guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
fór að prófa í dag með Norma skotum og svona kom það nú út á 100 m skotið bara svona liggjandi í móanum. þarna eru 12 kúlur.
Tags:
Skrifað þann 10 March 2013 kl 17:56
|
24 Svör
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
það kallast reyndar grúppa en ekki grúbba...
annars er þetta alveg 1.5" eða meira, samt feykinóg fyrir veiði og leikur þér að standast hreindýraprófið
Skrifað þann 10 March 2013 kl 17:58
|
guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Þetta er ekki rétt hjá þér þetta heitir grúbba en ekki grúppa, hahaah nei nei smá grín jú þú fórst nú andskoti nálagt því þetta eru 34 mm lengsta mál´, og ef ég skil rétt þá dragast 6 mm frá því og grúppan er þá 28 mm eða rétt rúm 1". 12 skot á 5 mínútum. Er þetta ekki svona alt í lagi miðað við að maður skítur svona 20 - 50 skotum á ári?
Skrifað þann 10 March 2013 kl 18:11
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
þetta er ekkert til að skammast sín fyrir, allavegna ekki með veiðiriffli.
maður hefur séð marga sem gætu ekki hitt 3 skotum í röð á allt spjaldið vera að æfa sig fyrir hreindýrið...
Skrifað þann 10 March 2013 kl 18:19
|
guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
En segðu mér nú eitt. Með fikti í hleðslu af þeim sem virkilega kann að hlaða mundi það skila mér einhverju?
Skrifað þann 10 March 2013 kl 18:41
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
þegar ég fékk Stillerinn minn með .308 hlaupinu þá byrjuðu grúppurnar (5 skota) í 1.5" en eftir að hafa prófað nokkrar kúlugerðir og hleðslur var grúppan komin í 0.25" (5 skota)
bæði kúlugerðin og hleðslan skipta miklu máli, einnig hvernig hylkin eru unnin fyrir hleðslu.
Skrifað þann 10 March 2013 kl 18:46
|
Hnulli
Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
...ég myndi ráðleggja þér að skjóta af borði, og helst resti grúppur til að fá betri mælingu.
Þetta er fín grúppa, en gæti verið enn betri en þetta við bestu aðstæður..
svo til að skoða skalann i kring varðandi púðurmagn og lengd skota gætiru bætt þig enn betur, en það er fljótt komið frammúr árlegum kúlnafjölda hjá þér..
Ég var svo heppinn að fá hleðslu með rifflinum mínum sem er það góð að fyrir ætlaða nýtingu á honum er ekki þörf á frekari pælingum i bili..
Kv.hnulli
Skrifað þann 10 March 2013 kl 20:14
|
Sukithor
Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Sæll, Guffi
Það getur munað helling að skoða fleiri hleðslur og þá sérstaklega kúlur sem eru ekki svokallað boat-tail heldur með sléttum botni
-en ég var búinn að nefna það áður hér á spjallinu við misjafnar undirtektir , að .222 væri vandlátt á kúlugerðir, en það munaði allavega í mínum.
svo ef þú vilt fara í smá meiri pælingar sem þurfa ekki að kosta mikið, geturu t.d.
1. beddað eða látið gera það fyrir þig
2. dauðhreinsað hlaupið að innan með koparhreinsi, ótrúlegt hvað safnast í það
3. Athuga og létta gikkinn eins og þorandi er...
Ég tók minn í yfirhalningu (Anschutz .222 á svipuðum aldri) og náði fínum árangri með að ná grúbbunum í ásættanlega stærð.
kv Sigurþór
Skrifað þann 10 March 2013 kl 20:48
|
heimirsh
Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 12 August 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Þetta er nú bara fínn árangur...
Hvaða tegund og cal er þetta og hvernig sjónauka ertu með, svona fyrir forvitnissakir?
kv
Heimir
Skrifað þann 11 March 2013 kl 11:39
|
guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Heimir já ég er bara nokkuð sáttur, þetta er gamall þungur Sako Vixen 222, Sjónaukinn er Sightron SIIISS 8 32 56. kv Vagn I
Skrifað þann 11 March 2013 kl 16:47
|
guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Hverjar eru ykkar uppáhalds hleðslur fyrir 222?
það virðast vera einhverjir hérna sem eru með cal 222. eruð þið tilí að deila uppáhalds hleðslunum ykkar? Og þá þeirri riffil tegund sem þið eruð með?
kv Vagn I
Skrifað þann 11 March 2013 kl 22:13
|
guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Hnulli ertu til í að gefa upp hleðsluna þína?
Sukitor jú ég hef heirt fleiri segja að þessar borat tayl kúlur fari Sakoinum ekki vel og ég er þér sammála en hvað þá ?
Skrifað þann 11 March 2013 kl 22:15
|
Hnulli
Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Sæll
...ég er að skjóta 6.5-.284.... svo því miður geturu held ég ekki nýtt þá hleðslu neitt..
kv.Hnulli
Skrifað þann 11 March 2013 kl 22:17
|
guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
ok, en samt takk
Skrifað þann 11 March 2013 kl 22:37
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Ágæti félagi Vagn!
Kannski get ég hjálpað þér eitthvað.
Hefi skotið um 7000 skotum úr þessu frábæra kalíberi .222 Remington.
Ég hef það fyrir reglu að birta ekki hleðslur á spjallborðum..það er bara ég.
En þér er velkomið að senda mér póst á : magnuss183@gmail.com.....
eða hringja ...611 - 5489..... og við getum rætt málin .
Megi þér ganga sem allra best!
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s Það virðist vera einhver míta í gangi hélr á landi
að ekki sé hægt að nota Boat Tail kúlur í .222 SAKO!!
Ég hefi átt fjóra slíka riffla...og engin þeirra hafði heyrt
þessi undarlegu tíðind....og skutu þessari kúlu lista vel??
Skrifað þann 11 March 2013 kl 22:59
|
guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Sæll Magnús og takk fyrir, þú færð Póst. kv Vagn I
Skrifað þann 11 March 2013 kl 23:14
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Áæti félagi Vagn!
Þú ert velkominn!
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 11 March 2013 kl 23:32
|
Sukithor
Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Það eru til flatbase - kúlur sem eru þá eins og nafnið segir með flatann botn ,
vandinn er bara að finna þær með þeim eiginleikum sem við viljum þær.
Hornady V-max eða SP og Nosler eru eitthvað með þetta, skoðaðu Nosler hjá Hlað man ekki í augnablikinu hvort Sierra er með eitthvað...
Er núna að skjóta 50 Nosler með plastodd og er nokkur sáttur...
hleðsla um og yfir 21 grain af N130 púðri...
kv Sigurþór
Skrifað þann 13 March 2013 kl 21:45
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Sukithor skrifar:
Það eru til flatbase - kúlur sem eru þá eins og nafnið segir með flatann botn ,
vandinn er bara að finna þær með þeim eiginleikum sem við viljum þær.
Hornady V-max eða SP og Nosler eru eitthvað með þetta, skoðaðu Nosler hjá Hlað man ekki í augnablikinu hvort Sierra er með eitthvað...
Er núna að skjóta 50 Nosler með plastodd og er nokkur sáttur...
hleðsla um og yfir 21 grain af N130 púðri...
kv Sigurþór
Ágæti félagi Sigþór!
Takk fyrir þetta innlegg.
Þegar ég var mikið yngri skaut ég .222 Remington sem engin væri morgundagurinn!!
Ég átti fjóra SAKO Vixen riffla þangað til ég endaði á Remington 40XBR.
Allir SAKO rifflarnir voru Heavy Varmint Barrel útgáfan. Fínir rifflar!
En engin þeirra nálgaðist Remington 40XBR riffilinn hvað nákvæmni varðaði!
Kannski réði hér mestu að SAKO rifflarnir voru allir með Hammer Forced hlaupum
en Remingtoninn með button riffluðu hlaupi.
En nú er ég sem oft áður kominn langt út fyrir það sem ég ætlaði að ræða um ...
en það sú míta sem gengur ljósum logum hér á landi að ekki sé hægt að
skjóta BT kúlum í SAKO .222!!!??
Byrjum á byrjuninni...það er oft góður staður til að byrja á.
Hvers vegna eru menn að puða við að gera BT kúlur?
Einn auka die til viðbótar.
Það er vegna þess hversu erfitt er að fá pressuhringin á FB kúlum réttan.
Hvers vegna er það? Það er vegna þess að því lengra jackettið er..því erfiðara
er að halda því í réttu máli. Þar kemur BT conceptið inn!!.
Í BT hönnunini er síðustu (verstu) 2 - 4 mm sleppt vegna þess að á þessu
svæði, í stað þess að forma FB botn kúlunnar, er búin til 11 - 13 gráðu Boat Tail
sem ekki snertir hlaupið. Til viðbótar þeirri staðreynd að lakasti hluti jacketsins
snertir nú ekki hlaupið ...þá hækkar BC stuðull kúlunnar lítillega við þessa leikfimi!
Með vinsemd
Magnús Sigurðsson.
Sem hefur gríðarlega gaman af svona pælingum!
Skrifað þann 20 March 2013 kl 21:00
|
Poldinn
Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: grúbba eða ekki grúbba.
Sælt
Þetta er athyglisvert að lesa. Þarna kom Magnús á mig marflatan enda er ég "bara"einfaldur BR maður...ekkert á bak við hurð !
Skrifað þann 20 March 2013 kl 21:53
|