admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Jæja hreindýrafárið nálgast, rétt að skella þessu fram fyrir þá sem eru að fara að sækja um í fyrsta sinn!
Texti eftir snillingin Hákon Aðalsteinsson, lag sænskt alþýðulag
Ég fór inn á heiðar á hreindýraveiðar
búmm búmm - búmm búmm.
Á albjörtum degi um illfæra vegi,
búmm búmm - búmm búmm.
Ferleg og blaut var mörg fúamýrin
þó fann ég að síðustu veiðidýrin.
Ég fór inn á heiðar á hreindýraveiðar
búmm búmm - búmm búmm.
Ég reyndi hjá steini að liggja í leyni
búmm búmm - búmm búmm.
Uns skynsamlegt væri að skríða í færi
búmm búmm - búmm búmm.
Ég hafði vellandi veiðihuga
og veltist um skorninga eins og fluga.
Ég var inn á heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm - búmm búmm.
Er langt var um liðið, ég langt hafði skriðið
búmm búmm- búmm búmm.
Mér sýndist ég væri í sæmandi færi
Búmm búmm-búmm búmm.
Þá lagði ég riffilinn létt að vanga
og lét svo dæluna úr honum ganga.
Ég var inn á heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm - búmm búmm.
Eftir skothríðir harðar, þá skall eitt til jarðar
búmm búmm - búmm búmm.
Einn fallegur bolti, nú fylltist ég stolti
búmm búmm - búmm búmm.
En þcgar ég kannaði vígreifur valinn,
Þá verður andskotans tarfurinn galinn.
Ég var inn á heiðum á hrcindýraveiðum
búmm búmm-búmmbúmm.
Hann gekk þarna aftur, ó guð minn sá kraftur
búmm búmm - búmm búmm.
Og strax er hann sá mig, þá stefndi hann á mig
búmm búmm - búmm búmm.
Um leið var ég gripinn lamandi ótta
og lagði því næst í skelfingu á flótta.
Ég var inn á heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm - búmm búmm.
Ég hljóp þarna í mónum, með hjartað í skónum
búmm búmm - búmm búmm.
Það virtist allt búið og veiðunum snúið
búmm búmm - búmm búmm.
En þegar mér var að þrjóta kraftur,
Þá hneig tarfssvínið dauður aftur.
Ég var inná heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm - búmm búmm.
Nú reika ég heima og reyni að gleyma
búmm búmm - búmm búmm.
Ég þoli ekki heiðar, né hreindýraveiðar,
búmm búmm-búmm búmm.
Og þetta fór í mig þannig lagað,
ég þoli ekki kjöt nema niðursagað.
Ég fór inn á heiðar á hreindýraveiðar
búmm búmm - búmm búmm.
Tags:
Skrifað þann 1 February 2013 kl 10:51
|