Haglabyssuskot

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir. Hvað telja menn vera bestu kaupin í haglabyssuskotum, gæsaskotum, þessa stundina.

Er vanur að taka alltaf rauðu frá Hlað nr.4-42g.

Hafa menn skoðun á þessu? Prófað eitthvað annað, dýrara eða ódýrara.

kv.

Tags:
Skrifað þann 14 August 2012 kl 13:58
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Haglabyssuskot

Ég hef prófað dýrari týpurnar t.d. Fiocchi, win ofl Þau eru öll góð og steindrepa. Hlað skotin eru fín og ég er einnig ánægður með Hull

Skrifað þann 14 August 2012 kl 14:32

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

Þarna gildir að prófa sjálfur hvað hentar þeirri byssu sem nota skal,það sem virkar vel hjá einum þarf ekki að skila sömu ákomu í næstu byssu.
Sú einfalda aðgerð að fara á skotsvæði með nokkrar gerðir af skotum og mismunandi þrengingar og skjóta á spjald til að sjá ákomu leiðir oft í ljós aðra niðurstöðu en búast mátti við smiling

Mbk.
Guðmann
Skotf.Markviss

Skrifað þann 14 August 2012 kl 18:26

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

Og þá er einmitt vandamálið; hvar er hægt að fá að skjóta á skífu og prófa ? Löglega ;)

Skrifað þann 14 August 2012 kl 22:56

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

Sammála Guðmanni nr 1.2 og 3 er að prófa skotin. Það er boðið uppá þessa þjónsutu á skotsvæðum Markviss og Skotfélagsins Ósmann eftir því sem ég best veit. veit ekki með aðra velli.

Kv
Indriði

Skrifað þann 15 August 2012 kl 0:37

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

Takk fyrir svörin herramenn. Já, auðvitað best að gera það: kjóta á skífu og prófa. Ég var svona meira að fiska eftir því hvort menn hefðu verið að finna mun á ódýrari og dýrari skotunum. Þar að segja eins til dæmis þeim sem er hægt að kaupa ódýrast í Ellingsen á rúman þúsund kall pakkann, Hlað skotin eru svona milli dýr og svo er auðvitað hægt að fara í einhverja geðveiki eins og Remington Nitro Magnum á 5.500 eða hvað þau kosta.

kv.Ásgeir

Skrifað þann 15 August 2012 kl 10:28

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Haglabyssuskot

Áður en þú ferð í geðveikina. Patern skjóttu. Talaðu við eitthbvert skotfélag og ég er viss um að ef þeir eru ekki með aðstöðu geta þeir verið þér innan handar.
Ekki kaupa dýrasta og fínasta bara verðsins vegna.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 18:44

Eyja

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

Já.... Ég hef reyndar notað Dimond Gold skotin frá Hlað með góðum árangri um árabil....

kv hr Hurðarbak

Skrifað þann 15 August 2012 kl 20:17

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Haglabyssuskot

Gleður mig að sjá skrif þín Hurðarbak. Ég var farinn að óttast að þú myndir ekki skila þér frá gamla spjallinu.

Og til að taka af allan vafa. Hé er ritað í einlægni en ekki kaldhæðni.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 21:41

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

en hvað segja menn um Hull solway, 50 gr. skotin? mér ákotnaðist 3 pakkar af þessu, og er að velta fyrir mér hvort þau virki? ekki nema 2500 pakkinn held ég..

Skrifað þann 15 August 2012 kl 21:42

Eyja

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

Jú.... Hanagal.... þetta eru eflaust fínustu skot.... En ég tæki Dimondinn.... Og Silver...... Takk fyrir atlotið..... Reyndar gekk illa að komast inn og þar á endanum fékk ég svona gaypride notandanafnið Eyja..... En ég vona að Administratorinn ráði við að sveigja það til fyrir mig.....

Nú er nafnlaus auminginn
nánast út á þaki
Síðast verslings sveitunginn
sást að Hurðarbaki

kv hr

Skrifað þann 15 August 2012 kl 22:03

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

með solway skotin það er bara að prófa að pattern skjóta en því miður þá eru örfá skotsvæði sem bjóða uppá þetta og ástæðan er sú að það er bundið í leyfin hjá flestum fyrir svæðin að haglastærð er 7-8 og hámarks hleðsla 28gr og þá hafa svæðin ekki leyfi til að leyfa mönnum að pattern skjóta veiðiskotum.
Sem er skrítið að það er hamrað á við alla sem taka skotleyfi og veiðikortið að pattern skjóta og svo er það ekki mögulegt.

Kv
Indriði

Skrifað þann 16 August 2012 kl 0:47

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

Sæll Hr Hurðarbak.

Ég er að noga sama notendanafn og aðgangsorð og var á gömlu síðunni.

Þitt ætti einnig að virka.

JAK

Skrifað þann 16 August 2012 kl 0:51

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuskot

Hjálmar til dæmis hefur í gegnum tíðina slysað niður nokkrar gæsir.

Það er ekki vegna þess að hann hafi patterntestað öll skot í heiminum og fundið út hvað er "best"

Hann bara hittir. (Svona af og til)

Það er mjög vanmetið að hitta og ofmetið að vega og meta skot.

Skrifað þann 16 August 2012 kl 2:33

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Haglabyssuskot

Varðandi það að pattern skjóta.
Þegar maður les leiðbeiningar á erlendum vefsíðum þá hef ég séð eftirfarandi: (í lauslegri þýðingu)
Benchrestaðu haglabyssuna
Skjóttu minnst 10 skotum með hverri skotgerð
Það gera kannski 80 blöð
Taktu meðaltal og bla bla bla

Þegar ég er að tala um að pattern skjóta þá er ég að meina að standa ca 35 metra frá og plaffa á spjald Gera þetta 5-6 sinnum og málið dautt.
Svo er ekki nóg að patternið sé fínt og flott, höglin þurfa líka að bíta. Ég heyrði frá manni sem er vanur skeet og veiðimaður. Hann skoðaði þetta einhverntímann og komst að því að t.d Hlað patriot og Remington væru að gera best í þeim efnum.

Skrifað þann 16 August 2012 kl 11:52

joiw

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 16 August 2012

Re: Haglabyssuskot

Græðið miklu meira á því að fara á skotsvæði og æfa ykkur vel á leirdúfum. Það skilar fleiri fuglum í skottið.
Kv.joiw

Skrifað þann 18 August 2012 kl 1:26

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Haglabyssuskot

Hmm já það er þetta með skotsvæðið. Það er eins með skotfimi eins og golf, tennis eða aðrar íþróttir. Sú skytta sem æfir sig mest á skotvelli er líklegust til að koma heim með bráð. Þegar ég er að taka þátt í hinum og þessum umræðum um dreifingu hagla, merki, haglastærð og svo framvegis. þá er það umræða að því gefnu að menn geti hitt með byssunni sinni. Heimsins bestu skot með heimsins bestu byssu skila litlu ef skyttan er léleg, svo einfalt er það.
Og satt best að segja, ég hef aldrei þurft frá skotvelli að hverfa sökum þess að komast ekki að. Það gerðist hins vegar oft í golfinu þá stuttu stund sem ég reyndi að stunda það.

Skrifað þann 18 August 2012 kl 19:26