Howa er betri en Remington það er augljóst.

reynirh

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

http://www.youtube.com/watch?v=e4AqMl1A4aQ&list=FLmKvQfvjqbUakUotekAyxew&index=12

Tags:
Skrifað þann 14 December 2012 kl 23:23
Sýnir 1 til 19 (Af 19)
18 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Ágæti reynirh!

Taktu þér nú tak og athugaðu hversu margir hafa notað Remington lása í BR keppnum
gegnum tíðina...og athugaðu svo hversu margir hafa nota Howa lása!
Þessi keppnisgrein er eins og F1..engu til sparað ....bara það besta!
Þetta er leikur kattarins af músiinni ...og músin heitir Howa!
Gæði Remington lása hafa verið mismunandi gegnum árin...en þeir eru alltaf besti
kosturinn ef ekki er valinn custom lás.
En ef þú vilt nota Howa lás ...þitt val og svo sannarleg þinn réttur!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 14 December 2012 kl 23:55

reynirh

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Þetta var nú eiginlega bara sett hér inn fyrir þig Magnús, vegna þinna fordóma á Howa sem hafa átt mun fleiri gull á árinu í skotmótum hér á landi heldur en Remington.

kv Reynir Hilmarsson Húsavík

Skrifað þann 15 December 2012 kl 0:06

hananú

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

það gefur auga leið að howan er stærri en þetta remma rusl á alla kanta...

Skrifað þann 15 December 2012 kl 0:11

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Allir þeir Remington lásar sem hafa verið að gera eitthvað í BR hafa verið slífaðir og jafnvel fóðraðir, ekki satt Magnús? ;)

Þessi myndasyrpa sýnir bara hvað hlaupin á þeim amerísku eru stökk, lásarnir haldast þó saman!

Skrifað þann 15 December 2012 kl 0:11

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Ágætu félagar

Gaman að þessu. Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að Remington lásarnir eru
ekki eins vel smíðaðir og þeir voru í upphafi.
En þegar búið er að fara höndum um þá...kunáttumenn eins og Valdimar Long og aðrir slíkir...
þá eru þeir það besta sem í boði er fyrir utan custom lásana.
Menn geta gert hvað þeir vilja við Howa.....en því miður þá notar þá enginn þegar
ítrustu nákvæmni er vænst. Einföld staðreynd og greinilega sumum þungbær!

Með vinsemd ,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 December 2012 kl 0:32

reynirh

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Veistu til þess að það hafi verið prufað með Howa Magnús?

Skrifað þann 15 December 2012 kl 0:38

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

reynirh!

Nei það er eins og engum af bestu skyttum þessa heims hafi dottið það í hug!
En ég tel mig vita hvers vegna! Ég átti skemmtilegt samtal við
Ed Shilen fyrir nokkrum árum....einn þessara manna sem breytti því hvað við
köllum nákvámni þegar rifflar eru annarsvegar og hvað ekki!
Hanns uppskrift af nákvæmum lás var mikið nær Remington en Howa!!!
Eins og þú vafalaust veist er Howa alþjóðlegt japanskst fyrirtæki sem framleiðir lása
fyrir ýmsa framleiðendur. Til dæmis Weatherby!

Það sem ég sagði í fyrri pósti stendur: Remington lásarnir hafa verið notaðir í alvöru
keppnum í mikið ríkari mæli en Howa. Einföld staðreind

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 December 2012 kl 1:13

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

það er ekki nema ein ástæða fyrir því að amerísku meistararnir hafa ekki notað Howa og það hefur ekkert með gæðin að gera heldur er Howa Japanskt og Ameríkanar vilja bara "made in USA" sama þó þeir verði að velja lélegri hluti.

Howa lásarnir eru smíðaðir í CNC bekkjum og eru réttir frá verksmiðju, það þarf ekki að slífa þá eða blueprinta eða nokkuð annað til að þeir skjóti vel, það er hægt að þétta þá aðeins því þeir eru smíðaðir svipaðir og Stiller Predator, ekki alveg eins þéttur og BR lásarnir en mun þéttari en Remington lásar.

veit ekki betur en að Howan mín á tvífæti hefur ekki verið að skora neitt mikið minna en sérsmíðuðu ppc rifflarnir í resti.. og betra en margir þeirra...

sama gildir um aðra Howa riffla hér á landi, þeir hafa verið að vinna mót allt síðastliðið ár á meðan Remington hefur ekki sést í toppsætum...

Skrifað þann 15 December 2012 kl 1:47

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Það er vert að vita að Howa er steyptur lás en Remington heflaður úr heilu, hvort er betra?

Fyrir mitt leiti þá tæki ég frekar Remington þó svo að ég þyrfti að fóðra boltann og steypa húsið í slíf, svo má ekki gleyma því að það fæst ekki brúklegur BR gikkur í Howa ef út í það er farið!

Skrifað þann 15 December 2012 kl 1:49

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Sælt.


Ég ætla nú ekki að blanda mér í þessa "deilur", enda væri það bara til að æra óstöðugan. En þetta próf hefur alls ekki neitt með nákvæmni að gera og það er nú mergur málsins, nákvæmni riffils segir mest um gæði hans. Eða sækist einhver eftir ónákvæmum riffli ? Poldi þekkir a.m.k engan. Howa og Remington eru hvoru tveggja prýðis lásar að mati Polda, svona eins og Toyota og Mazda, fremur spurning um smekk.

Skrifað þann 15 December 2012 kl 10:27

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Nú spyr ég ykkur reyndu menn. Hvaða áhrif hefur lás á nákvæmni?

Hef lesið aðeins um þetta, ekki mikið en aðeins, og það eru nú ansi margir sem telja að lásinn sjálfur hafi lítil sem enginn áhrif á nákvæmi.

Skrifað þann 15 December 2012 kl 11:59

Benni

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Ætla nú ekki að segja hvor er betri, Howa hefur laglega sannað sig í keppnum hér undanfarið og eru vel smíðaðir rifflar en það verður ekki tekið af Remington 700 að hann er hrikalega vinsæll og ótrúlega margir sem smíða M700 clone svo hann getur ekki verið alslæmur(=
Annars er það skemmtilegasta við Remington 700 er að það er endalaust til af aukahlutum fyrir þá. Á Midway eru til 770 vörur fyrir M700 en bara 28 fyrir Howa.

Skrifað þann 15 December 2012 kl 12:01

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Sæll Gísli Snæ

Það má segja að lásinn sé lykilatriði er kemur að nákvæmni. Skakkar gengjur, löggar sem taka skakkt, seinn pinni o.s.f.v eru veigamiklir þættir er kemur að nákvæmni, svo ekki meira sé sagt, kv Pold

Skrifað þann 15 December 2012 kl 17:41

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Sælir ágætu félagar.

Sá sem kallar sig Benni hittir naglan á höfuðið!


Ætla nú ekki að segja hvor er betri, Howa hefur laglega sannað sig í keppnum hér undanfarið og eru vel smíðaðir rifflar en það verður ekki tekið af Remington 700 að hann er hrikalega vinsæll og ótrúlega margir sem smíða M700 clone svo hann getur ekki verið alslæmur(=
Annars er það skemmtilegasta við Remington 700 er að það er endalaust til af aukahlutum fyrir þá. Á Midway eru til 770 vörur fyrir M700 en bara 28 fyrir Howa.
Benni

Auðvitað er ekkert að Howa lásum þótt þeir séu steyptir, aðferð sem engin framleiðandi
hágæðalása notar. Fínir lásar til að setja saman góðan veiðii / varmint riffil...ekkert mál,
En Remington lásinn er sá lás sem auðveldast er að uppfæra og nálgast custom lásana.
Einföld staðreynd.
Sem dæmi eru að minnsta kosti 4 aðilar sem bjóða 2 oz (eða léttari) gikki fyrir Remington,
engin fyrir Howa. Remington lásin má fá einskota, mér erkki kunnugt um slíkan frá Howa en
auðvitað kann hann að vera til.
Og hvað varðar að bandaríkjamenn noti ekki nema sitt dót; Jafnvel Bandaríska landsliðið
notar ekki riffla (.22 LR) framleidda þar í landi!! Þeir nota betri tæki frá Gamla heiminum!
Hvað varðar BR skyttur...t.d. frá Þýskalandi, Frakklandi, Ástralíu eða Finnlandi...þeir nota ekki
sína framleiðslu ...heldur betri tæki frá Nýja heiminum. Þannig er það nú!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðss

Skrifað þann 15 December 2012 kl 18:16

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Það er mikið til í þessu hjá þér Magnús.....sem dæmi þá lítur ekki Finninn við sinni framleiðslu til BR iðkunnar, þegar Jari Raudaskoski varð heimsmeistari þá var hann með Panda lás og var þetta allt sett saman af Jalonen sjálfum!

Farley er eini custom framleiðandinn sem steypir sína lása (Black Widow), það útskýrir kannski afhverju þeir eru ekki vinsælli í BR sem raun ber vitni!

Skrifað þann 15 December 2012 kl 21:31

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Ágæti Boyer!

Þetta er hárrétt hjá þér hvað varðar Svörtu ekkjuna...og líka að hún
hefur ekki náð flugi hjá BR skytum. Ég held að forverar ekkjunar.....
gömlu góðu Farley lásarnir hafi ekki verið steyptir?
Farley er að fara sömu leið og varð Shilen að falli þegar hann
freistaði þess að ná niður kostnaði (meiri hagnaður) og tók uppá
því að steypa DGA lásinn sinn. Hann hvarf fljótlega af metlistum og
í framhaldiinu af framleiðsluhlutum Shilen! Synd! Flottur lás!!
Shilen fékk þessa hugmynd eftir að að hafa skoðað framleiðslu Ruger á
Model 77 lás þess ágæta fyrirtækis, en samstarf þessara aðila verð til með þeim hætti að Ruger seldi Shilen boltahandföng til að nota á hinum nýju
DGA lásum.

Takk fyrir að vekja athygli á þessu,
Ég veit því miður ekki hver þú ert....en þú ert augljóslega vel lesin
í okkar fræðum!!
Kannski villt þú svara undir nafni?
Mér þætti fengur í því!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 December 2012 kl 21:50

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Komdu sæll Magnús

Jú mikið rétt ég hef eitthvað lesið og prófað ansi margt í þessum efnum.
Ég lofa að heilsa þér og kynna mig þegar við rekumst á hvorn annan upp á SR svæði ;)

Gamli góði Farley var klassa lás, ólíkt Black Widow sem er gallagripur....

Skrifað þann 16 December 2012 kl 11:33

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Howa er betri en Remington það er augljóst.

Ágæti félagi Boyer!


Ég lofa að heilsa þér og kynna mig þegar við rekumst á hvorn annan upp á SR svæði ;)

Algerlega sáttur við þetta fyrirkomulag! Takk fyrir svarð.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Ég hefi ekki handleikið Svörtu ekkjuna, en kunningi minn í Texas
átti svona grip og losaði sig við með hraði!
Ég hefi skotið af riffli með gamla góða Farley....augljóslega mjög fínn lás!!

Skrifað þann 16 December 2012 kl 14:00