hlaupending 6m BR

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

...já já.. byssur.info metur það sjálfur...
líklega hefði hann ekki póstað neinu hér inn nema það væri 100%.

Það er rétt Bergur, hlaupið er í lagi á meðan eigandinn er sáttur, svo að þar höfum við það, og ekkert að þessu hlaupi eftir 3700skot. Reyndar miðast það við hvaða grúppustærðir eigandinn mælir, og það virðist vera möguleiki að halda sér ánægðum með hlaupið töluvert lengi eftir því hvernig maður mælir.

kv.Hnulli

Skrifað þann 9 January 2013 kl 12:31

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Þeir eru til sem segja það oft ósatt að þeir fara að trúa því sjálfir sem þeir segja.

Það er ekki gáfulegt að ljúga að sjálfum sér og enn heimskulegra að trúa því.

Skrifað þann 9 January 2013 kl 12:38

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Ekki veit ég við hvern þú átt Bergur en sama hver það er þá er þetta komment þitt ekki svaravert.

Riffillinn er veiðiriffill og ég tók 4 grúppur á 100m og 4 grúppur á 200.

Þær voru svipað stórar, ég nennti bara ekki að pósta þeim öllum.

Ef ég get skotið vel undir tommu á 200m þá er hann miklu meira en nógu góður í veiði þó hann sé ekki lengur keppnisfær í benchrest

Skrifað þann 9 January 2013 kl 14:40

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Grúppa sem er 0.180" skotin með .243 kúlu, eða 6 mm, er .423" að heildarbreidd, eða tæpar tvær kúlubreiddir. Nú er þrengsta grúppan á þessum myndum milli ystu marka ca. 3 kúlubreiddir eftir því sem þær sýna. 3 kúlubreiddir eru ca. .729 tommur. Frá því dregst svo ein kúlubreidd, .243, og verður hún þar með ca..486 tommur. Að sönnu afbragðs grúppa.

Skrifað þann 9 January 2013 kl 19:20

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hlaupending 6m BR

Sæĺir, ég vil bara óska dansig til hamingju með afbragðs veiðiriffil.
Hann spurði okkur hér á netinu hvað hann ætti að möndla saman á sínum tíma
sem fyrsta riffli og þetta er útkoman.
Ef þessi byssa er til sölu að þá mæli ég hiklaust með henni EF mitt álit
skiptir einhverju.
Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 10 January 2013 kl 10:54
« Previous12Next »