mkaneSvör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælir hlaðverjar. Getið þið komið með hugmyndir um Hálfsjálfvirkar haglabyssur sem kosta ekki sálinna úr manni en eru að virka fínt?
Tags:
Skrifað þann 18 October 2012 kl 1:46
|
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör
|
|
MolinnSvör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurBeretta Outlander A300/400 eða Baikal MP 153, svo er til fullt af fínum notuðum haglabyssum í Vesturröst.
Skrifað þann 18 October 2012 kl 9:25
|
adminSvör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurOutlanderinn er fínn, á svoleiðis sjálfur og gæti ekki verið sáttari. Skiptir öllu frá 24gr möglunarlaust, létt og meðfærileg (held að hún sé 3,2kg). Eina sem ég hef passað mjög vel er að hreinsa stimpilinn. Ég er búinn að skjóta um 1.000 skotum úr þessari byssu síðan í maí. Þar af 750 Islandia 24gr og 50 gamebore. Önnur skot hafa verið Hlað 42gr og mikið af þeim, svo einhver gömul skot með þungri hleðslu og svo 3" bombunum frá Remington. Byssan étur þetta allt með bros á vör.
Skrifað þann 18 October 2012 kl 10:58
|
elvarniSvör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurMig langar að vita hvað sálin í þér kostar og hvort hún er til sölu
Skrifað þann 18 October 2012 kl 11:34
|
mkaneSvör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssur@elvarni, er með hámarkið í kringum 150þ kallin
Skrifað þann 18 October 2012 kl 16:36
|
kolbeinssonSvör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurFyrir 150 þúsund krónur færðu tvær Remingon 11-87. Eina sem endist þér lífstíðina og aðra fyrir afkomendurna.
Skrifað þann 18 October 2012 kl 17:34
|
257wbySvör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurBeretta Outlander, Baikal MP153, Marocchi A12,Marocchi Tecno,Marocchi S1,
Skrifað þann 18 October 2012 kl 17:42
|
adminSvör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurRem 11-87 er fín en svolítið þung miðað við margt annað sem fæst í dag. En hún svo sem virkar og þolir allan fjandann.
Skrifað þann 18 October 2012 kl 18:07
|
CamoSvör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurÉg er að selja Til sölu nánast ónotuð Remington 1100 G3 - tekur 2 3/4 og 3" skot, 5 þrengingar, fallegur viður og glæsileg taska. Verð 135.000 Kr. Þetta er sankölluð gæða byssa þung og slær ekki. Klikkar ekki heldur.Byssan er 2007. Hef sjálfur skotið 8.skotum úr henni til prufu sérð betur um hana til sölu óskast.
Skrifað þann 18 October 2012 kl 19:43
|
OrriSvör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 9 September 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurÞað eru öruglega margir búnir að sjá þetta en svona byssa kostar um 100þ
Skrifað þann 18 October 2012 kl 21:11
|
mkaneSvör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurEr einhver veiðivöru verslun hér á landi með umboð fyrir Stoeger. Er buinn að vera að skoða á netinu nýa frá þeim sem á að vera nokkuð góð.
Skrifað þann 19 October 2012 kl 0:29
|
KonnariSvör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurStoeger er handónýtt Tyrkneskt drasl.........fáðu þér frekar ódrepandi Baikal MP153 fyrir svipað verð.
Skrifað þann 19 October 2012 kl 9:20
|
adminSvör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurÉg er næstum viss um að Veiðimaðurinn Síðumúla sé með umboð. Geng ekki svo langt að segja að Stoeger sé handónýtt drasl en þú færð væntanlega það sem þú borgar fyrir. Skoðaðu líka notaða markaðinn. Haglabyssur eru í eðli sínu einfaldar og sterkar og í réttum höndum endast þær von úr viti.
Skrifað þann 19 October 2012 kl 9:33
|
skepnanSvör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurSæll mkane, Veiðihornið er með umboðið fyrir Stoeger. Þú ert væntanlega að hugsa um m3500.
Skrifað þann 19 October 2012 kl 12:42
|
mkaneSvör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hálfsjálfvirkar haglabyssurþakka þér fyrir skepnan. Og ég skil mjög vel þetta með að setja ákveðna hluti í ''guðatölu'' en miðað við það sem ég hef lesið mér til um stoeger M3000 og M3500 eru þetta nokkurn vegin ódýrari útgáfur af Benelli super black eagle. Og miðað við að ég hef ekki enþá fundið neinn segja mjög slæma hluti umm þær nema hjér á hlað.is (bjóst svosum við því. hef verið að flakka hér um í 2-3 ár) vona ég að þetta sé eithvað sem ég get notað. En þakka öll svör
Skrifað þann 19 October 2012 kl 17:57
|
Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík
Sími: 567 5333
Netfang: hlad@hlad.is
Hlað Húsavík
Haukamýri 4, 640 Húsavík
Sími: 464 1009 Fax: 464 2309
Netfang: jonas@hlad.is
Mánudaga til Föstudaga: 10 - 18
Laugardaga 11 - 14