Gasskipt eða bakslagskipt ?

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Nú langar mig að spurja fróðari menn um þetta mál.
Mig langar að fá mér hálfsjálfvirka byssu og er með 2 byssur sem að mér líst vel á.

nr1 http://www.vesturrost.is/skotveioi/byssur/beretta/beretta-a300-outl...

nr2 http://www.vesturrost.is/skotveioi/byssur/franchi/franchi-affinity....

hvor er svona eigulegri gripur?

já og þetta væri byssa í allt- rjúpu, gæs og önd.

kveðja Róbert

Tags:
Skrifað þann 19 September 2015 kl 21:31
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Gasskipt eða bakslagskipt ?

Ég get bara svarað fyrir Berettuna þvi ég á einmitt þessa gerð. Þessi byssa bara klikkar ekki, svo einfalt er það. Ég hef heyrt einhverjar tröllasögur um að ekki þurfi að þrífa hana nema á tugþúsunda bili. Ég hins vegar hreinsa eftir hverja ferð. Byssan er "mjúk" finnst mér, auðvelt að taka í sundur og þrífa, ekki sú allra léttasta en enginn hlunkur heldur. Búinn að eiga hana í rúm þrjú ár og 3.000 skot farin í gegn. Allt frá 24gr og uppúr. Hún hefur klikkað 3-4 skotum. Fyrir þennan pening finnst mér það vera innan marka.
Ef ég mætti setja eitthvað út á hana, þá er mín með viðaskeptun og mér finnst viðurinn heldur mjúkur og hann er þyrstur, þarf smá meðhöndlun en það er svo sem engin kvöl og pína.
KV
C47

Skrifað þann 22 September 2015 kl 22:58

M1dzj3T

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 15 June 2013

Re: Gasskipt eða bakslagskipt ?

Ég er með affinity og er ekkert nema sáttur við hana. Eina sem hefur klikkað hjá mér er að ég hef opnað hana og ekki látið hana "skellast" fram. semsagt ef maður lokar henni rólega þá læsist boltinn ekki rétt og þá getur hún ekki sprengt skotið, en þetta er jú verkfæri en ekki rjómaterta svo best er að láta hana bara hafa það óþvegið ;) hún er fislétt og slær sama og ekki neitt skeptishallaplöturnar eru snilld (er örvhentur með rétthenta byssu)

Skrifað þann 25 September 2015 kl 12:09

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gasskipt eða bakslagskipt ?

Þakka svörin smiling

Ég skellti mér á affinity byssuna og er mjög ánægður með hana.

Kveðja Róbert

Skrifað þann 12 October 2015 kl 20:15