Hvellhettur

stefandada

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 25 March 2015

Langar að forvitnast aðeins um hvellhettur

Hver er munurinn a svokölluðum Bench Rest hvellhettum og "venjulegum". Liggur munurinn í efnisgæðum eða finnur maður einhvern mun á því að skjóta með þeim ?

Er einhver ávinningur í því að nota BR frekar en hinar til eðlilegra nota, þá veiða og hefbundins pappaskytterís ?

Mbk.Stefán

Tags:
Skrifað þann 11 January 2016 kl 7:44
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvellhettur

Á gæti Hlaðverji Stefán.

Segja má að heilkenni "Benchrest primera" sé að loginn sem
þeir skapa er langtum minni en gengur og gerist meðal primera.
Þetta verður til þess að þrýstibreyta (sem þýðir hraðabreyta) frá primer
verður minni en ef hefðbundin og öflugri primer væri notaður.
Þetta er vitaskuld ávinningur þegar leitað er að hámarks nákvæmni.
En þar með er ekki öll sagan sögð!!
Í ýmsum hylkjum eru BR primerar á mörkum þess að vera nógu öflugir
til að tryggja örugga kveikingu, ástand sem gjarnan er kallað "hang fire"
sem leiðir til þess að skyttan þrýstir á gikkinn ..en einhver sekúndubrot
gerist ekkert...en svo allt í einu ríður skotið afangry
Allir sjáum við að þetta er ástand sem er óásættanlegt!
Ég fyrir mitt leiti notaði öflugan (ekki BR) og áreiðanlegan primer til veiða.

Vona að þessar hugleiðingar verði þér að gagni.
Beztu kveðjur, Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 11 January 2016 kl 13:32

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvellhettur

Þetta er nú ekki það sama og þeir hjá cci sjálfum skrifa hér Magnús.
http://www.cci-ammunition.com/products/primers/primers.aspx?id=27...
með áherslu á "Use the same data as CCI Standard (non-Magnum)
primers"
BR primerinn er með sterkari kápu og og getur þess vegna td. verið betri í háþrýstum cal.
Flestir sem ég hef spurt um þetta segja að BR hvellettan sé örlítið "heitari" og hafa talað um að minka hleðsluna um kannski 0,3-0,5 grain fyrir BR.
Ég hef ekki orðið var við það að BR hvellettur frá cci hafi verið sérstaklega varhugaverðar, hvorki í small eða large. ( hef ekki samanburð frá öðrum merkjum en cci)
Ég á góðar hleðslur með standard hvellettum og svo líka aðrar með BR..

En það væri fróðlegt að vita hvað fleiri fróðir menn segja um þetta mál.

Skrifað þann 11 January 2016 kl 21:18

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvellhettur

Sælir allir, ég hefði haldið að það sem skipti mestu máli sé að kveikingin sé alltaf eins og mér sýnist þeir hjá cci tali einmitt um það að BR hvellhetturnar séu einmitt með lítin breitileika á milli hvellhettna. Ég hef allavegana trú á að mis öflugar hvellhettur orsaki mikið frekar "flæera" sem ég er u.þ.b. laus við í minni ofur Tikku 270 win. enda nota ég br2 hettur og sé ekki mikin sparnað í 4 kr. á skot með að nota annað. Hef nú ekki stundað hleðslu og skotfymi í nema eins og tvö ár en hef orðið svoítið ýktur er ég komst á bragðið smiling
kveðja Karl

Skrifað þann 12 January 2016 kl 11:46

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvellhettur

Ágætu Hlaðverjar Karl og 243 Howa.

Afsakið hvað ég er seinn til svars..maður mæðist í mörgu.
En hvað primera varðar:
Ágæti félagi 243 Howa...Þinn vísdómur um CCI BR primera virðist
vera til kominn vegna auglýsingar þess fyrirtækis sem framleiðir
þessa vöru. Allt í lagi . Mikill er máttur auglýsinga!
En þannig er málum ekki háttað í mínu tilviki.
Ég hef skotið þúsundum skota sem notast var við CCI BR primer
(hundruðum yfir hraðamæli) og get þess vegna fullyrt að það er engin
munur á CCI BR4 og CCI standard primer.
( Mér skylst að CCI segi að það eigi að nota sömu hleðslur fyrir BR og ST primer)
Að halda því fram að BR4 sé "heitur" primer er algerlega í mótsögn
við fyrirliggjandi staðreyndir í málinu (hraðaljósmyndir PS / German Salazar)
Í áðurnefndri auglýsingu frá CCI er því haldið fram að á einhverjum
dularfullum dögum sé safnað saman einvalaliði meðal starfsmanna
CCI til að búa til beztu primera í heimi! Þvílíkt rugl!
Ef þessir primerar eru svona langtum betri en allt annað hér á jörð....
hvers vegna sjást þeir ekki á skýrslum BR móta á heimsvísu?
Áratugum saman er ekki einn einasti sigurvegari að nota þessa tegund
primera...þrátt fyrir auglýsinguna góðu!!?
En hvað gerir primer að góðum primer?
Þetta snýst að miklu leiti um skelina (cup).
Ef allar skeljar (cup) sem hýsa tundrið (priming compond?) hafa sama rúmmál
getum við vænst þess að primerinn sé góður....annars ekki.
Staðreyndir málsins eru þær að sé um mismunandi rúmmál skeljarinnar (cup)
að ræða ...er mismunadi mikið tundur í hverri skel sem hlýtur að þýða breytileika
hvað sprengingu varðar.
Það er alþekkt vandamál kúlugerðarmanna að búa til keppnishæfar kúlur með þykkri
kápu ( jacket) vegna þeirrar einföldu staðreyndar að það reynist erfiðara að búa til þykk
jacket en þunn. En að búa til primer cup ...sem er í raun náskylt verkefni??

Og að endingu.....trúir nokkur maður því að CCI noti sérstakar vélar, en aðeins um helgar
og þá helst þegar Bolludaginn ber uppá jólin, til að forma skeljar (cups) fyrir það sem fyrirtækið
kallar BR pimera?
Ekki láta ykkur til hugar koma að ég sé þeirrar skoðunnar að CCI franleiði verri primera
en allir aðrir í heiminum! Fjarri því!!
En auglýsingaskrum hefur alltaf farið í taugarnar á mér.

Með beztu nýárskveðjum til allra Hlaðverja
Magnús Sigurðsson
P.s. Þegar ég var ungur maður lagði ég meðal annars
stund á rannsóknir á því sem hét "auglýsingatækni og áróður"
svo málið er mér að einhverju leiti hugleikið.

Skrifað þann 16 January 2016 kl 10:58

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvellhettur

er þetta staðreynd ???? ef svo er , er harka primeranna að skipta máli varðandi nákvæmni ?? tók þetta af netinu sem veit allt en vandamálið er að vinsa út hismið. smiling

Primer ''hardness" ..........

This is a frequently discussed matter and opinions do seem to vary somewhat. Overall however and from my own experience CCI primers are the hardest and so seem to require a harder hit to reliably go off. Winchesters seem softer and Federal softer yet and for this reason I have used Federal most of the time over many years.

Kveðja Karl

Skrifað þann 16 January 2016 kl 21:19

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvellhettur

Sælir félagar
Það er nú langt síðan ég las mér til um þetta og endilegar leiðréttið mig ef þið eruð á annari skoðun.
Ég hef litið svo á að BR primerar séu áreiðanlegri þeas minni breytileiki á milli primera. Einnig hef ég litið svo á að það væri minni hleðsla í þeim og blossinn dreifðist jafnar um hylkið. Það hafa verið framleidd Lapua palma hylki í .308 til að ná sama árangri en umdeilt hvort betra sé að nota þau með smal primer eða venjulegu hylkin með large primer. Las e-n tíma um large primera sem skiluðu svipuðum árangri. Held að Hlað sé með þýska eða rússneska primera sem hafa þótt óhemjugóðir.
Kv. Guðmundur Friðriksson

Skrifað þann 19 January 2016 kl 16:05