hlaupending 6m BR

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

nú eru farin 3700 skot í gegnum 6mm BR hlaupið mitt, ég fór á skotsvæðið áðan til að klára síðustu skotin sem ég átti hlaðin svo ég gæti rifið hlaupið af lásnum en ég ætlaði að nota það til að fireforma 6ppc.

fyrir tæpu ári síðan var riffillinn að skjóta svona á 100m.



ári síðar og nokkur þusund skot þá er hlaupið að skila þessu..

100m skotið af tvífæti án bakstuðnings 0.525"



200m skotið af tvífæti án bakstuðnings 0.653"


held að ég haldi þessu hlaupi og sjái hvort hann haldi þessari nákvæmni eftir 5000 skot....

ef einhver á bút af 6mm hlaupi sem hægt er að nota í fireformun þá myndi ég þiggja það smiling

Tags:
Skrifað þann 5 January 2013 kl 15:27
Sýnir 1 til 20 (Af 25)
24 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Sæll Daníel, og gleðilegt ár!

Hlaupending er skrítið dýr!
Eitt Shilen hlaupana minna (6BR) var svo gott sem búið
eftir 1200 skot...allt 68 Berger Moly með léttri hleðslu.
Ég nota aldrei aftur Moly kúlur...tómt vesin og engin ávinningur!!
Þessa hleðslu er í lagi að að byrta á netinu því hún er
langt undir því sem gengur og gerist: 30.5 grain VV 135.
Alla jafna er ég á móti byrtingu hleðslna á netinu.
Annað 6BR hlaup, Hart í þessu tilviki, skaut viðunnandi eftir
7450 skot!!?
Enn annað dæmi; 6BR Shilen hlaup sem skaut ítrekað .250
á 200m eftir að skotið hafði verið úr því 3200 skotum!?
Niðurstaða: hvert hlaup er sérstakt og stundum er maður
heppin og stundum ekki!
Almennt er talið að cut riffluðu hlaupin endist betur....en til
hvers að nota hlaup sem eftilvill skýtur ekki vel bara af því
að það endist vel?1Það er per se náttúrulega tóm þvæla!
En Kriger og Bartlein (cut riffluð) eru bara að skjóta jafn vel og
button riffluðu hlaupin og endast betur...þar er kominn ástæða
til að skipta yfir í hinn nýja sið að mér finnst!
Svo ég reyni að svara spurningu þinni hér að ofan:
Hver er ending hlaupa í 6BR....eftir sjö hlaup og þúsindir
kúlna þar í gegn....ég veit ekki svarið

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem hangir enn í vonina að geta komið á morgun...
barnabörn..þvílík gleði þþþþvílík byrði!!

Skrifað þann 5 January 2013 kl 20:07

Halldór Nik

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Það var gömul grein eftir Tony Boyer sem var birt í PS fyrir mörgum árum og þá var hann að tala um hlaup og gæði hlaupa af 34 hlaupum sem hann var búinn að skjóta með á 7 ára tímabili þá flokkaði hann hlaupin svona:

Junk:4
Bad:4
Fair:5
Good:12
Accurate:7
Hummer:2

Bad hlaupin voru að skjóta hjá honum að meðaltali .3000-.3200 agg á 100 yrd við góð skilyrði...
Junk hlaupin .2500 agg..
Good hlaupin .2100-.2300 agg.
Accurate undir .150 á 100 yrd og um .200 á 200 yrd.
Hummer: BINGO!!

Boyer hleypti af 44.934 sinnum með þessum 34 hlaupum..

Skrifað þann 6 January 2013 kl 0:04

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Dan sig.... með fullri virðingu
Sjáðu efstu grúppuna... þetta eru o.243 kúlur og ef að kúlugatið er heilt út úr að þá getur grúppan aldrei
verið minni en 0.243" mynd er reyndar alltaf mynd.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 0:35

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

þetta lítur þannig út en er mælt með mitutoyo skífmáli og .243 dregið frá mestu breidd eins og á að gera

Skrifað þann 6 January 2013 kl 21:01

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Það er málið...... sú tala er ekki notuð, heldur raun talan.

Ef kúlan gerir 0.237" gat á tiltekinn pappír að þá er sú tala notuð. Sem sagt raun gatið á pappírnum.
Þetta gerist á ekki vönduðum pappír og eða það er raki í pappírnum.

IBS skor pappírinn sem ég nota gerir að meðaltali gat eftir 0.308 kúlu sem mælist 0.297" til 0.302" í
raun og minna ef pappírinn er rakur eða blautur. Einnig ef maður notar glært límband og límir yfir
skotmarkið (vatnsverja) þá minkar gatið verulega.
Við mælingar á skor skífum er notuð hin aðferðin og þá er raun tala kúlu notað en ekki rauntala gats.
Og þá sérðu hvers vegna sum göt ná í jaðarinn á segjum tíunni þótt kúlugatið snerti ekki hringinn.
Til dæmis í mótinu í dag að þá voru götin í rökum pappírnum stundum mun minni en þvermál kúlu
og þá þarf að vita hvaða kúlu notaði viðkomandi skytta.
Mbk.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 21:43

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

ég mæli kúluna með skífmálinu og núlla skífmálið með kúlunni stífri í því, svo mæli ég gatið þar sem það er breiðast.

ég notaði aðra aðferð áður og þá var ég skammaður fyrir það hérna og sagt að þetta væri rétta aðferðin, og það voru benchrest skytturnar sem voru að leiðrétta mig.

þessi aðferð virkar ágætlega svo hún verður notuð áfram, þessi skotmörk eru plöstuð svo rigning og önnur umhverfisáhrif breyta ekki stærð gatanna.

með minni aðferð er ég að mæla frá miðri kúlu í miðja kúlu, breidd kúlunnar skiptir engu máli uppá grúppustærð

Skrifað þann 6 January 2013 kl 21:55

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Er ekki nokkuð ljóst að stærð grúppu er mæld á milli miðra skotgata. Hitti menn gat í gat er stærðin núll; skotið hefur hitt á nákvæmlega sama stað og það næsta á undan. Því er rétt mæld grúppustærð vegalengdin milli útbrúna gatanna mínus þvermál kúlu. Sama niðurstaða fæst ef mælt er frá innbrún eins gats að útbrún þess sem lengst er frá því. Svoleiðis mældum við brúarsmiðir milli þversláa eða steypujárna; yfir og að.
Hafi nú einhverjir vitrir menn fundið einhverja aðra aðferð til að mæla grúppur, til dæmis með því að mæla milli útbrúna fjærstu gata, gefur auga leið að menn með hlaupmjóar byssur hafa verulegt forskot á hina þótt þeir skjóti ekki hótinu betur. Maður sem skyti gat í gat með .17hmr myndi þannig sigra þann sem skyti gat í gat með .416ruger. Ætli það þætti sanngjarnt?

Skrifað þann 6 January 2013 kl 22:07

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

smiling smiling

Skrifað þann 7 January 2013 kl 9:58

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Dansig þú ert ekki að mæla miðju í miðju.
þú gasprar það mikið að það er tímabært að þú gerir þetta rétt.
Mbk

Skrifað þann 7 January 2013 kl 11:04

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Siggi þú varst ekki viðstaddur þegar þetta var mælt svo vinsamlegast slepptu því að halda því fram að ég sé að ljúga eða kunni ekki á skífmál, annað er hrein árás á mannorð mitt og hitt er svívirðing við mig sem iðnmeistara.

Ef þú vilt þá er þér velkomið að kíkja heim og mæla þetta sjálfur, þangað til máttu halda þínum ranghugmyndum fyrir sjálfan þig !

Ekki er ég að ráðast gegn þér sem fagmanni í þinni grein eða að mannorði þínu og fer ég fram á það sama frá þér !

Skrifað þann 7 January 2013 kl 14:41

DanielG

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 7 January 2013

Re: hlaupending 6m BR

Mælingar á fyrstu 2 myndunum eru nú augljóslega rangar samt.

Það mælist engin grúbba undir .2 með töluvert bil milli þeirra tveggja gata sem eru fjærst hvoru öðru.

Annars flottar grúbbur eftir mörg skot, sérstaklega á 200m

Skrifað þann 7 January 2013 kl 15:12

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Og hvað varð um þennan þráð? Hverfa þeir bara upp úr þurru?

Skrifað þann 7 January 2013 kl 20:51

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: hlaupending 6m BR

Tek undir þessa spurningu, þ.e. varðandi Áramótaþráðinn hinn fyrri sem hvarf.
kv. Magnús Sigmundsson

Skrifað þann 7 January 2013 kl 22:16

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

...sælir félagar

Ætla ekki að punda meira á þig byssur um hvernig þú reiknar út grúppurnar þínar, en var að spá,
helduru að þessi tvö pör af spjöldum segi nokkuð um hver hlaupendingin er.

Mitt mat er að það fáist tæplega

Kv.hnulli

Skrifað þann 7 January 2013 kl 23:22

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Hnulli, þessar myndir sýna mikið um núverandi ástand hlaupsins.
Lóðréttar grúppur eins og 200m grúppurnar er yfirleitt hægt að skrifa á annað en hlaupið.
Það eina sem vantar í þessa jöfnu er hvað þarf að þrífa hlaupið oft.
Ég veit um hlaup sem gat skutu meðan að þau voru þrifin á 10 skota fresti.....
Sem sagt dugðu á eina grúppu.
Sjálfur á ég eitt 6mm br hlaup 1:12" á varg riffli og fannst því þessar myndir allra athygli verðar.
Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 8 January 2013 kl 10:56

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

...sæll Sigurður

Já. það getur verið, ég hef svosem ekki reynsluna til að rengja þín orð.
En einsog ég las í þetta, að því gefnu að nákvæmlega sömu skotfæri séu notuð, hélt að ytri aðstæður svo sem veður og ástand skyttu væru það stórir áhrifavaldar að ekki væri hægt að dæma slit á hlaupi öðruvísi en með nokkuð fleiri grúppum og taka miðgildi af þeim.

kv.Hnulli

Skrifað þann 8 January 2013 kl 11:11

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

fyrir þau okkar sem ekki vita (utan þetta:http://en.wikipedia.org/wiki/Fire_forming)... ; af hverju eruð þið að fire form hylkin?

Skrifað þann 8 January 2013 kl 11:15

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Stutta og augljósa svarið við því hver hlaupaending 6BR sé þá er þangað til hlaupið hættir að skjóta eins og notandinn telur ásættanlegt.

Eins og Hnulli bendir réttilega á þá verður það ekki ákveðið útfrá einni stakri grúppu eða með því að skjóta við vond skilyrði án vindflagga.

Svo að við tökum nærtækt dæmi þá voru aggregate hjá mönnum á 100 metra benchrest mótinu ekki ásættanleg fyrir neinn. Voru hlaup allra þar með ónýt ?
Nei það voru skilyrðin sem gerðu það að verkum að grúppur voru stórar en ekki ónýt hlaup.

Annað dæmi: Þú skýtur góða grúppu og síðan slæma strax á eftir. Hefur hlaupið orðið ónýtt í millitíðinni ? Nei varla.

Þetta er svipað og að "finna hleðslu" út frá einni 3 skota grúppu við vond skilyrði.

Skrifað þann 8 January 2013 kl 14:55

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Hnulli, nei þegar throat og hlaup slitna að þá þarf alltaf að breyta einhverju í hleðslunni.
Lengri kúlusetning, önnur kúlutegund þá oftast sverari og það eru fleiri breytur er varðar búnaðinn.
Svo er það eitt atriði sem 25 kemur inná og það er ein grúppa.
Það er bara sá sem tekur í gikkinn sem getur svarað þeirri spurningu sem er ytri aðstæður.
Dansig er búinn að skjóta það mikið á síðasta ári að ég ætla að gefa mér að
hann hafi ekki sýnt þessar grúppur nema að hann telji þær marktækar. (jamm dansig þetta er hól).

Fyrir mér að lesa þessar grúppur og að ég hefði skotið þær þá mundi ég lesa svona úr
þeim og 1 skífa er góð en ómælanleg, 2 er marktæk bara lóðrétt með eitt uppúr
og skífa 3 eins og skífa 2 marktæk lóðrétt og skífa 4 þrjú lóðrétt og tvö til hliðar (vindur ?).
Það er lóðrétt í öllu nema fyrstu skífu. Ég mundi glaður vilja eiga þetta hlaup, hvort
að 6mmbr hlaupið mitt nái þessari endingu á eftir að koma í ljós.
Mbk siggi

Skrifað þann 9 January 2013 kl 11:01
« Previous12Next »