85
Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælir félagar,
Eru einhverjir hérna sem geta bent mér á einhverjar greinar þar sem ég get kynnt mér Anda og Gæsaveiðar eða nenna að vélrita einhvern smá fróðleik fyrir mig. Öll góð ráð þegin frá reynsluríkari veiðimönnum.
Með fyrirfram þökk,
85
Tags:
Skrifað þann 13 August 2012 kl 20:05
|
8 Svör
|
GoldenEye
Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Gæsa og Andaveiðar fyrir byrjendur
Rakst hér á gamla grein úr mogganumhttp://www.mbl.is/greinasafn/grein/1039003/... . Svona ágætis grunn upplýsingar. Ef það er eitthvað sérstakt sem þú vilt vita þá er bara að spurja. Menn hafa sínar skoðanir og byggja sinn fróðleik út frá sinni eigin reynslu og þar af leiðandi eru menn ekki endilega sammála um allt. En í meginatriðum ætti veiðin að ganga vel ef menn eru sæmilegar skyttur og færir um að fela sig almennilega. Það er lykillinn að velgengni. Fyrstu árin fara venjulega í það að læra af mistökunum.
Skrifað þann 13 August 2012 kl 23:37
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Gæsa og Andaveiðar fyrir byrjendur
Greinin sem GoldenEye benti þér á er fín
Þau mistök sem ég gerði til að byrja með var fyrst og fremst að kunna ekki nógu vel á byssuna. Allt of oft núllaði ég þegar ég átti að fá 4-5 gæsir eða fékk fjórar til fimm þegar ég átti að fá tíu. Lausnin er að æfa sig á leirdúfum. Ef þú ert í Reykajvík og að byrja þá mæli ég með að þú talir við Gunnar Sig hjá Skotfélagi Reykajvíkur. Hann getur skólað þig til á byssuna og það er ódýrara heldur en að æfa sig á bráðinni.
Hvað varðar gerfigæsir, þær hjálpa. Ég hef þó veitt án þeirra og það er ekkert mál. Gerfigæsir eru fínar ef þeim er ca rétt stillt upp en ég hef líka séð þær fljúga sinn veg þrátt fyrir fínar uppstillingar. Ég stilli ekki endilega upp í V eins og sumir, reyni frekar að hafa þær óregluegar en jú varðgæsin er alltaf utarlega í kantinum. Fuglar vilja helst lenda uppí vindinn og maður stillir sér þannig upp eins og bent er á í greininni.
Mér hefur fundist best að skjóta á gæsina í "flareinu" það er að segja um það bil sem hún er að setjast, komin með vængina út og á bara eftir að tylla sér. Það hefur mér fundist gefa mér bestan tíma til að plaffa á þær. Svo er ekkert að því að skjóta þær á flugi ef þær ætla ekki að lenda og færið er í lagi. Ef þú skýtur á flugi þarftu bara að muna að leiða byssuna framfyrir fuglinn allt að 2,5m fer eftir færi. Það eru reyndar til tvær til þrjár aðferðir við að leiða byssuna en ég notast við þá aðferð að finna fuglinn og færi byssuna rólega en ákveðið framfyrir. Þetta er eitthvað sem þú verður ekki góður í nema að æfa þig t.d á leirdúfum Ef þú ferð með félögum þínum veriði samt búnir að ákveða hvenær má skjóta og hvenær ekki og ekki skjóta ef félagi þinn er líklegur til að vera í betra færi eftir nokkrar sekúndur.
Sumir nota blönduð skot nr 2 og 4 ég er ekkert óskaplega trúaður á það. Ég nota þrista og fjarka eftir því hvað ég á af skotum, aldrei minna en 42gr hleðslu. Skotin sem ég er hrifnastur af í dag eru Hlaðskot og svo Hull sem fást í Vesturröst. Svo er hægt að kaupa mun dýrari skot eins og Winchester eða Fiocchi þau er fín. Patriot hef ég aldrei notað en ég er viss um að það eru góð skot. En þetta eru trúarbrögð og í raun held ég að ég geti sagt að allarr verslanir eru með ágætis skot sama hvað þau heita.
Nú veit ég ekki hvaða byssu þú ert með og hvað þú ert langt kominn en ef þú ert með auto eða pumpu og ert ekki að hæfa fuglinn í fyrsta eða öðru skoti, geymdu þá þriðja skotið þú verður kominn úr jafnvægi þá og liltar líkur á að þú hittir og fuglinn er fljótur að koma sér úr færi.
Ég er ekki alvitur og örugglega einhverjir með önnur ráð en nú veistu hvernig ég geri þetta.
Skrifað þann 14 August 2012 kl 12:22
|
Artec
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Gæsa og Andaveiðar fyrir byrjendur
Sæll/Sæl
Ég er sammála því sem silfurrefur segir og lík að greinin er góð, en það er hins vegar oft sem mikilvægasti parturinn gleymist en það er að byssan henti viðkomandi og að skotin sem notuð séu henti byssunni, það getu verið að ódýrustu eða dýrustu sem henti. En það sést ekkki nema með því að pattern skjóta.
Kv
Indriði
Skrifað þann 15 August 2012 kl 0:35
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Gæsa og Andaveiðar fyrir byrjendur
Hárrétt Indriði, en því miður eru fáir held ég sem pattern skjóta. kannski vegna aðstöðuleysis
Skrifað þann 15 August 2012 kl 1:45
|
jónsson7
Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Gæsa og Andaveiðar fyrir byrjendur
Mæli með Gunna Sig. Algjör meistari.
Skrifað þann 15 August 2012 kl 10:32
|
85
Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Gæsa og Andaveiðar fyrir byrjendur
Þakka ykkur kærlega fyrir vönduð svör félagar,
Kannski gott að það komi fram að ég er með 3 hálf sjálfvirkar og eina gamla tvíhleypu, mér finnst skemmtilegast að nota þessar hálf sjálfvirku og er yfirleitt með 42.gr Fiocci fjarka.
Þessi grein sem þið bentuð mér á hér að ofan er skemmtilega upplýsandi og kann ég aftur Silfurrefnum bestu þakkir fyrir að ausa úr viskubrunni sínum.
Ef þið eruð enn að fylgjast með þræðinum þætti mér gott að fá álit ykkar á einu. Það sem ég bý á austfjörðum var ég að spá í að fara í ljósaskiptum, kvölds eða morgna, í berjamó þar sem ég heyri vel í henni hér í fjallshlíðunum. Þá eða fara meðfram góðri á sem er með góða sanda og fjölmörgum eyrum þar sem ég hef grun um að hún sæki sér sand í sarpinn á kvöldin. Er ég úti í móa hér eða gæti þetta gengið hjá mér. Ég hef svo gaman af náttúrunni og finnst gaman að slíta gönguskónnum aðeins frekar en að liggja í skurði ef þið skiljið mig.
Þá varðandi Andaveiðarnar, hvar er best að byrja, á maður að ganga fjörur eða skurði eða fara á tjarnir. Hvað hefur reynst ykkur best.
Enn og aftur bestu þakkir kæru félagar þið eruð alveg að bjarga mér hérna.
85
Skrifað þann 15 August 2012 kl 12:04
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Gæsa og Andaveiðar fyrir byrjendur
Ég stunda andaveiði staðbundið á suðurlandinu, þó ekki mjög mikið. Það sem hefur reynst mér best er að finna læk, tjörn eða álíka, tala nú ekki um ef að lækurinn liggur djúpt, í eins konar skurði. Þá labba ég bara þangað til að ég finn endur og fæli þær upp. Þær eru yfirleitt utan færis þegar það gerist. Svo sest ég bara og reyni að fela mig.Mín reynsla er að þær koma yfirleitt aftur og eða aðrar koma á staðinn. þá er hægt að skjóta á þær. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Annars fer ég ekki oft á önd. Þær endur sem ég hef komið með heim eru oft bland í poka eftir gæsaveiði. Ég borða öndina yfirleitt sem forrétt þannig að ég þarf ekki mikið af henni.
Hvað varðar gæsina þá hef ég gengið til gæsa eins og þegar maður gengur til rjúpna. Árangurinn er ekki teljandi þótt ein og ein hafi dottið. Ég geri þetta þá þannig að fyrst ligg ég í morgunfluginu, þá er morguninn oft ónýtur hvort eð er og þá hef ég stundum rölt af stað. Þetta er þó undantekning frekar en regla.
En ég er viss um að hér á spjallinu leynast reyndari andaskyttur en ég
Skrifað þann 15 August 2012 kl 12:40
|
skjottu
Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Gæsa og Andaveiðar fyrir byrjendur
sæll Gæsaveiðar i berjamó ganga ekki upp á kvöldin frekar á morgnana, á kvöldin leitar gæsin að náttstað við ár og læki. þannig að áin væri betri upp á árangur.
sambandi við öndina, þá hef eg oftast verið að skjóta hana með gæsinni. en stundum hefur maður séð hana á skurðum eða vatni og fengið þá leyfi hjá næsta bónda til að skríða að henni .
kv Jakob
Skrifað þann 15 August 2012 kl 18:25
|