C47
Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Sæl(ir)
Hverjum mælið þið með ef maður vill bæta við sig þessum réttindum, er þetta ekki E réttindi að handhlaða skot?
Tags:
Skrifað þann 26 February 2015 kl 13:52
|
27 Svör
|
BC
Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
Sæll
Ég tók þetta námskeið fyrir nokkrum árum hjá honum Sigga sem auglýsir hér og á skyttuspjallinu. Það var mjög fínt.
http://spjall.skyttur.is/endurhledsla/endurhledslunamskeid-i-mars-t...
Skrifað þann 26 February 2015 kl 14:52
|
C47
Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: Hleðsluréttindi
Takk, heyri í honum.
Skrifað þann 26 February 2015 kl 20:07
|
2014
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014
|
Re: Hleðsluréttindi
Spurning hvort þú viljir bara fá réttindin eða læra eitthvað almennilegt í leiðinni.
Það eru þónokkrir að veita hleðsluréttindin en ekki margir sem kenna þér eitthvað af viti sem nýtist í hleðslunni.
Myndi leita hérna á spjallinu, margir auglýst námskeið hérna.
Skrifað þann 26 February 2015 kl 20:33
|
BC
Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
Svo var það hann Daníel 2014 sem skrifar hér fyrir ofan einhvern tímann með námskeið. Spurning hvort hann sé hættur fyrst hann býðst ekki til að taka að sér verkið? Veit ekki hvor af hans eigin lýsingum eigi við um hann.
Skrifað þann 27 February 2015 kl 19:54
|
C47
Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: Hleðsluréttindi
Jú jú ég veit hver 2014 er. Hann er ágætur en ég er búinn að ákveða að taka námskeiðið hjá Sigga, sem þú bentir mér á. Ég talaði við hann í dag og mér líst vel á hann. Auk þess fær hann fín meðmæli frá nokkrum sem ég þekki.
Varðandi það sem Daníel nefnir. Ég er háskólagenginn og það er ekki kennslan sem skiptir máli heldur hvernig maður nýtir sér réttindin og heldur sér við og bætir við í viskubrunninn. Ég held að það eigi sérstaklega við um þetta sport
Skrifað þann 27 February 2015 kl 20:16
|
2014
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014
|
Re: Hleðsluréttindi
Flestir sem byrja að hlaða eftir námskeið td. Hjá sigga byrja frá byrjun og þurfa að læra allt frá upphafi, td. Þurfa flesir að gera öll byrjendamistökin, kaupa öll ódýru og lélegu verkfærin og skipta þeim svo út, svo þegar verið er að hlaða fyrstu skiptin og eitthvað vantar af upplýsingum þá eru þær ekki til staðar.
Það er gott að vera vel menntaður og kunna að leita sér að upplysingum en að læra af reynslu annarra er þó mun betra því það sparar manni allann tíman og kostnaðinn við að gera mistökin sjálfur.
Það sem kennt er á námskeiðinu hja sigga er að taka hylki ur tumbler, setja í það primer, vigta púður og hella því í hylkið og setja kúluna í. Endurtekið 3x og þá er námskeiðið búið.
Hjá Daniel er þetta meira á þessa leið.
Þú færð 30 bls. Íslenskt kennsluefni sem þú lest yfir í byrjun, svo færðu nokkur hylki sem þú fullsizar, trimmar í rétta lengd, lagar brúnir hálsisns, velur puður og kúlu ásamt hleðslu, stillir vigtina, setur primer í hylkin, vigtar púðrið, stillir dæjan fyrir kúlusetningu og setur kúluna í hylkið.
Inn á milli lærir þú að mæla hversu langt er fram í rillur á rifflinum til að geta ákveðið kulusetninguna, þú getur skoðað margar gerðir af verkfærum og séð munin á þeim ásamt því að fá ráðleggingar hvað ber að forðast og hvað telst gott, þú lærir að þekkja þrýstingsmerki og annað sem getur komið upp á því að skoða skemmdir í hylkjum ofl. Ásamt því að læra hvernig á að finna rétta hleðslu og kúlusetningu sem fer best í þínum riffli.
Semsagt góðir 2-3 tímar af vinnu og lærdómi og þú hefur íslenska handbók með heim til að fletta uppí.
Fyrir venjulegan hleðslumann sem er einn í sínu sporti tekur venjulega 1-2 ár að safna þessum upplýsingum og læra af reynslunni sem þýðir að það líða 1-2 ár þar til að þú ferð að sjá þann árangur í skotfiminni sem þú átt að geta séð strax eftir námskeið ef þú færð rétta kennslu.
Í upphafi var verðlagningin 7-8þ per námskeið eins og hjá Sigga, en svo fóru austfirðingar að kenna hleðslu sem hópnámskeið og rukkuðu 15.900 fyrir svo nú er verðið 15þ fyrir einkakennslu með kennsluefni sem enginn annar hefur.
En ef tilgangurinn er bara að fá réttindin þá er Siggi fínn, kaffibolli og 10 mínutna námskeið ásamt því að skoða safnið hans...
Skrifað þann 28 February 2015 kl 11:24
|
C47
Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: Hleðsluréttindi
Það er aldrei góð auglýsing fyrir sjálfan sig að hallmæla öðrum. En að tala um sig í þriðju persónu getur stundum verið gaman
Skrifað þann 28 February 2015 kl 16:08
|
2014
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014
|
Re: Hleðsluréttindi
Ekkert að hallmæla honum Sigga, fór sjálfur á námskeiðið hjá honum og hafði gaman af, lærði hinsvegar ekki neitt og fékk ekkert kennsluefni sem ég gat lesið yfir svo ég þurfti að byrja á google áður en ég fór að hlaða sjálfur.. siggi er með "námskeið" til hleðsluréttinda, takmarkið er að þú fáir hleðsluréttindin og þau færðu, það er ekki takmarkið hjá honum að þú lærir allt það helsta sem þú þarft að kunna, það er fyrir aðra að kenna...
Sumir hafa meiri metnað en aðrir og vilja kenna það sem gagnast nemendum og nauðsynlegt er að kunna til að ná árangri, aðrir vilja fá gjöldin greidd og gera sem minnst fyrir þau annað en að afhenda diplómuna.
Skrifað þann 28 February 2015 kl 17:03
|
S202
Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013
|
Re: Hleðsluréttindi
Það eru takmarkaðar kröfur hérna til þess að fá hleðsluréttindin, það er svo sem bara í takt við byssuleyfið sjálft en til að fá það þarf nú ekki að leggja á sig mikið. Hins vegar er aðgengilegt ágætis efni víða um þann skemmtilega hlut sportsins sem hleðslan er. Eflaust er efni Daníels ágætis samantekt en það er rétt að hvetja menn til þess að afla sér fróðleiks um efnið.
Fyrir áhugasama þarf ekki að fara lengra en á Amazon og leita, nóg til af bókum sem auðvitað eru misjafnar en gott efni er aðgengilegt fyrir þá sem hafa áhuga.
Skrifað þann 28 February 2015 kl 17:58
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
Ágætu Hlaðverjar!
Þessi þráður vekur með mér nokkrar spurningar varðandi kennslu endurhleðslu skotfæra.
Ég er ekki hér til að gera uppá milli þeirra ágætu einstaklinga sem bjóða þjónustu sína
hvað þessa kennslu varðar, heldur að spyrja....er virkilega engin samræmd námskrá um
þetta efni? Langflest okkar hafa þreytt bílpróf og það er sama hvort við öðlumst þessi
réttindi í Reykjavík eða á Reyðarfirði....námsefnið er alltaf það sama. Eðlilega.
Hvernig hljómar eftirfarandi uppástunga:
Hópur valinn kunnra einstaklinga komi saman og semji námsefni sem kennt er þegar
menn sækjast eftir réttindum til endurhleðslu skotfæra. Alltaf eins hvar sem er á landinu.
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 1 March 2015 kl 21:24
|
fenrir
Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
þetta námsefni er til samþykkt af ríkislögreglustjóra, þurfti sjálfur að semja námsefni og fá samþykkt áður en ég byrjaði kennslu og svo aftur við endurnýjun á kennsluleyfinu, veit að Hlað á líka samþykkt kennsluefni ásamt Jóa Vilhjálms
Skrifað þann 2 March 2015 kl 16:47
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
Ágæti Hlaðverji fenrir.
Takk fyrir svarið og upplýsingarnar.
Svo ég skilji þetta rétt þá samþykkir Ríkislögreglustjóri
námsefni hinna ýmsu aðila sem stunda þessa kennslu?
Veistu hvort hægt er að nálgast kröfur Ríkislögreglustjóra
á netinu? Takk aftur fyrir svarið.
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
Skrifað þann 2 March 2015 kl 17:28
|
2014
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014
|
Re: Hleðsluréttindi
Eina krafan þegar námsefni er skilað inn er að það sé í samræmi við það sem áður hefur verið skilað inn.
Og í nýju frumvarpi um skotvopnalög þá vill skotvís að hætt verði með endurhleðslunámskeiðin og réttindin til að hlaða fáist sjálfkrafa með byssuleyfinu.
Miðað við það hvernig fólk maður sér stundum á skotsvæðum þá held ég að það séu mistök að hætta með námskeiðin, það hafa ekki allir fengið hleðsluréttindi sem farið hafa á námskeið, sá sem heldur námskeiðið verður að meta það hvort viðkomandi sé treystandi fyrir sprengiefni.
Nú þegar búið er að skila inn 30 blaðsíðna kennslubók í endurhleðslu þá er spurning hvernig öðrum gengur að fá kennsluréttindi þar sem krafan er að námsefnið sé sambærilegt því sem þegar hefur verið skilað inn.
Eina leiðin til að sjá hvaða námsefni er búið að skila inn er að skrá sig á námskeið hjá þeim sem eru að kenna.
Skrifað þann 2 March 2015 kl 19:46
|
S202
Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013
|
Re: Hleðsluréttindi
Svo spurningu Magnúsar sé svarað þá er afar takmarkaður texti til í lögunum og reglugerðinni um námskeiðin. Þar kemur ekkert efnislegt fram um það í hverju námsefnið felst. Væntanlega er viðmiðið bara að efnið sé fullnægjandi.
Varðandi uppástunguna þá er eflaust ágætt að það sé til efni á íslensku, sbr. það sem kennt er í skotvopnanámskeiðinu. Hins vegar er svo auðvelt að nálgast gott efni um þetta að það er nú varla þörf á því að gera mikið efni um þetta nema kannski til að gæta að þeim sem eiga erfitt með að lesa sér til á öðrum tungumálum.
Hins vegar væri það örugglega til bóta að hafa efnið samræmt. Það gæti t.d. hæglega náðst fram með tillögu skotvís um að hafa þetta hluta af skotvopnaleyfinu. Þannig væri hægt að tryggja að menn væru ekki með þetta hver í sínu horni með tilheyrandi mun á gæðum og áherslum.
Annars verður ekki séð að hugmyndir um að menn komist ekki í þessi kennsluréttindi eftir að Daníel skilaði inn 30 blaðsíðunum nema skila jafn mörgum eða fleirum eigi sér stoð í lögunum eða reglugerðinni, enda getur efnið ekki verið keppni í blaðsíðufjölda. Ef menn hafa áhuga þá er margt til, hér eru t.d. tvær samtals eitthvað á áttunda hundrað blaðsíður fyrir einhverja tugi dollara:
http://www.amazon.com/Handloading-Competition-Making-Target-Bigger/...
http://www.amazon.com/ABCs-Reloading-Definitive-Novice-Expert-ebook...
Það er óþarfi að láta eins og það hvíli mikil leynd yfir því hvernig þetta er gert.
Skrifað þann 2 March 2015 kl 21:29
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
Ágætu Hlaðverjar S202 og 2o14!
Ég skil ykkar sjónarmið...og virði að sumu leiti.
En ég er þeirrar skoðunnar að þetta próf eigi að
vera samræmt og alltaf eins um land allt .
Það gengur náttúrulega ekki að men séu að kenna
eitt hér og annað þar....það hjóta allir að sjá!
Ómaklegur póstur 2014 í garð einhvers sem kallar sig Siggi
segir allt sem segja þarf. Leiðindi eina ferðinna enn . Nú þekki ég ekki þennan ágaæta
dereng sem kallar sig Siggi, en efast ekki um að þar fari góður drengur sem vill bara
láta gott af sér leiða. Alveg makalaust hvað menn kjósa að vera orðljótir á þesum vef.
Með vinsend,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 2 March 2015 kl 23:54
|
Bjarnithor
Svör samtals: 53
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
Af gefnu tilefni
Þar sem Danni er að hnýta í mig varðandi verðlagningu á hleðslunámskeiði vil ég að það komi fram að ég hef verið í samstarfi við endurmenntunarstofnanir varðandi námskeiðið. Viðkomandi endurmenntunarstofnanir hafa svo ákveðið námskeiðsgjaldið og ég hef ekkert um það að segja. Þegar ég kenni á hleðslunámskeið þá er kennt frá 9 – 17. Ég ætla nú ekki að hætta mér útí námskeiðsgögn eða önnur gæði en þetta er kennt samkvæmt bestu samvisku og visku. Varðandi kennsluhætti og aðferðir vil ég nú bara segja að þessi námskeið eru sett upp sem byrjendanámskeið og lögð áhersla á að koma fólki af stað í þessu skemmtlega ferli. Ég persónulega tel ekki heppilegt á þannig námskeiði að vera að kenna fólki að klessa kúlum í rílur. Ég útskýri mismunandi aðferðir við kúlusetningu og segi frá þessari aðferð sem Danni talar um en bið fólk að fara varlega og notast fyrst bara við standart kúlusetningar öryggisins vegna. Mín reynsla er sú að fólk hefur í fullu fangi með að móttaka þær grunnupplýsingar sem eru að borð bornar. Ég er svo sannfærður um það þegar fólk hefur aflað sér reynslu og færni gæti verið heppilegt að fara á framhaldsnámskeið eða leita í smiðju reyndari manna til að auka þekkingu sína. Maður getur víst ekki gleypt allan heiminn strax.
Varðandi námsefnið væri mjög æskilegt að gefa út viðmiðun eða ramma um efnið sem kennt er. Það er þannig í dag að kennslu efnið er sent inn til yfirferðar/mats og ef það stenst kröfur eru réttindin gefin út.
Ég tók að gamni saman tengla þar sem haldin hafa verið námskeið á vegum endurmenntunarstofnana og verðið er ansi svipað á þeim stöðum.
Bjarni Þór Haraldsson
Egilsstöðum
http://www.djupivogur.is/adalvefur/?id=17232...
http://veidi.is/post.asp?method=TopicQuote&TOPIC_ID=3504&FORUM_ID=2...
Skrifað þann 3 March 2015 kl 10:53
|
Bjarnithor
Svör samtals: 53
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
Af gefnu tilefni
Þar sem Danni er að hnýta í mig varðandi verðlagningu á hleðslunámskeiði vil ég að það komi fram að ég hef verið í samstarfi við endurmenntunarstofnanir varðandi námskeiðið. Viðkomandi endurmenntunarstofnanir hafa svo ákveðið námskeiðsgjaldið og ég hef ekkert um það að segja. Þegar ég kenni á hleðslunámskeið þá er kennt frá 9 – 17. Ég ætla nú ekki að hætta mér útí námskeiðsgögn eða önnur gæði en þetta er kennt samkvæmt bestu samvisku og visku. Varðandi kennsluhætti og aðferðir vil ég nú bara segja að þessi námskeið eru sett upp sem byrjendanámskeið og lögð áhersla á að koma fólki af stað í þessu skemmtlega ferli. Ég persónulega tel ekki heppilegt á þannig námskeiði að vera að kenna fólki að klessa kúlum í rílur. Ég útskýri mismunandi aðferðir við kúlusetningu og segi frá þessari aðferð sem Danni talar um en bið fólk að fara varlega og notast fyrst bara við standart kúlusetningar öryggisins vegna. Mín reynsla er sú að fólk hefur í fullu fangi með að móttaka þær grunnupplýsingar sem eru að borð bornar. Ég er svo sannfærður um það þegar fólk hefur aflað sér reynslu og færni gæti verið heppilegt að fara á framhaldsnámskeið eða leita í smiðju reyndari manna til að auka þekkingu sína. Maður getur víst ekki gleypt allan heiminn strax.
Varðandi námsefnið væri mjög æskilegt að gefa út viðmiðun eða ramma um efnið sem kennt er. Það er þannig í dag að kennslu efnið er sent inn til yfirferðar/mats og ef það stenst kröfur eru réttindin gefin út.
Ég tók að gamni saman tengla þar sem haldin hafa verið námskeið á vegum endurmenntunarstofnana og verðið er ansi svipað á þeim stöðum.
Bjarni Þór Haraldsson
Egilsstöðum
http://www.djupivogur.is/adalvefur/?id=17232...
http://veidi.is/post.asp?method=TopicQuote&TOPIC_ID=3504&FORUM_ID=2...
Skrifað þann 3 March 2015 kl 10:53
|
2014
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014
|
Re: Hleðsluréttindi
Get ekki séð að neinn hafi verið að setja út á verðlagninguna heldur fagna henni, þessar 7-8þ voru allt of lítið miðað við vinnuna á bakvið námskeiðið.
klukkutími í undirbúning, 3 tímar í kennslu og klukkutími í frágang.
svo er prentun á kennsluefni og viðurkenningu, 3 hylki sem enda í ruslinu ofl.
Það gerir rúman þúsundkall á tímann sem er allt of lítið þegar maður fær 5000kr á tímann í annarri vinnu.
Skrifað þann 3 March 2015 kl 11:46
|
Brutus
Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hleðsluréttindi
Er einhver sem heldur hleðslunámskeiðá ensku?
Skrifað þann 8 March 2015 kl 11:38
|