Heyrnaskjól

kolbeinsson

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sæl öll,

Hvaða reynslu hafa menn af heyrnaskjólum með umhverfishljóðnema? Er ein tegund betri en önnur? Gruna Peltor um að vera flaggskipið í þessar flóru en hvernig hafa hin merkin verið að reynast?
Finnst einn til tveir tugir þúsunda vera lítið gjald fyrir heyrnina.

Tags:
Skrifað þann 3 October 2012 kl 12:16
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Heyrnaskjól

Ég held að ég geti sagt þér með nokkurri vissu að Peltor deyfir líka vindgnauð en mörg ódýrari merki gera það ekki. Það hefur eitthvað að gera með staðsetinguna á mikrofon. Sjálfur er ég með Champion sem kosta um 12000 í Vesturröst og þau virka fínt, deyfa umhverfishljóð en þú heyrir tal og reyndar gæsakvak mjög vel. Peltorinn er hins vegar öðrum 12000kr dýrari og ég held að það sé hverrar krónu virði

Skrifað þann 3 October 2012 kl 13:28

spazmo

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

deben eru líka mjög fín.
þau eru þunn og þvælast því lítið fyrir.

kv. Grétar

Skrifað þann 3 October 2012 kl 17:07

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

Sælir/ar.

Hef verið með Peltor Sport Tac í nokkur undanfarandi ár. Þau hafa aldrei bilað og rafhlöðuendingin er mjög góð. Braut einu sinni eina plaststöngina á þeim. Fékk nýja senda eins og skot þannig að það virðist ekki vera vandamál með varahluti hjá Dynjanda.
Og eitt til sem hlýtur að vera kostur fyrir þá okkar sem þurfa að nota heyrnartæki dags daglega eins og veiðifélagi minn. Þessi tæki virka afar vel sem heyrnartæki fyrir hann á veiðum ( þegar hann getur ekki verið með hin tækin )
Síðn er hægt að skifta um ytri skeljarnar til þess að skifta um lit á hlífunum. Úr grænu í orange.

Kveðja, JP

Skrifað þann 3 October 2012 kl 20:05

siggibess

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

sá í einum þætti af fieldsport britain (sem eru á youtube) þegar var fjallað um svona heyrnartæki sem breska ólympíuliðið í skotfimi var að fá til notkunar. Það var bara alveg eins og venjulegt heyrnartæki þ.e. svona eins og þeir sem eru heyrardaufir nota. Þá kom bara sérfræðingur á þessu sviði og tók máta af viðkomandi eyra, svo var fræst úr stykkinu og svona magnari settur í. Virtist virka alveg eins og svona heyrarhlífar sem veiðimenn eru að nota en taka nánast ekkert pláss. ekkert vesen að vera með húfu eða neitt slíkt óþarfa bögg. Verst er að ég var búinn að finna síðuna hjá þeim sem framleiða þetta tiltekna tæki en týndi því svo og hef ekki fundið síðan. Sem er miður. Held að þetta sá alveg það sem maður ætti að skoða ef maður fyndi þetta. Hægt að velja úr mörgum litum og samsetninum. Vonandi finnur maður þetta aftur eða einhver hérna inni sem er tilbúinn að deila því með okkur hinum.

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:10

kolbeinsson

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

http://www.amazon.com/Surefire-Christensen-Signature-Series-Earplugs/dp/B0044QAKHO/ref=zg_tr_3413521_28
Þessir tappar fengust í Garmin búðinni í fyrra. Hef ekki séð þá til sölu neinsstaðar þetta haustið. Veit ekki hvernig þeir voru að koma út hjá mönnum.

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:46

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

hef verið að nota tappana frá Garmin búðinni á skotsvæðinu síðasta árið, snilldar tappar og deyfa hljóðið úr 300 win mag nægilega mikið til að maður finnur ekkert fyrir því að skjóta 20 skotum í röð.
samt heyrir maður tal mjög vel.

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:49

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

Siggi Bess.
Tapparnir sem þú ert að tala um eru frá Cens Digital smiling
http://www.censdigital.com/online_demo.html...

Ég er sjálfur að nota hlífar frá Howard Leight sem heita Impact Sport, virkilega ánægður með þær.
http://www.howardleight.com/ear-muffs/impact-sport...

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:54

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

tapparnir frá Cens eru ekki beint gefins... um 170.000kr hingað komnir....

Skrifað þann 3 October 2012 kl 22:08

siggibess

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

þakka Guðmann, akkúart það sem eg var að tala um. En já þetta er svaka dýrt.

Skrifað þann 3 October 2012 kl 22:14

Útlendingur

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

Ég væri til í að heyra í fleirum sem hafa verið að nota svona tappa eins og þá sem fengust í Garmin búðinni eða eitthvað svipað:

http://www.amazon.com/Surefire-Christensen-Signature-Series-Earplug...

Einnig væri gaman að heyra hvað menn segja um heyrnahlífarnar með hljóðnemanum á veiðum. Ég á sjálfur svoleiðis græju en nú er fimmta haustið sem ég nota þetta og eru hljómgæðin farin að verða frekar slöpp eftir að hafa blotnað ansi oft á veiðum. Er t.d. peltorinn vatnsheldur? Einnig á það til að gerast að það gleymist að slökkva og þá er þetta rafmagnslaust þegar komið er á veiðislóð. Er ég kannski bara of mikill klaufi með þetta?

Skrifað þann 5 November 2012 kl 15:32

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

það kom fram í nýlegum umræðuþræði (sem vísaði í grein á Shotgunworld.com) að jafnvel Peltorinn með umhverfishljóðnemanum (eins og allar slíkar græjur) einn og sér dugar tæpast til að dempa hávaðan af haglaskotum niður fyrir 85 dB. Mæltu með að nota eyrnatappa með þannig heyrnarhlífum. Sá reyndar í vef í gær/fyrradag einn Skotreynarmann vera að nota "heyrnartæki með foam eyrnatappa" hvar framleiðandinn sagði að hávaðaminnkuninn næmi 29 dB sem er meira en flest þessara heyrnarhlífa með umhverfishljóðnema.

Skrifað þann 5 November 2012 kl 15:56

Browning2010

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

Sælir

Hef nú ekki prufað svona fína tappa en ég fékk mér svona heyrnarskjól með umhverfis hljóðnema:

http://www.amazon.com/gp/aw/d/B001T7QJ9O...



Hef ekki notað þau mikið á veiðum (og hafa ekki blotnað mikið) en hef skotið töluvert af leirdúfum með þetta á eyrunum og get sagt það að ég finn gífurlegan mun miðað við einfalda eyrnatappa eða hvað þá heldur enga tappa yfirhöfuð. Er ekki eins þreyttur í höfðinu og laus við óþægilegt hvín í eyrunum eftir að hafa skotið mikið.

Þetta kostar ekki mikið hingað komið miðað við margt annað veiðitengt og getur bjargað heyrninni svo að maður heyri í barnabörnunum þegar að því kemur.

Skrifað þann 5 November 2012 kl 16:07

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

Ég er einmitt með svona Impact Sport hlífar frá Howard Leight og er mjög sáttur.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 6 November 2012 kl 17:20

gunnso

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heyrnaskjól

Ég er með Caldwell heyrnahlífar sem ég keypti um daginn í USA. Ég varð nú fyrir talsverðum vonbrigðum með þær þegar að vinstra eyrað datt út á veiðum og hægra eyrað byrjaði að "væla" hátíðnihljóði, líkt og að umhverfishljóð lækju úr hátalaranum í hljóðnemann. En NRR upp á 23 nægir til að slá hvell frá rjúpnaskotum niður fyrir sársaukamörk. Hljóðeinangrunin var næg sem slík.

Þetta voru ekki ódýrustu hlífarnar í BassPro, þ.a. ég undirstrika orðið vonbrigði.

Mbk.
Kristinn

Skrifað þann 6 November 2012 kl 19:47