Haglaskot ( af því að ég hef ekket að gera í kvöld)

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Vonandi tekst að setja þetta inn sem viðhengi, ef ekki bið ég vefstjóra að fjarlægja þráðinn.

Eftirfarandi tengill:
http://www.skotvis.is/index.php?option=com_content&view=article&id=...
Birtist í skotvís 19. ágúst 2004, greinin er skrifuð af Ívari Erlendssyni.

Það sem ég gerði við þessa grein er að taka töflurnar hans Ívars þar sem hann var að hraðamæla hin ýmsu skot, setti þær í Excel og lét reiknirinn sortera skotin frá mesta meðalhraða niður í minnsta, auk þess sem ég hef mesta og minnsta hraða með.
Að öðru leyti hvet ég menn til að lesa greinina í heild sinni. Taflan sem ég vann uppúr þessu er bara til frekari glöggvunar.

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 14 August 2012 kl 23:43
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglaskot ( af því að ég hef ekket að gera í kvöld)

Í töflunni hægra meginn er tekið fram að Hlað Rauð séu með mestan meðalhraða 1425 en sá hraði tilheyrir Hull skeet skotum sem eru línu ofar.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 10:40

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglaskot ( af því að ég hef ekket að gera í kvöld)

Sæll silfraði refur.

Þetta er fróðleg og skemmtileg lesning en eins og kemur fram hjá þér eru þetta upplýsingar frá 2004 og því verður að skoða þær með hliðsjón af því.

Búast má við að margir framleiðendanna hafi breytt íhlutum skotanna hjá sér, t.d. púðri svo að ekki er víst að sömu niðurstöður fengjust í dag. smiling

Það er gaman að "Ríkisskot Íslands" , Hlað skotin komi svona vel út úr þessarri könnun svo að notkunin á þeim hjá manni er ekki út í hött.grin

JAK

Skrifað þann 15 August 2012 kl 10:59

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Haglaskot ( af því að ég hef ekket að gera í kvöld)

Sæll Byssur info takk fyrir ábendinguna.
Jak, jú það er rétt en ég veit bara ekki um nýrri rannsókn og henti þessu inn í staðinn fyrir ekki neitt. Aðallega umræðunnar vegna.
Það var tvennt sem vakti athygli mína. Hlað skotin eru að virka vel og eins eru Hull skotin mjög stöðug og fín. Það sem hugsanlega vantar þarna er að pattern skjota þessum skotum og sjá hvernig þau eru að gera sig í mismunandi byssum. Ég fyrir mitt leyti er búinn að heita á mig að kaupa pakka af vel völdum skotum. þ.e Hlað, Islandia, Rio Hull, Fiocchi Rem og Win til að geta séð svart á hvítu hvað er i gangi í dreifingunni.

p.s er einhver sem veit hvort að "íslensku" Islandia skotin og Elay eru í raun sömu skotin? Mér skilst að þau séu framleidd í sömu verksmiðju

Skrifað þann 15 August 2012 kl 12:02