Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Nú er lokið heimsmeistaramóti í BR skotfimi í Ástralíu.

1. USA Team 2 – 0.2230 MOA
2. Australia Team 1 – 0.2441
3. Australia Team 3 – 0.2463
4. Australia Team 2 – 0.2635
5. Canada Team 1 – 0.2678

Það vekur óneitanlega athygli að þetta mót er algerlega
sniðgengið á leiðinlegustu síðu Internetsins, síðu Skotfélags Reykjavíkur
þrátt fyrir þá staðreynd að þessi keppnisgrein er á dagskrá þess félags.....
sem og Skotsambands Íslands!
Á síðu SR er fylgst náið með haglabyssu og skammbyssumótum um víðan
völl og er það vel!
Okkar mönnum hefði mátt ganga betur...en takk fyrir þáttökuna og gangi
ykkur sem bezt í framtíðinni!!
Einhver sem kýs að kalla sig Long Rifle spyr hver er að skjóta BR í dag.
Það geri ég...á 1200m einkavelli..í boði látins vinar.
Kannski getur einhver þarna úti sagt mér: Hverjir eru í rifflanefnd SR?

Magnús Sigurðsson
magnuss183@gmail.com.
Ps. Long Rifle spyr hver var að skjóta Benchrest 1969.....
Þar gerðu Jónas Hallgrímsson fyrsti heiðursfélagi Skotfélags Reykjavíkur,
Otto Carlsen, Kári Jón Halldórsson og Magnús Sigurðsson.
Seinna kom í okkar hóp sá góði drengur Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson,
sem, ásamt undirrituðum beitti sér fyrir stonfun Skotsambands Íslands.
(sjá mynd á síðu Skotfélags Reykjavíkur).
Ef ég man rétt var Skotsambandið fornlega stofnað 16. febrúar 1979.
"Long Rifle" hvað hefur þú gert, ef eitthvað til að, til að greiða götu
riffilskyttna gegnum tíðina?
Hér er hinn fullkomni vettvangur fyrir þig til að koma þínum
sjónarmiðum að.

Megi þér ganga sem allra bezt í lífinu ,minn kæri
Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson .

Tags:
Skrifað þann 27 September 2015 kl 13:33
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

Long Rifle

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Einhver biturleiki á ferð ? Hvar er þín aðkoma að uppbyggingu BR á íslandi ? Það hafa verið haldin mót í BR, hér heima sl nokkur ár, en ávallt leiðindi hjá netverjum sem komu hvergi nærri í framhaldi móta, sem segjast samt vita allt um sprotið. Hvers vegna er það ? Og þitt nöldur í garð STI og SR ? Hvers vegna ertu ekki að vinna við að koma þessari grein á það virðingastig sem þú villt ? SR og önnur félög eru opin félög, og vantar fólk sem þekkir til mála í mismnandi skotíþróttum. Sannarlega hefur gengið vel í Skeet, loftgreinum og fríbyssu. Þar er fólk sem hefur áhuga á að koma upp alvöru íþróttafólki, sem er á heimslistum í dag ! En hvar eru allir þessir snillingar, sem allt vita um BR og þá íþrótt ? Hvers vegna eru ekki sjálfboðaliðar þar að verki, eins og í öðrum alvöru skotíþrótta-greinum ? Já, hvar er aðkoma þín og ykkar sem allt vita til að koma þessari grein á landakortið ? Það gerir engin nema þið sem kunnið þetta ! Engin stofnun hefur komið öðrum greinum á landakortið, það gera þeir sem þekkja til, já eins og þú, Magnús...........
kveðja

Skrifað þann 27 September 2015 kl 16:06

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Hlaðversfélagi Long Rifle (eða hvað undir hverju dulnefni þú kýst að dyljast).

Ég átta mig ekki á hvers vegna þér er svona uppsigað við mig!?
Það eina sem ég er að gera er að reyna að hállpa byrjendum...
Það kann vel að vera að þú sért betur til þes fallinn...
þá er þitt tækifæri hér og nú!!!!
Magnús Sigurðsson
Ps. Megi þér ganga sem bezt!
Ps.2 Mikið væri gaman ef þú skrifaðið undir nafni.

Skrifað þann 27 September 2015 kl 20:17

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re:Varðar árangur ískotfimi.

Ágæti Hlaðvefsfélagi Long Rifle.

Ég sé að þú skrifar um ágætan árangur skeet og skammbyssumanna,
og er það vel.
En staðreyndin er samt sem áður sú að aðeins einn Íslendingur
hefur sett heimsmet í skotfimi...það gerði Birgir Rúnar Sæmundsson
og í hvaða grein...jú Benchrest Shooting ...met sem stóð árum saman
sett með riffli sem Birgir setti saman... með cliberi sem Birgir hannaði
sjálfur ......6 BRS. Þannig er það núsmiling

Beztu kveðjur,
Magnús.

Skrifað þann 28 September 2015 kl 10:41

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re:Varðar árangur ískotfimi.

Ágæti Hlaðvefsfélagi Long Rifle.

Ég sé að þú skrifar um ágætan árangur skeet og skammbyssumanna,
og er það vel.
En staðreyndin er samt sem áður sú að aðeins einn Íslendingur
hefur sett heimsmet í skotfimi...það gerði Birgir Rúnar Sæmundsson
og í hvaða grein...jú Benchrest Shooting ...met sem stóð árum saman
set með riffli sem Birgir setti saman... með cliberi sem Birgir hannaði
sjálfur ......6 BRS. Þannig er það núsmiling

Beztu kveðjur,
Magnús.

Skrifað þann 28 September 2015 kl 10:44

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Ágæti Hlaðvefsfélagi Long Rifle.

Þú skrifar:
"Og þitt nöldur í garð STI og SR ? Hvers vegna ertu ekki að vinna við að koma þessari grein á það virðingastig sem þú villt ? SR og önnur félög eru opin félög, og vantar fólk sem þekkir til mála í mismnandi skotíþróttum."

Ágæti Long Rifle nú veit ég ekki hver þú ert en þú virðist haldin einhverri þörf að
verja Skotfélag Reykjavíkur og Skotsamband Íslands.
Ef til vill eru innanbúðarmaður...guð einn veit.
Kannski þú getir sagt mér hverjir skipa Útirifflanefnd SR...en einmitt sú nefnd ætti að
sjá um að hin ýmsu skotmót verði haldin?
Skotfélag Reykjavíkur er eina skotfélagið á Íslandi sem hefur yfir að ráða launuðum
starfsmönnum.....þremur þegar ég síðast vissi.
Engin mót.... ekkert!!!!!
Það eru dugnaðarforkarnir fyrir norðan og austan sem halda mót ........
Sjálfum sér til mikils sóma og okkur hér á Mölinni,með milljóna fjárfestingu í skotvelli,
til mikillar minnkunnar.....svo vægt sé til orða tekirð!

Magnús Sigurðsson
P.s. Hverjir skipa Útirifflanefnd SR 2015?
Ps.2 Hvaða BR mót hefur STÍ skipulagt 2015?
Til hvers heldur þú að STÍ hafi verið stofnað?
En KSÍ, KKR eða HSÍ?

Skrifað þann 28 September 2015 kl 13:40

Long Rifle

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Benchrest Forever...
Þér er það sjálfsagður hlutur að benda á alla og allt í kringum þig, en gleymir sjálfum þér.
Menn sem hafa svona mikið að gefa, eins og þú segir sjálfur, hversvegna ertu ekki í fremstu röð þeirra sem vinna við að halda Benchrest á landakortinu ?
Eins og ég nefnir áður, einstaklingar í hinum ýmsu félögum koma greinum á koppin og viðhalda þeim. Nú síðast 300 m ISSF greininni.
Þú sem hefur starfað svona lengi í SR, hversvegna er þitt áhugamál ekki í betri farvegi en nú ?
kveðja.

Skrifað þann 28 September 2015 kl 14:00

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Minn ágæti félagi Long Rifle !

Hættum þessu !!
Verum frekar í góðu sambandi!!
Gerum það sem við getum til að bæta bæta ástandið!
Ef þú ert til þá ér ég til!!
Ágæti félagi reynum að stuðla að betri riffilmenningu fyrir okkur alla!!
Hafi ég móðgað þig á einhvern hátt byð ég þig afsökunar.

Megi þér ganga sem bezt, minn kæri

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 28 September 2015 kl 17:46

Long Rifle

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Orð í tíma töluð, Magnús
- án samstöðu skotmanna, hafa okkar andstæðingar yfirhöndina og benda á endalausa ósamstöðu og illindi meðal okkar. Þetta eina atriði hefur komið í veg fyrir framþróun skotíþróttarinnar, þó svo skotfélögin og STI hafi unnið frábært verk, sjá sl Smáþjóðaleika. Ef áhugamenn um Benchrest sameinast um, ekki annað en að "halda kjafti" smiling á vefmiðlum, mundi virðing þeirra og vegur aukast verulega. Þessi skrif um nöldur, klögumál og á stundum níð, fer í taugarnar á íþróttayfirvöldum. Til að ná árangri í BR og öðrum greinum, þurfa menn að standa saman, og senda einsleit skilaboð út á netið á jákvæðan hátt. Allar deilur koma niður á skotíþróttinni, hjá íþróttayfirvöldum og almenningi. Já, hver vill koma inn í samfélag þar sem allir eru á móti öllum.
Nei, Magnús, engin móðgun, bara áhugi um að koma skotíþróttinni á réttan kjöl !
Kveðja, Long Rifle...

Skrifað þann 28 September 2015 kl 19:24

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Ágæti félagi Long Rifle.

Takk fyrir góðar kveðjur!
Ég heiti Magnús Sigurðsson
magnuss183@gmail.com
Verum í sambandi!

Með beztu kveðjum.
Magnús.

Skrifað þann 29 September 2015 kl 20:44

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

það hafa oft verið leiðindar skrif hér á spjallinu en af þessum skrifum ykkar þikist ég sjá að menn eru að ná saman og það er vel Kv Vagn I

Skrifað þann 30 September 2015 kl 10:42

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Ágæti Hlaðvefsfélagi Vagn.

Takk fyrir þetta..minn kæri ...Reynum að halda Hlaðvefnum málefnalegum og á og þeim
vettvangi þar sem við sem getum við skiptust á skoðunum ..hverjar þær kunna að vera!!

Megi þér og þínum ganga sem allra bezt!!!!
Með beztu kveðu .
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 30 September 2015 kl 16:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hver er Long Rifle?

Má ég spyrja... hver er Long Rifle?
Kannski erum við málkunnugir,kannski vinir, og tóm vitleisa að vera rífast um keisaranns skegg!!??

Með vinsemd,
Magús Sigurðsson

Skrifað þann 30 September 2015 kl 16:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistaramót í Benchrest Shooting.

Ágætu Hlaðverjar!

Eigum við að taka okkur á..og vera kurteisir hér á vefnum...
þetta á við mig ekki síður en þig... hver sem þú kannt að vera???
Eigum við að að taka okkur taki?

Reynum að halda þessum góða vef gangandi!

Með beztu kveðjum,

Magnús,

Skrifað þann 30 September 2015 kl 20:19