germanica
Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 18 August 2012
|
Sælir veiðimenn/konur
Mig langar að fá ykkur til að svara tveimur spurningum um þjóðlenduveiði á gæs.
Þú kemur að álitlegri tjörn sem þú hefur stundum veitt við,á staðnum er búið að stilla upp einhverjum slatta af gerfifuglum og jafnvel einhver annar búnaður líka en engir menn sjáanlegir. Hvað gerir þú ?
Þú hefur komið þér fyrir við tjörn og aðrir veiðimenn koma að og sjá að tjörnin er upptekin,þeir fara einhverja 100-150 metra vindmegin við tjörnina og veiða úr aðfluginu. Hvað gerir þú ?
Er fyrst og síðast að forvitnast um siðfræðina bak við veimennina sjálfa eru þetta viðurkennd vinnubrögð á heiðum ? þ.e.a.s. að taka kanski frá nokkrar tjarnir með gerfifuglum og að fara inn í aðflugslínu hjá veiðistað annara.
Hef lítið veitt á heiðum en finnst að veiðimenn verði að hafa einhverjar siðferðisreglur í umgengni hver við annan.
Kv,
Sæmi.
Tags:
Skrifað þann 21 August 2012 kl 23:04
|
17 Svör
|
Iceval
Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Nú er ég fovitinn..
Hvaða annar búnaður var á staðnum? Er hugsanlegt að tálfuglarnir hafi verið lagðir út daginn áður eða jafnvel nokkrum dögum áður til að venja fugla við, svona eins og að laða að með því að dreifa korni í akur?
Er þetta raunverulegt dæmi og ef svo er, hvað gerðir þú?
Hitt dæmið kannast ég við (reyndar í tvígang..), 3 menn komu inn á akur þar sem ég og félaginn vorum búnir að koma okkur fyrir. Eftir nokkrar umræður, fyrst til að róa aðkomumennina niður, þá sættust allir á það að báðir voru með gott og gilt leyfi hjá bóndanum. Sá gamli hafði einfaldlega tvíbókað sama morgun, allt í góðu. Í bæði skipti bauð ég hinum að koma sér fyrir með okkur sem fyrir vorum enda þá fleiri tálfuglar og minni slysahætta. Í bæði skipti tóku menn illa í hugmyndina, og einmitt komu sér fyrir 50-100-150 metrum frá og jafnvel í gagnstæða átt skáhalt hinum megin við akurinn. Sem minnkar öruggan skotgeira um heilan helling.
Og aftur spyr ég; er þetta raunverulegt dæmi og ef svo er, hvað gerðir þú?
Valdi
Skrifað þann 22 August 2012 kl 1:04
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Almenna reglan hlýtur að vera að ef þetta er almenningur sem þessi tjörn stendur við þá getur enginn tekið frá svæði því um leið er hann að eigna sér það með ólögmætum hætti.
Hvað varðar seinni spurninguna, 100-150 metra er fyrir utan haglabyssufæri og því lítið við því að segja, ætli ég myndi nú samt ekki spjalla við þá kumpána og semja um að við myndum skjóta saman. Ef ekki þá hreinlega veit ég ekki hvað ég myndi gera, hef aldrei lent í þessu.
Skrifað þann 22 August 2012 kl 10:48
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Get svo einnig bætt við ef ég væri hinum megin við borðið og kæmi að skyttum þar sem ég ætlaði að vera þá myndi ég færa mig miklu lengra en 100-150 metra sé þess nokkur kostur, helst þannig að ég væri ekki að fá sama flug og þeir
Skrifað þann 22 August 2012 kl 11:18
|
remi700
Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
sammála þessu, held reyndar jafnvel að ég færi á allt annað svæði eða bara heim. menn segja 100-150 metra utan færis, eru menn þá tilbúnir að standa og láta skjóða að sér með haglara á því færi. Menn skjóta á sitjandi og særðar gæsir rétt eins og fljúgandi. Ekki mundi ég láta skjóta að mér á því færi. ef þeir menn sem koma seinna vilja ekki sættast að á vera með þeim fyrri tel ég að þeir eigi að víkja og fara annað, þá er ég að tala um mun meira en 150 metra.
Skrifað þann 22 August 2012 kl 18:20
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Maður væri kannski ekkert rólegur á 100 metrunum
Skrifað þann 22 August 2012 kl 18:27
|
Hurdarbak
Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Já... Þetta eru yfirleitt erfiðar spurningar og best væri að ná sáttaleið... Ef ekki nást sættir þá verða menn að varpa hlutkesti, ekki endilega skjóta hver á annann.... Svo hefur það verið virt að sá sem kemur fyrstur fær....... En að setja upp tál og vera ekki á svæðinu er frekar grátt......
kv hr
Skrifað þann 22 August 2012 kl 18:42
|
germanica
Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 18 August 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Persónulega finnst mér að koma að tjörn þar sem menn hafa sett upp tálfugla og eru ekki á svæðinu að þeir séu búnir að gefa frá sér réttinn til forgangs til veiði.
Svo að ef maður kemur að veiðisvæði sem aðrir eru mættir á og þeir vilja vera einir að svæðinu þá er ekkert annað í stöðunni en að finna sér nýjan,en ekki koma sér fyrir í nánd við staðin.
Skrifað þann 23 August 2012 kl 12:33
|
skjottu
Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
sælir eg hef bara einusinni lent í að hafa komið á tún þar sem bóndinn hafði tvíbokað, þeir mættu of seint hinir og fældu fra mér hópa en eg bauð þeim að vera i sama skúrði og eg enda nóg pláss og eg var buinn að stilla upp . þeir fóru svo heim klst síðar þegar þeir voru bunir að veiða nóg .
en upp til heiða hef eg bara lesið á gamla hladspjallinu , þá sögðu fyrstur kemur fyrstur fær. Menn stilla kannski upp gerfifuglum og fara svo að fylgjast með morgunflugstöðum eða berjamó eða what ever. En personulega finnst mér það ágætt regla svo fremur sem það er ekki fleiri en ein tjörn. mjög ómerkilegt athæfi að stilla sér inn i fluglinu hjá öðrum sem komu á undan þér.
kv jakob
Skrifað þann 24 August 2012 kl 11:06
|
jagt
Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Það á ekki að vera hægt að mæta 17 júní og stilla upp gervigæsum og þá er tjörnin þín 20 ágúst, það er ekkert annað enn frekja. Það þíðir ekki að þú eigir tjörnina ef þú ert með tálfugla á henni allt árið. Reglan ætti að vera sú að þú sert sjálfur við tjörnina og þá er hún þín, er bara spurning hvað þú nennir að eiða laungum tíma í að taka hana frá. Og það að fara í 100-150 m fjarlægð frá í fluglínu er líka bara virðingarleysi og drullusoksháttur ef menn eru bunir að koma ser fyrir á tjörn. Minnir að hafi verið umræða herna fyrir einhverjum árum þar sem voru einhverjir menn sem voru bunir að taka frá tjörn með að setja tálfugla við hana en þegar þeir mættu á svæðið voru þeir horfnir og einhverjir bunir að stela þeim, vissulega missir af því en hafa ekki bara einhverjir veiðimenn haldið að þeir væru að finna tálfugla á víðavangi og og hirt þá... sá á fund sem finnur...
Skrifað þann 25 August 2012 kl 21:06
|
hanagal
Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
ÉG er sammála ykkur. Ef gervigæsir séu á tjörninni og engir menn sjáanlegir, og ef meira er.. enginn bíll á svæðinu þá tel ég tjörnina ekki vera upptekna.
En ef menn séu búnir að koma sér fyrir við tjörn, þá fer ég annað. Soldið svona gullna reglan..
Skrifað þann 27 August 2012 kl 0:59
|
germanica
Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 18 August 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Sælir
Er algjörlega sammála Jagt með þessi mál og finnst að hafa ætti hans orð að leiðarljósi.
Finnst þó að menn ættu ekki að fjarlægja/stela tálfuglum frá öðrum veiðimönnum þó þeir bjóði klárlega upp á að það sé gert ef þeir eru notaðir á þennan hátt.
Skrifað þann 28 August 2012 kl 17:40
|
willys
Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Dáldið gróft að setja niður gervigæsir 17 júní en sumir eru bara grófari en aðrir.
Ef ég kem að tjörn uppá hálendi sem mér lýst vel á þá set ég gervigæsirnar við tjörnina og kem svo aftur um kvöldið.
Ef einhver annar er búinn að koma sér þar fyrir í millitíðini þá verður sá hinn sami veiðifélaginn minn það kvöldið.
Sá sem ákveður að koma sér fyrir á tjörn þar sem veiðiútbúnaður annars manns er þá skal hann gera ráð fyrir að eigandinn komi til að veiða enda í fullum rétti til þess.
Ég meina, það væri nú meiri aulaskapurinn að hlunka sér við tjörn og annars manns útbúnaður á staðnum í stað þess að leyta að öðrum veiðistað ...... ha !
Skrifað þann 28 August 2012 kl 18:48
|
Bskit
Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Við félagarnir lentum í því um helgina að við vorum búnir að leita að tjörn allan daginn þar til við loks fundum eina seinnipartinn sem okkur þótti álitleg. Við vorum ekki með tálfugla né veiðiútbúnað með okkur heldur bara fórum að skanna svæðið hratt og örugglega. Við fórum svo niður að ná í búnaðinn og vorum komnir að tjörninni um hálf 9 leytið. Við komum þá tálfuglunum upp og vorum að verða klárir þegar mannsmynd birtist okkur í fjarska á leið til okkar. Viti menn, þetta var veiðimaður með hund með sér sem stefndi beint á tjörnina okkar. Við félaginn ræddum um hvað skyldi gera og okkur þótti eðlilegast að leyfa þessum veiðimanni að veiða með okkur enda fannst okkur það sjálfsagt miðað við að maðurinn hefur líklega lagt jafnmikla vinnu í að finna þessa tjörn og við. Að auki voru engar aðrar álitlegar tjarnir í nágrenninu. Svo mætti veiðimaðurinn og sá var aldeilis hokinn af reynslu, hafði veitt heiðagæs í 15 ár og fundið þessa tjörn fyrir 3 árum síðan og oft gert góða veiði og allir sammældust um það að veiða saman og njóta kvöldsins, sem við gerðum svo sannarlega!
Þessi veiðimaður var auk þess svo herramanslegur að veita okkur mörg góð ráð og að við skildum svo vera í sambandi ef annar hvor aðilinn hyggðist veiða á þessari tjörn aftur þetta haustið, svo hinn væri ekki búinn að vera þar kvöldið áður eða eftir.
Vildi bara segja ykkur frá þessari reynslu.
Skrifað þann 29 August 2012 kl 15:36
|
hanagal
Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Bskit
Varstu uppá auðkúlu???
Og voruð þið á rauðum jeppa,
ef svo er, fenguð þið eitthvað? ;)
Skrifað þann 29 August 2012 kl 17:17
|
Bskit
Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
Nei, en við vorum samt í systursýslunni, og við fengum 1 gæs
Skrifað þann 29 August 2012 kl 19:02
|
hanagal
Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
já, ég meinti einmitt eyvindastaðaheiði.....
getur það þá ekki passað að ég mætti ykkur þegar þið voruð að skella gervigæsunum á bakið og rölta niðureftir? voruð á rauða pikkanum???
ef svo er, þá þér að segja fundum við engann álitlegan stað og fórum niður í svínadal og grilluðum, hehe ;)
Skrifað þann 29 August 2012 kl 19:20
|
síldaraugað
Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Hvað finnst þér ?
mér finnst þetta.
Sá sem er á pollinum á hann það kvöldið. Á maður að taka mark á gerfigæs á einhverjum elmennigspolli, nei segi ég. Ég gæti án efa hertekið helvíti marga polla á heiði með gerfigæsunum mínum. Ég fór um daginn í 3 daga fer á ákveðna heiði. Það hefði kannski verið sterkur leikur að dreifa gæsum á nokkra polla til að friða þá fyrir sjálfan mig í þessa 3 daga. Nei, þetta er einfalt, fyrstir koma fyrstir fá.
Skrifað þann 29 August 2012 kl 21:31
|