Gæsaveiði með gerfiálftum

Homer

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 4 October 2015

Sæl öll sömul

Langaði að athuga hvort það væru einhverjir hérna með reynslu af því að bæta við gerfiálftum við gerifæsahópinn.
Hef heyrt góða hluti en svo virðist enginn vera sammála hvar það á að stilla þeim upp. Hvert er ykkar álit á þessu?

Kv Heimir

Tags:
Skrifað þann 2 March 2016 kl 12:17
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

ÁrniL

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði með gerfiálftum

Það hefur virkað hjá mér EF það eru álftir á svæðinu en annars ekki. Ég stilli þeim alltaf upp fjarri gervigæsunum og fæ þá oft fullt af álftum í þær og það er fínt og sýnir bara líf og vængjaslátt á túninu/akrinum og vekur þannig eftirtekt fljúgandi gæsahópa. Síðan hef ég líka notað gerviálftir til að blokka af svæði þar sem gæsir hafa verið að lenda utan færis þegar þær þora ekki í gervigæsahópinn.

ÁrniL

Skrifað þann 2 March 2016 kl 16:08

Homer

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 4 October 2015

Re: Gæsaveiði með gerfiálftum

Takk fyrir gott svar Árni. Hversu langt frá ertu međ álftirnar?

Sá myndband um daginn þar sem menn voru ađ nota felubyrgi sem litu út eins og álftir virtist virka vel.

Kv Heimir

Skrifað þann 4 March 2016 kl 21:30