Hver er ykkar skoðun á þessu?

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

http://www.dv.is/frettir/2012/8/22/notudu-flugvel-til-ad-reka-hreindyr-i-daudann/

Og hvað finnst ykkur að ætti að gera við menn sem haga sér svona?

kv Atli S

Tags:
Skrifað þann 22 August 2012 kl 9:43
Sýnir 1 til 20 (Af 28)
27 Svör

Sveinn 6,5x55

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Ertu þá að tala um bóndann eða flugmanninn???

Skrifað þann 22 August 2012 kl 10:15

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Það er nú bara þannig að flug má ekki stunda neðar en 500 fet yfir óbyggðu svæð og 2000 fet yfir byggðu svæði. Flugvélin þarf að fara neðar en það til að hrekja dýrin trúi ég. Þannig að eins og þetta lítur út er þetta klárt brot á flugreglum.

Hvað varðar siðferðið almennt. Við "veiðimenn" höfum okkar séns með hyggjuviti, byssu og lappir. Með þetta að vopni leggjum við í dýrin, þau hafa víðáttuna, litarhaft og hlaupahraða sem sinn séns. Ég er ekki hlynntur svona smölun.

Skrifað þann 22 August 2012 kl 10:29

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Einmitt, ég er að tala um flugmanninn og veiðimennina sem standa á bakvið hann.

Skrifað þann 22 August 2012 kl 10:30

KA

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Silfurrefur, sammála þér -

Skrifað þann 22 August 2012 kl 10:48

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Mér finnst þetta hreinlega mjög subbuleg aðför að dýrunum. En mörgum finnst þar sem þeir eru búinir að eyða svo og svo miklum aur í þetta að þeir megi leyfa sér að ganga lengra en eðlilegt þykir.

Skrifað þann 22 August 2012 kl 11:16

skalli

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Ég var þarna fyrir austan um helgina á hreindýraveiðum og sá hausinn af þessum tarfi hjá þeim sem verkaði fyrir þá, hann var merktur útlendingi (og 115 kg.). Og þá spyr ég mig er þetta Íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem gengur svona fram? og ef svo er, sem mér virðist frekar augljóst. Er þetta þá veiðisiðferði sem við viljum sjá hérna?
Mitt svar er nei!

Skrifað þann 22 August 2012 kl 11:29

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Þá er einfaldlega að finna út hver var með vélina og heyra svo í þeim hvort þeir finnist þetta eðlilegt.

Skrifað þann 22 August 2012 kl 11:32

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Fyrir mér er þetta lögreglumál, hreint og klárt. Það er lögreglunnar að skoða athæfið.
Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 22 August 2012 kl 11:52

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Af svörum lögreglunar að dæma hefur þetta ekki verið kært svo að það er lítið sem þeir munu aðhafast frekar.

Skrifað þann 22 August 2012 kl 12:47

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Margur verður af aurum api!

Þetta eru þvílíkar hetjur. Veiðilega séð er þetta siðlaust en hvort þetta sé ólöglegt skv. villidýralögum veit ég ekki... en eins og einhver annar hefur bent á þá gæti þetta verið brot á einhverjum lögum er snúa að fluginu.

Vonandi verður þetta kært, þessir menn eiga ekkert minna skilið!

Kv.
Óskar Andri
http://www.oskarandri.com

Skrifað þann 22 August 2012 kl 13:05

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Jú .... Sammála.... Þetta er aðeins of langt gengið og of lágt flogið en eins og ferðaþjónustubóndinn lýsir þessu þá steypir flugmaðurinn vélinni marg sinnis í hjörðina. Spurning hvort ekki hefði verið löglegra að ganga með hóp manna og hreinlega smala að góðum og Íslenskum sið...... Það meiga jú allir ganga um landið...!

kv hr

Skrifað þann 22 August 2012 kl 19:21

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Það er reyndar misskilningur hr. Hurðarbaks að þótt umgengnisréttur sé um landið sé hverjum sem er heimilt að smala það. Mér er alltént sem ég sæi framan í hann héldi einhver höfðingi að sunnan því fram að sá gæti umtölulaust smalað sauðfénu í Kjósinni hvert sem honum sýndist.
Hegðum meintra skyttna þarna fyrir austan er hins vegar fyrirlitleg og væntanlega hafa einkenni flugvélarinnar verið auðséð, það er ekki að ófyrirsynju að stafirnir eru 30 sm háir, og því auðvelt að kæra.

Skrifað þann 22 August 2012 kl 20:23

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Hvernig getur það átt sér stað að dýrið var merkt útlendingi, er hann sjalfur að sækja um dýr ? Eða eru ferðaskrifstofur komnar með í pottinn ?
Svona hegðun er ekki til fyrirmyndar ef rétt reynist.
Vænti þess að skotvís láti sig málið varða og hafi samband við umhvefisstofnun sem hlitur að taka á svona málum.

Skrifað þann 22 August 2012 kl 23:50

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Svona aðfarir eru til skammar og ætti umsvifalaust að kæra þetta.

Sem veiðimaður hef ég oft lent í því að fara tómhentur heim af veiðislóð,og þó að það sé
svekkjandi þá er það einfaldlega hluti af veiðiskapnum. Þó að menn séu búnir að eyða háum
fjárhæðum í hreindýraferðina þá verða þeir einfaldlega að sætta sig við að oft ganga hlutirnir
ekki eins og í sögu,svona "dósaveiðar"hugnast mér ekki!

kv.
Guðmann

Skrifað þann 23 August 2012 kl 7:41

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Isafold sagði "Vænti þess að skotvís láti sig málið varða og hafi samband við umhvefisstofnun sem hlitur að taka á svona málum".
Ég myndi nú ekki leggja of mikið traust á Skotvís, ég gekk í þessi samtök fyrir nokkru og greiddi um hæl félagsgjaldið. þeir hafa ekki svo mikjð sem sent mér bréfsnepil um staðfestingu þess að ég sé nú í félaginu, hvað þá félagsskírteini.

Skrifað þann 23 August 2012 kl 8:16

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Sæll Silfurrefur :

Það kemur mér ekki á óvart ég gekk í þetta félag fyrir mörgum árum, ég sagði mig fljótlega úr því aftur
ég einfaldlega skammaðist mín fyrir að vera félagi í því,ég er víst ekki sá eini sem hef hætt í þessu félagi.

Skrifað þann 23 August 2012 kl 9:01

Hjalli

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Sælir Veiðimenn og konur

Hvað er eiginlega í gangi, eru ekki allir sammála að menn séu saklausir þangað til sekt er sönnuð, voru sannarlega einhver lög brotin, eða er þetta bara til að kasta rýrð á skotveiðimenn ?

Að banna veiðar í landi sínu er ok, en það vekur samt spurningar um viðhorf til veiða og ég kaupi ekki allt hrátt sem kemur frá mönnum sem banna veiðar á landi sínu, tel nokkuð of miklar líkur á að slíkir menn séu andveiðilega sinnaðir.

Og hvað svo maður mögulega andsnúinn veiðum tjáir sig um ósannað óveiðimannslegt athæfi og þá kemur kór af vælandi veiðimönnum sem er honum sammála um eitthvað sem enginn veit hvort átti sér stað eða ekki.

Er ekki löngu komin tími til að við skotveiðimenn hættum að vakta og taka virkan þátt í allri neyðkvæðri umræðu um áhugamálið okkar, sem snnarlega á undir högg að sækja.

Og að SKOTVÍS eigi að gera eitthvað í þessu er bara fáranlegt, afhverju ekki bara félag flugáhugamanna eða eitthvað sambærilegt.

SKOTVÍS er félag sem stendur vörð um hagsmuni skotveiðimanna og þeir sem kynna sér málin í dag sjá strax að þeir eru að vinna nauðsynlegt starf, sérstaklega hvað varðar að koma vinnureglum á veiðistjórnum, sem er engin í dag.

Vona að ég hafi ekki sært neinn.

Veiðikveðja
Hjalli

Skrifað þann 23 August 2012 kl 10:00

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Sælir, eftirá að hyggja af hverju kærir bóndinn ekki ? eða var hann bara að ná sér í auglýsingu ??
Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð.
Ef brotið er svona augljóst (fyrir mér er það allavega siðlaust ef rétt reynist). Skal tekið fram að ég veit ekki nóg um málið til að geta myndað mér skoðun,
Ég hef oft komið tómhentur heim úr veiði og það fylgir.
Mbk.

Skrifað þann 23 August 2012 kl 10:26

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Hver er ykkar skoðun á þessu?

Heill og sæll Hjalli.
Athyglisverður og skemmtilegur póstur frá þér þótt ég sé ekki endilega sammála þér í þetta sinnsmiling
1) Hvað varðar að vera saklaus þar til sekt er sönnuð, (Stjórnarskrá Íslands 70gr 2.mgr) Þar er ekki átt við annað en það að menn skulu njóta sanngjarnar málsmeðferðar. Fyrir flestum er sakborningur jafn sekur þegar um augljóst brot er að ræða. Er Ari t.d. saklaus uns sekt er sönnuð þótt Bjarni verði vitni af því að Ari steli vörum úr Hlað? Fyrir Bjarna er Ari ekki saklaus hvernig svo sem dæmt verður í málinu ef það mun þá ná svo langt. Hér vilt þú sýnist mér taka upp hanskann fyrir flugmann og hugsanlega veiðimann á meðan ég ofl tökum ferðaþjónustubóndann trúanlegan, þar til annað kemur í ljós

O,jæja næsta.

2) Þú nefnir að banna veiðar í landi sínu séu sé ok en gerir um leið ráð fyrir að landeigandi sé andveiðilega sinnaður. Þarna ert þú farinn að gera ráð fyrir hlutum en það var einmitt það sem þú agnúaðist út í þegar þú talaðir um "saklaus uns sekt er sönnuð"

3) Ég tel einmitt að Skotvís eigi að rísa upp þegar neikvæð umræða á sér stað þó ekki sé til annars en að viðra sjónarmið okkar veiðimanna. Þannig getur Skotvís til dæmis staðið vörð um réttindi veiðimanna.

Fréttaflutningur er oft veiðimönnum í óhag. Það var t.d. ekki falleg fyrirsögnin um þetta mál í DV en hún var á þá leið að hreindýrunum væri smalað í opinn dauðann sem var nú kannski full mikið í lagt. Enginn fréttamaður virðist hafa lagt það á sig að spyrja ferðaþjónustubóndann hverjir einkennisstafir flugvélarinnar eru. Það er nefnilega nokkurnveginn þannig að ef ekki er hægt að lesa stafina þá er vélin líklega ekki og lágt (miðað við meðalsjón manna)

Ofangreint er mín skoðun, þú hefur þína Hjalli og það ber að virða og í raun færi ég þér mínar þakkir fyrir þinn pistil. Oft hefur spjallið verið mengað af tilhæfuleusum loftskeytum en frá og með nýja spjallinu hefur mér einmitt fundist margt hafa breyst hér til batnaðar. Hér þurfa menn ekki endilega vera sammála en umfram allt reyna að skiptast á rökum og læra hver af öðrumgrin

Ef einhver hefur nennt að lesa alla leið hingað þá þakka ég fyrir

Með kveðju
SIlfurrefurinn

Skrifað þann 23 August 2012 kl 10:33
« Previous12Next »