og
hálfsjálvirk í staðin
svo er keypt tvíhleypa í viðbót og svo smátt og smátt er sú hálfsjálvirka farin að vera oftar heima.
Fáðu þér tvíhleypu í byrjun æfðu þig vel og þú ert með allavega alltaf 2 gæsir og rjúpur menn þurfa að vera orðnir vel vanir til að taka 3 skotið til að drepa en ekki bara særa vegna þess hve fuglinn er komin langt frá og oftast skotið aftan á hann.
þú ert ca 5 sekúndur að endurhlaða tvíhleypuna ef þú þyrftir að skjóta aftur á særðan fugl sem flögrar frá þér það er feikinógur timi,
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 23 August 2013 kl 9:18

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

þetta fer svolítið eftir því hvað þú ert tilbúinn að leggja út.

supernovan er mjög góð. og mæli ég eindegið með henni hvað pumpu varðar.

Annars er betri tvíhleypa mun betri kostur. Splæsir í flotta tvíhleypu, t.d. berettu. átt hana alla ævi og kaupir þér svo hálfsjálfvirka einhvern daginn ef þér langar í EITT skot í viðbót smiling

Þannig að fyrsta byssan gæti allt eins orðið eina bysan ;)

Skrifað þann 23 August 2013 kl 9:32

fender

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Gömlu góðu Remington 870 Expres á eina slíka hun er 14 ára gömul og hefur aldrei klikkað!
fleiri fleiri gæsir verið teknar með heni

Skrifað þann 23 August 2013 kl 9:38

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Myndi byrja á tvíhleypu tik að fá betri skotanýtingu

Skrifað þann 23 August 2013 kl 9:43

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Myndi byrja á tvíhleypu tik að fá betri skotanýtingu

Skrifað þann 23 August 2013 kl 9:43

skurdur

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 22 August 2013

Re: Fyrsta haglabyssan?

Takk fyrir svörin. Þær eru bara svo asskoti dýrar þessar tvíhleypur! En hvað með þessa tvíhleypu sem er á útsölu hjá Vesturröst? Veit einhver eitthvað um þessa?http://www.vesturrost.is/?p=3955...

Skrifað þann 23 August 2013 kl 11:02

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Ef velja á milli Remington eða Benelli pumpu þá tekur þú Benelli .....ekki spurning. En eins og margir hafa bent á er mikið meira vit í því að kaupa sér tvíhleypu, t.d. ódýra Baikal á 98.900 í Vesturröst sem endilst alla ævi, þú getur svo altaf uppgreidað Baikalinn í Berettu seinna smiling

Ég á pumpu, tvíhleypu og hálfsjálfvirka og pumpan er ALDREI notuð !

Skrifað þann 23 August 2013 kl 11:32

baraaddi

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 2 August 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Mæli hiklaust með að fara beint í tvíhleypu. Ég fékk þessi ráð frá honum karli föður mínum og gerði það og hef aldrei séð eftir því. Er með Baikal izh27 og hún hefur aldrei klikkað. Fékk mér reyndar hálfsjálfvirka byssu, notaði hana aðeins á leirdúfu og seldi hana síðan aftur. Þessi tvíhleypa er byssa sem mun fylgja mér alla ævi, og pabbi er með sína brno h/h tvíhleypu ennþá sem hann hefur átt í yfir 30 ár. Og sem dæmi má nefna að ég og félagi minn ákváðum að taka smá keppni, hann með sína remington 870 með 3 skotum bara, og þá var ég bæði fljótari að skjóta 4 skotum og hitti betur heldur en hann með pumpuna. Vonandi er ég búinn að selja þér þessa hugmynd að fá þér tvíhleypu wink

Skrifað þann 23 August 2013 kl 12:09

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

sælir allir , veit að það þykir ekki flott en ég myndi byrja á einhleypu með útkastara , þá æfir´u hittnina best
og ert samt með smá æfingu mjög fljótur að hlaða aftur . sparar stóran pening og ánægjan er meiri .
kveðja Kalli einhleypi

Skrifað þann 23 August 2013 kl 12:19

HolyStones

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Já ég það er margt skemmtilegt við að fá sér sína fyrst byssu. Spenningur en kannski ekki magasár, allavega hjá mér.
Karl faðir minn þjálfaði okkur 4 bræðurnar frekar markvisst í meðferð skotvopna.
Hann átti einhleypu með hamri sem við byrjuðum allir á ungir. Harrington og Richardson byssa.
Síðan tyrknesk tvíhleypa og loks pumpa. Notaði samt tvíhleypuna meira þar sem mér fannst hún henta mér betur.
Mín fyrsta byssa sem ég keypti var Benelli SBEII en það var mest út af því að þetta var 2007 og var rest af lager. Næsta sending af byssum var mikið hækkuð í verði. Sé ekki eftir því þó að skóladrengurinn ég hafi borðað töluvert af núðlum og hafragraut það árið og mun aldrei selja hana.
Á jú pumpu 870 Remington sem ég keypti 2008 nýja í slark. Nota hana í svartfugl og svoleiðis en þarf líka að fara með hana í sturtu eftir hverja ferð þar sem sést í sjó.
Nýju Remington 870 byssurnar eru þeim eldri lakari í stáli og vinnslu. Ef þú kemst í eldri 870 byssu. Go for it.
Benelli pumpan er klárlega betri en jú er mun dýrari einnig.
Næst á dagskrá hjá mér er létt og góð tvíhleypa í sporting. Berettu eða álíka verkfæri.
Því mæli ég með pumpunni ef þú hefur ekki efni á góðri tvíhleypu núna. Er á þeirri skoðun sjálfur að maður eigi helst aldrei að selja byssu og frekar að fá sér dýrara en ódýrara nema um slarkara sé að ræða;)
En síðan er það spurningin hvað þú ætlar þér mikið í þessu sporti. Á að fara all in eða á þetta vera þannig að þú nærð í nokkrar rjúpur og gæsir og búið eða æfa/keppa í leirdúfu og veiða allt sem þú kemst í.
Hvað hefur þú efni á?
Þetta er skemmtileg dilemma sem þú ert í og njóttu þess. Sama síðan hvað verður fyrir valinu, þá þarftu að læra á verkfærið og æfa þig og æfa þig meira;)
Því alveg sama hvað byssan er dýr og heitir flottum nöfnum þá er það skyttan sem hittir.
Byrjaðu á pumpunni og fáðu þér leirdúfuskot og leirdúfur fyrir afganginn upp í tvíhleypuna ef þú ert að byrja að skjóta.

kv HolyStones

Skrifað þann 23 August 2013 kl 12:49

Danieljokuls

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Fáðu þér byssu sem passar við þinn vöxt og líkamsgerð, annað skiptir ekki miklu máli, þetta eru allt verkfæri sem taka skot og skjóta þeim út.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 15:50

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Sælir allir, Helgi Steinar (holystone) ég er sammála þér fyrri hluta "ræðunnar" en svo fer´ðu út af sporinu,,,,, þú segir frá frábærum tíma með einhleypu með hamri og alles, það er það sem ég er að reyna að segja hérna áður að þessi reynsla er líklega sú skemmtilegasta af öllu þegar maður hafði bara efni á einhleypu en veiddi mjög lítið minna en eftir að maður fékk sér ofur Bredu ,,,(og Benellí fyrst), þú myndir ekki vilja hafað slept þessum tíma með einhleypuna ,,,er það ??? þessvegna segi ég aftur ,,,einhleypa fyrst því þá er allt svo mikklu meira virði á eftir . Ég til dæmis man vel eftir því er ég náði fjórum fuglum í einu yfirflugi , með einhleypu með hamri (CBC) svo ég segi aftur ,,,, einhleypa er málið.

kveðja Kalli ofþroskaði

Skrifað þann 25 August 2013 kl 18:06

khamar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Sæll Siggi,

Ég er sammála Danieljokuls, fáðu þér byssu sem passar þér, hvort sem það er tvíhleypa eða pumpa. ég mundi mæla með tvíhleypu (ég byrjaði með pumpu).

Það er fátt sem kemur í staðinn fyrir byssu sem passar manni vel, þú getur verið að skjóta með "flottri" byssu án þess að ná almennilegri hittni vegna þess að hún passar ekki við þinn vöxt. Ég tala af reynslu í því efni smiling.

Þú mátt hafa samband ef þú villt vita meira.

kv
Guðmundur
jonsson.gudmundur@gmail.com

Skrifað þann 26 August 2013 kl 13:21

heimirsh

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 12 August 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Googlið virkar ágætlega en þegar ég valdi fyrstu byssu var það nauðsynlegt að þukla á öllu sem var í boði og skoða með þær í höndunum...fann alveg þegar ég var kominn með réttu byssuna.

Skrifað þann 26 August 2013 kl 23:15

Hrekksson

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Ég keyfti mér novu sem fyrstu byssu og sé mikið eftir því, hefur verið að klikka töluvert. er kominn í Remington deildina, svo get ég líka mælt með mossberg tvíhleyponum hjá intersport.

Skrifað þann 27 August 2013 kl 11:29

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Fyrsta haglabyssan?

Best að henda úr sínum viskubrunni líka. Góð pumpa er ekkert síðri en aðrar byssur. Gallinn er bara sá að pumpur eru ekki fyrir byrjendur.
Mín rök fyrir því er að það tekur sinn tíma að hlaða aftur og ná miði og svo aftur. Þannig að líklega nærðu alfrei nema einu góðu skoti, max tveimur. Þriðja skotið verður aðeins til styrktar framleiðenum haglaskota. Ein- eða tvíhleypa er betri kostur. Flestir sem eiga einhleypu, skipta yfir í tvíhleypu eða semi auto. Flestr sem eiga pumpu skipta yfir í tvíhleypu eða semi auto. Með þessum æfingum sérðu að flestir skilja pumpuna eftir heima eða selja hana og fá sér annað.

Allavega þetta voru mín rök og eiga ekki að skoðast sem heilagur sannleikur, bara innlegg í umræðuna. Ég skipti úr Rem 870 (þessari gömlu) yfir í Beretta semi auto sé ekki eftir því.

Svo að lokum, ég skal lofa þér því að besta byssa sem þú munt eignast er sú sem passar þínum vexti best því þú munt hitta best með henni.

Eitt allra síðasta, splæstu í námskeið t.d hjá Gunnar í S.R. Þú munt ná meiri færni á viku en á tveimur árum annars.

Skrifað þann 27 August 2013 kl 13:43

HolyStones

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Karl Guðna, nei ég vildi ekki skipta á þeim tíma sem ég var með einhleypuna. Mér finnst þetta frábært ferli sem ég fór í gegnum. Ég er bara ekki sammála þér um að maður veiði jafn mikið eða svipað mikið með einhleypu eins og pumpu. En eins og fleiri benda á er þetta spurning um æfingu og byssu sem að passar þér. Ef þú ert óvanur þá veiðir þú svipað með einhleypu og pumpu. Ef vanur þá veiðir þú í flestum tilfellum meira með pumpunni.
Ég er meðalmaður að hæð og vexti þ.a. ég þarf í rauninni ekki að spá neitt í hvort að ég þurfi að lengja eða stytta skepti og þess háttar. En maður á alltaf að skoða og handfjatla þær byssur sem maður ætlar að kaupa... allra mikilvægast ef það er fyrsta byssa.
Jújú ég hef skotið tvær og þrjár sitjandi rjúpur eða tvær á flugi með einhleypunni en síðan er það veiðisiðferðið að skjóta marga fugla í einu, að vera að teygja á haglasverminum yfir 2-3 fugla.
Ég er allavega viss um að geta skotið 2 og jafnvel 3 rjúpur á flugi ef svo ber undir með pumpunni, eitthvað sem ég gæti aldrei með einhleypunni og þá líka skotið á hvern og einn fugl í einu.
Málið er bara að ef þú æfir þig og eins og einhver sagði að tala við Gunna hjá SR sem ég mæli hjartanlega með, hann kenndi mér töluvert þegar ég var að byrja í leirdúfunni á Álfsnesinu.
Jújú fyrsta dúblettan með tvíhlypu á flugi í rjúpu var gríðarlega skemmtilegt moment sem ég man enn mjög vel. Jújú það er kannski meiri sjarmi og fílingur yfir einhleypum og tvíhleypum miðað við pumpur og semi auto.
Sem veiðivopn þá ég er mjög gamaldags, semi auto er skilvirkara með æfingu því nota ég það. Ég er víst íslendingur og er að ná í kjöt í frystinn yfirleitt. Það er svakalega gaman að veiða mikið smiling en kannski þroskast ég einhvern tíman og fæ mér aftur einhleypu á veiðar.
Bakka ekki meira með þetta en svona. Ef þú vilt fíling og stemmara þá færðu þér einhleypu eða tvíhleypu. Ef þú ert að fara að veiða þá er það pumpa, eins og mér sýnist á upphaflegu spurningunni ertu að spá í pumpum. Farðu bara og prófaðu að henda þeim upp í búðunum og ákveddu þig. Þú þarft sjálfur að hafa trú á vopninu og það þarf að passa þér.
kv HolyStones

Skrifað þann 30 August 2013 kl 14:58

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Holystone ,GÓÐUR

Skrifað þann 30 August 2013 kl 17:22
« Previous12Next »