Handsjónaukar

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

sæl öll. Geri ráð fyrir að handsjónaukar hafi verið ræddir í þaula á spjallborðinu áður, ég get bara ekki leitað á þessu spjallborði, hvers vegna veit ég ekki.

Ef ekki er í fjárlögum fjárveiting fyrir því að setja hönd og/eða fót fyrir góðan handsjónauka, segum 10x40, (hef kíkt í gegnum Zeiss en hef ekki efni á þeim), hvaða sjónaukar sem til eru á skerinu eru góðir? Hef kíkt í gegnum Bushness og Minox sjónaukana.

Tags:
Skrifað þann 16 September 2012 kl 22:22
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Þegar stórt er spurt þá verður fátt um svör. Ég hef lengi ætlað að fá mér almennilegan
sjónauka í þessum stærðarflokki en eftir að hafa horft í gegnum Zeiss og Leica þá finnst mér einhvern
veginn allt frekar dapurt í samanburði,(þ.e. sjónaukar á viðráðanlegu verði). Spurning hvernig Meopta
handsjónaukarnir eru,og þá kannski Weaver og Kaps.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 16 September 2012 kl 22:43

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Sæll, skoðaðu Nikon sjónauka. Þeir eru með þeim stærstu í framleiðslu á linsum og glerjum fyrir þær, ef mér skjátlast ekki því meir awkward Ég get mælt hiklaust með þeim. Ég á Bushnell 10-22x50 og vinur minn á Nikon með sömu stækkun og gæða-munurinn er töluverður Nikon í hag.
Ég geri þessi mistök allavegana ekki aftur( í bráðconfused ).
Heimilistæki eða ht.is eru með 8x40 og 10x50, prófaðu að fá að horfa í gegnum þá og hvernig þér líkar við þá.

Kveðja Keli

Skrifað þann 16 September 2012 kl 23:11

Ingaling

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Ég myndi einnig skoða Sightron sjónauka sem skyttan.is er að selja. Þeir eru víst mjög góðir þar að segja verð vs gæði...
Eitt sem ég myndi skoða sérstaklega er notkunin. Hvort þú ætlar að ganga með hann á rjúpu eða hafa hann í bílnum til að spotta bráð, því þá skiptir þyngdin töluvert. Ég nota td ekki sama sjónauka á rjúpu og gæs, er með léttan Minox 8x30 sjónauka i rjúpuna sem viktar um 400gr. á móti að Zeiss-inn er tæpt kíló! (880gr) og ég nenni sko ekki a vera með hann hangani á hálsinum allan daginn, kallar bara á vöðvabólgu... ;)

Skrifað þann 16 September 2012 kl 23:51

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Handsjónaukar

Er með Meopta 8 * 56 og mjög ánægður með hann
kv.Ingvi

Skrifað þann 17 September 2012 kl 9:23

Benni

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Skoðaðu Meopta handsjónaukana, hef skoðað bæði ódýrari og dýrari línuna frá þeim og komu þeir verulega á óvart og held það sé erfitt að toppa þá verð vs gæði.

Skrifað þann 17 September 2012 kl 9:25

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Mæli með því að skoða Vortex sjónaukana (bæði hand- og riffilútgáfur). Veit reyndar ekki hvernig þeim hjá Hlað gengur að fá þá sjónauka en ég pantaði mér að utan og fékk á mjög sanngjörnu verði.

Fékk mér Vortex Talon HD 10x42. Var með hann og sambærilegan Zeiss (að öllu leiti nema verði) í hreindýraveiði og Vortex-inn gaf Zeiss-inum lítið eftir. Þetta er allt spurning um hvað þú ert tilbúin/n að borga fyrir merkið og örlítið meiri gæði.

Mynd af græjunni:

Skrifað þann 17 September 2012 kl 10:17

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

+1 á Vortex. Athugaðu í Hlað eða einhverja af USA netverslunun.

Skrifað þann 17 September 2012 kl 10:49

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Þú grætur bara einusinni þegar þú kaupir Zeiss smiling

Ég var með gamlan asco fyrir mörgum árum.
Ívar félagi var með Zeiss. Eftir að hafa horft í gegnum Zeissin þá skildi ég Tascoin eftir viljandi á vörðunni!

Hef verið stoltur Zeiss eigandi allar götur síðan.
Horfði í gegnum nokkra sjónauka í haust .
var sáttur við Meoptu og Nikkon.
Annað voru mest einhver stækkunargler sem virkuðu bara við björtustu skilyrði.
Prófaði ekki Vortex!

Annað er stækkun og stærð á safngleri.
Ekki fara í leikhúskíki það slökkar á þeim þegar dimmir!
Ekki fara í meiri stækkun en ca 12.
Tíbrá og ervitt að halda þeim þegar þú þreytist!

Sparaðu og farðu í alvöru sjónauka.

E.Har

Skrifað þann 17 September 2012 kl 11:58

carlos

Svör samtals: 62
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

STEINAR eru fin.....

Skrifað þann 17 September 2012 kl 13:39

Molinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Fínir sjónaukar sem koma fast á hæla þeirra bestu (Zeiss, Swarovski og Leica) myndi ég nefna Kahles, Minox, Meopta og Kaps. Ég tæki svona sem alhliða sjónauka 8x42 frekar en 10x42 því hann er bæði bjartari og stöðugri í hendi......alls ekki kaupa þér handsjónauka sem er með stillanlegri stækkun t.d. 10-20x50 eða eitthvað í þeim dúr....það er algjört drasl !

Skrifað þann 17 September 2012 kl 15:50

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

E Har: manstu nokkuð hvar varðan er ? ;) . Takk fyrir svörin. Ég kem til með að nota kíkinn bæði á göngu og í aðra notkun, svo betra að hann sé léttari en þyngri, en þó skipta gæðin mestu.

eitt enn: er það ekki stærð safnglersins sem ræður mestu með hversu bjart er yfir kíkinum? ekki stækkunin per se.

Skrifað þann 17 September 2012 kl 15:57

Molinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Þetta fer fyrst og fremst eftir gæði glerjanna hversu mikið ljósmagn þú færð og svo er það ljósopið..........þ.e. mannsaugað getur mest greint 7mm ljósop. T.d. 8x56mm gefur þér 7mm. Í eins handsjónauka þá hefur 10x42 4.2mm ljósop en 8x42 gefur þér 5.25mm sem þýðir að 8x42 er bjartari. 10x50 gefur þér 5mm o.s.frv. Þumalputtareglan er.... því meiri sem stækkunin er því dimmari verður sjónaukinn.

Skrifað þann 17 September 2012 kl 16:22

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Handsjónaukar

Var að vafra um veraldarvefinn í handsjónaukapælingum þegar ég rakst á þessa grein, var sum sé að athuga hvað bak4 væri í sambandi við sjónauka, þá kom upp þessi greinhttp://www.chuckhawks.com/binocular_basics.htm... og það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði lesið svipaða grein líkl. árið 1998, þegar ég var að athuga með sjónauka. Mig vantaði þá vatnsheldan sjónauka þar sem ég var þá nk. á kayak. Fann þá í einni REI verzlun í Chicago mjög fínan og nettan sjónauka sem mig minnir að hafi verið frá Nikon. Þeim sjónauka var svo stolið frá mér hér heima á Íslandi nk. árum síðar. Hefur vonandi þjónað nýjum "eiganda" vel ;). Keypti mér þá no name sjónauka (frá Astro, merki sem ég hef ekki rekist á síðar, enda var sá keyptur á Grænlandi) 8x35, sem var fínn líka. Dugði mér ágætlega þar til að líklega hefur losnað linsu-"eliment" því hann er orðinn rangeygður núna ;). Það er ekki hægt að fá viðgerð á hann hér á landi enda líklega miklu dýrara en kíkirinn sjálfur. Báðir þessir kíkjar mínir hafa verið með porro linsum, þ.e. ekki með beinni sjónlínu frá auga og út um safnglerið, heldur er ljósinu varpað nk. sinnum með 90¨ horni þar til það nær til augans. Man að ég keypti þann fyrri vegna þess að ég hafði lesið að porro linsur hefðu betri optic. Það kemur lika fram í greininni sem linkurinn er á. En allir þeir kíkjar sem eru hér til sölu, eða nánast allir, eru með roof prism - bein lína frá safngleri til auga. Líka þeir "bestu" skv. vörumerkjum og verði. Hafa Hlaðverjar einhverja skoðun á þessu og /eða samanburð á milli linsutegunda?
Já og eitt enn: í amk. sumum Minox sjónaukunum er argon notað sem "móðuvari", Jóhann í Ellingsen meinar að þar sem það sé með stærri molikúl en nitrogen, diffunderi það verr úr sjónaukanum og þessi eiginleiki haldi sér betur. Geri þá ráð fyrir að það þýði að bæði nitrogen og argon geti diffunderað úr sjónaukunum og móðuvarnarfunctionin versni því með árunu. Hvað segja þeir sem eiga rándýru sjónaukana og hafa átt í mörg ár um þetta. Þess má geta að milli rúðanna í tvö- eða þreföldu gleri í húsum er einhver lofttegund sem er notuð sem hitaeinangrun, en það ku hverfa lika með tímanum. Einhver sagði mér svona 15 ár eða svo. Hvernig er endingin á þessu atriði með sjónaukana?

Skrifað þann 9 October 2012 kl 14:15