hanagal
Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælir drengir
Ef maður kaupir skotapakka í hlað, 20 skot á 7500 kr. (nánar, 120 gr. norler í 6.5x55)...
Vitið þig hvað kostar:
í fyrsta lagi að láta hlað hafa hylkin og biðja þá um að endurhlaða þau,
og í öðru lagi,, hvað mundi kosta að hlaða þetta sjálfur ef maður ætti tækin til.
kveðjur
Tags:
Skrifað þann 9 February 2013 kl 3:30
|
14 Svör
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
að hlaða sjálfur kostar ca 120kr skotið, eða um 2400kr fyrir 20 stk þegar þú átt til hylkin.
verður að spyrja í hlað hvað þeir taka fyrir... reikna með að það sé allavegna 60% af verði verksmiðjuskota, enda hellings vinna ef það þarf að hreinsa hylkin og allt...
Skrifað þann 9 February 2013 kl 9:34
|
S202
Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Þetta getur verið ansi breytilegt eftir því í hvað þú ert að hlaða. Sama hylkið getur þú alla jafna notað nokkrum sinnum en hitt er eðli málsins samkvæmt einnota.
Það er einfaldast fyrir þig að kíkja á verðin hjá Hlað, þetta er undir endurhleðsluflipanum. Þú sérð að það er mikill munur, ef þú ferð t.d. í kúlurnar í .22 er hver kúla um eða undir 50 kall en í .30 um eða yfir 100 kall. Því rokkar verðið mjög til eftir því á hvað þú ert að horfa, að sama skapi taka hylkin mis mikið af púðri sem hefur áhrif á kostnaðinn. Loks eru hylki sjálf mjög mismunandi í verði. Primerana þarftu svo að reikna með líka.
Ég hef ekki tekið þetta saman en mig grunar að á endanum sé sparnaður takmarkaður (sé tekið tillit til kostnaðar við verkfærin) nema skotið sé mjög mikið. Hins vegar er bæði skemmtilegt að gera þetta sjálfur og til þess fallið að auka skilning á því sem er að gerast auk þess sem útkoman er betri ef vandað er til verka.
Skrifað þann 9 February 2013 kl 10:01
|
MCC
Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Sæll miðað við sömu kúlu, N-160 ca. 45 grain og CCi200 hvellhettu en án annars kostnaðar s.s verkfæri og tími, þá er kostnaðurinn ca. svona afrúnaður.
verð pr. stk.
Nosler BT 120 grain 100 kr.
hvellhetta t.d. CCI200 10 kr
Púður t.d. N-160 ca. 3 grömm~ 45 grain 40 kr
Það myndi þá kosta skotið 150 kr * 20 eða 3000 kr.
Myndi halda að að láta Hlað gera þetta þá yrði það á milli 5 og 6 þús........
ps. Það er hægt að finna ódýrari kúlu t.d Sierra SPT sem myndi gera ca. 60 krónur kúlan sem aftur gerir það að verkum að verð pr. skot fer niður í 110 kr.........
kv. MCC
Skrifað þann 9 February 2013 kl 10:15
|
S202
Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Vel gert hjá MCC.
Ég mundi bæta við kostnaðinum við hylkið af því að verið er að bera þetta saman við kaup á pakka af tilbúnum skotum.
Skrifað þann 9 February 2013 kl 10:19
|
karlgudna
Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
sælir spekulantar, ég er í þessum pælingum líka, hvernig er það er hægt að kaupa hylkin tóm eða verður maður alltaf að byrja á því að kaupa hlaðin skot fyrst. ??
kv:Kalli
ÚPS. AÐEINS OF FLJÓTUR Á MÉR fletti hér up á síðunni að 50 norma patrónur í 6,5 x55 er á 7035kall Hvað er hægt að not sömu patrónuna Oft ?
Skrifað þann 9 February 2013 kl 10:55
|
Doubles
Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Ef þú ert að hugsa um kostnaðinn eingöngu og skýtur ekki mikið er einfaldast og best að kaupa versksmiðjuhlaðin skot. Þau eru orðin mjög góð, sér í lagi frá Norma og Lapua . Ef þú vilt nýta hylkin þá eru þeir í Hlað fagmenn sem þú getur leitað til en þeir þekkja ekki þinn riffil og hvað hentar honum best og hlaða samkvæmt bókinni .
Að hlaða sjálfur snýst um miklu meira en kostnað. Græjur eru dýrar og þú ert ekki að fá hagkvæmni í peningum talið nema þú skjótir mjög mikið. En það snýst ekki um það hjá flestum okkar heldur hitt að prufa sig áfram með þetta og hitt púðrið, þessa og hina hleðslu, mismundandi þyngd og gerð af kúlu , OAL, þar til þú finnur þessa eina eða tvær uppskriftir sem virka svo vel í þessum riffli að þér er alveg sama um allan tíman og peningana sem hafa farið í þetta... og þetta gefur þessu sporti svo miklu meira en þig grunar.
Kv,
Hafliði
Skrifað þann 9 February 2013 kl 11:12
|
mckinstry
Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Þú getur sparað umtalsvert með því að hlaða sjálfur. Það ræðst reyndar að miklu leiti af íhlutunum sem þú velur og endingu hylkja hver sparnaðurinn verður þegar upp er staðið. Þá held ég að ég ljúgi engu þegar ég segi að eftir sem áður muntu verja sömu fjárhæð í skot en skjóta töluvert meira og vonandi verða betri skytta. Að hlaða sjálfur er svolítið eins og að hnýta sínar eigin flugur fyrir stangveiðimann. Er framlenging á áhugamálinu eða jafnvel áhugamál út af fyrir sig. Ending hylkjanna sem er breyta í þessu dæmi ræðst að miklu leiti hve heitar hleðslur þú hleður og hvernig þú endurformar hylkin. Oft er talað um að hylkin endist 4-10x. Ég hef sjálfur endurhlaðið hylki oftar en 10x sem hafa enn verið í fínu ástandi. En það er etv. ekkert verri þumalputtaregla en hver önnur að vilja afskrifa hylkin um 15% - 20% við hvern hvell til að geta reiknað kostnaðinn. Allt umfram það er þá í plús. Í minum huga er þetta fyrst og fremst endalaust skemmtilegt áhugamál og eins og svo mörg handavinna liggur umbununin í verkinu sjálfu en ekki endilega í útkomunni sem væri þá einhver sparnaður í þessu samhengi. Skelltu þér á námskeið og komdu þér upp græjum þú sér ekki eftir því. Grunn búnaður þarf ekki að vera svo dýr og það má fara í þetta í áföngum eftir því sem kunnátta og áhugi eykst. Mikið af þeim tólum og tækjum sem þarf endast marga mannsaldra ef vel er hugsað um þetta og er þess vegna allt í lagi að leggja svolítinn pening í verkfærin.
Kveðja
Þorsteinn Svavar McKinstry
Skrifað þann 9 February 2013 kl 12:37
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Ending á hylkjum er mjög mismunandi eftir kaliberum.
Td. Er ég með lapua hylki í 6mm BR sem búið er að hlaða yfir 30x og þau eru enn eins og ný.
Skrifað þann 9 February 2013 kl 13:14
|
hanagal
Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
sælir
já, þakka ykkur fyrir svörin. ekki við öðru að búast en að fá góð svör hér.
Ég er eimitt búinn að skjóta ca. 150 norma verksmiðjuskotum, og hef ekkert útá þau að setja. Mjög fín skot. En það er ekki ódýrt...
Ég er búinn að safna hylkjunum, og því datt mér í hug að það væri hægt að spara aurinn með að láta hlað endurhlaða fyrir mig.... og svo hugleiðing ef maður lítur til framtíðar hvort það borgi sig að fjárfesta í græjum ef maður skýtur ekkert meira en 100-200 skotum á ári..
Takk fyrir.
Skrifað þann 9 February 2013 kl 13:51
|
Þórir
Svör samtals: 74
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Þetta er laukrétt, sérstaklega góður pistill hjá Þorsteini og lýsir þessu fullkomnlega.
Ég byrjaði rólega, keypti mér Lee sett erlendis og hef síðan verið að bæta rólega við, en síðan kom frændi minn inn í þetta með mér og við samnýtum tæki. Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að hlaða sjálfur og snýst ekki bara um kostnaðinn. Fyrir mína parta er ég að hlaða í skammbyssuskot og í mínu tilviki get ég ekkiu einu sinni keypt skot í mína (.380 acp, eða 9mm kurz) úrúr verslun og því var valið einfalt. Hvað kostnað varðar þá mældi ég kostnaðinn um daginn og sýndist að pakkinn af skammbyssuskotum væri að koma út á ca.1200 kr. sem er þó töluvert ódýrara en algeng skammbyssuskot, sparnaðurinn er því töluverður sem er líka mjög gott.
Endilega, smelltu þér á námskeið, verður ekki svikinn af því að byrja að hlaða. Byrja bara rólega, ekki fara í of mikla fjárfestingu fyrst og ef þú fílar þetta þá bætirðu við.
Kv.
Þórir I.
Skrifað þann 9 February 2013 kl 13:56
|
mckinstry
Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Endingin á hylkjunum fer eftir svo mörgu m.a. upprunalegum gæðum. Getur munað miklu á milli framleiðenda. Lapua hylkin eru mjög góð eins og DS bendir á hér að ofan. En jafnvel hef ég náð góðri endingu út úr Sellier og Bellot hylkjum sem þykja ekkert sérstaklega fín. En með mildri hleðslu. En ég gleymdi að minnast á stærsta kostinn við að hlaða sjálfur enda spurt um kostnaðarhliðina. Það er nákvæmnin. Með smá yfirlegu og prófunum fær maður skot sem eru "klæðskerasaumuð" fyrir hverja byssu og getur nákvæmnin aukist stórlega miðað við verksmiðjuskot. Ég hef sjálfur náð veiðiriffli niður úr 1,5 MOA í vel undir 0,5 einungis með því að finna "réttu" hleðsluna í fáum einföldum skrefum. Ég minnist jafnvel S&B skota í .223 sem voru eins og hagladreif yfir 2 MOA úr Savage 12 Varmint riffli sem datt vel niður fyrir .5 MOA og var oft nánast gat í gat beint úr kassanum eftir að ég fann réttu hleðsluna. Við þessar æfingar og prófanir er gott að hafa Chronographer.
Kveðja
Þorsteinn Svavar McKinstry
Skrifað þann 9 February 2013 kl 13:57
|
khamar
Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
McKinstry, getur þú lýst þessum einföldu skrefum sem þú notar við að finna út bestu hleðslu ?
Kv Guðmundur
Skrifað þann 9 February 2013 kl 19:27
|
mckinstry
Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Sæll Guðmundur og aðrir áhugasamir spjallverjar
Þessi einföldu skref sem ég minnist á til að finna draumahleðslu hvers riffills er í raun sáraeinföld aðferð við að prófa sig áfram.
Tökum sem dæmi .223 riffilinn sem ég minntist á hér að ofan:
Í Vihta Vuori bókinni er gefið upp að hleðsla á bak við 52grs HPBT Sierra Match kúluna megi hlaða VV N130 21,5grs til 24.0grs Þessar tölur eru það sem talið er öruggt lágmark og hámark. Hægt er að framkvæma prufurnar á nokkra mismunandi vegu:
Maður hleður t.d. fimm stk skot frá minnstu hleðslunni sem er 21,5grs og eykur svo við púðrið í 0,5grs þrepum þannig að næstu fimm eru 22,0grs og næstu fimm 22,5grs og svo þar næstu 23,0grs þá 23,5grs og loks 24.0grs að öðru leiti er allt eins.
Næst getur maður gert eitt af þrennu eða allt háð því hvernig maður vill standa að hlutunum. a) Skjóta hleðslunum gegnum hraðamæli og velja þá hleðslu sem hefur minnst frávikin. b) Framkvæma s.k. stigaprufu þá skýtur maður 2-3 skotum í sömu hleðslu á samam mark og öllum mismunandi hleðslunum alls 12-18 skotum skv. dæminu að ofan og þá er besta hleðslan þar sem grúppan myndast í annars nokkuð lóðréttri ákomu á skotmarkinu. c) Eða að skjóta þessum 6 mismunandi hleðslum á sex skotmörk og einfaldlega mæla muninn til að sjá (ef það blasir ekki við) hvaða hleðsla gefur þéttustu grúppuna. Sjálfur geri ég alltaf hvorutveggja að hraðamæla og skjóta á sér mark fyrir hverja hleðslu. þá get ég séð hvernig þetta fer saman vaxandi hraði vegna aukins þrýstings og þéttari grúppa.
Hægt er að endurtaka prufuna með minni mun t.d. á milli 23.0 - 23,5 í nokkrum þrepum ef þéttasta grúppan lá á milli þessara hleðsla og báðar þessar grúppur mældust eins.
Savage riffillinn sem ég nefndi áður var ánægðastur með 23,5grs. og það góður að ég lét gott heita þar.
Rétt er að taka fram að þó þessar hleðslutölur séu raunverulegar hleðslutölur fyrir minn riffil og skv. öruggri heimild ætti hleðslumaður að sannreyna sínar heimildir öryggis vegna og í þessu tilfelli fletta upp í VV bókinni.
Ég vona að mér hafi tekist að skýra þetta nógu vel.
Kveðja
Þorsteinn Svavar McKinstry
Skrifað þann 9 February 2013 kl 21:29
|
Hurdarbak
Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: hugleiðing um verð skota - endurhleðsla
Jú.... Þetta er nánast allt komið fram og frábær ritsmíði hjá Þorsteini Mc.... Ending hylkja í 6,5x55 er afar misjöfn og þá fer það aðalega eftir púðurmagni.... Einnig hefur áhrif hve lásinn og hlaupið er gott og svo er aukakosnaður í púðurvali td. Norma og Vihtavuori er um helmings munur.....
Ég er að hlaða frekar dýrt í Svíann eða 43,2gn af v550 á 130gn kúlu... Hylkin eru fyrir vikið að lemjast aðeins fram og er endingin í Lapua um 6 til 7 sinnum sem eykur þá við kostnaðinn.....
Mesti aukakostnaðurinn við að hlaða sjálfur er í raun sá að ef ekki er vel að verki staðið.......
kv hr...... Sem mælir með að láta Hlað hlaða fyrir sig ef menn eru að skjóta 100 skotum eða minna á ári.....Siggi í búðinni er frekar laginn við þetta..... Og treysti ég mér til að mæla með honum.....
Skrifað þann 10 February 2013 kl 11:02
|