Hvernig byssu?

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar,

Er búinn að ákveða að kaupa mér ,,nýja" (eða notaða) haglabyssu í sumar fyrir gæsavertiðina í haust. Nú er bara spurningin hvaða byssa er best. Ég veit að þetta er hafsjór af allskonar byssum og trúarbrögð hvers og eins. Skilyrði eru þessi. Hún má ekki vera langhleyp, mér finnst það óþæginlegt á eina 30" sem mér finnst of fyrirferðamikið. Hún verður helst að vera örvhendis. Hálfsjálfvirk. Áreiðanleg. Létt. Viðhaldslítil. Ekki spillir fyrir að hún væri falleg og eiguleg líka en það er aukaatriði. Er ekki alveg viss um hvað ég er tilbúinn að borga byrir gripinn en geri ráð fyrir að ég yrði mjög sáttur fyrir 100-200þ en er ekki tilbúinn í Vinci fjárhæðir :p

Þætti vænt um að ef einhverjir vitrari hérna um þetta ættu innlegg eða vissu um einhverjar líklegar til sölu. Er ekki búinn að vera lengi í þessum bransa þannig að allar skammir og skítkast er hérmeð afþakkað en allar leiðeiningar þegnar með þökkum smiling

Með fyrirfram þökk,

85

Tags:
Skrifað þann 10 February 2013 kl 18:27
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvernig byssu?

benelli montefeltro, fáanleg vinstrihandar og kostaði síðast þegar ég skoðaði rétt um 200þ

Skrifað þann 10 February 2013 kl 18:31

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvernig byssu?

Ef vinstri handar er skilyrði þá er um lítið að velja annað en Benelli.
Ég er reyndar örvhentur sjálfur og nota byssu fyrir rétthenta og það hefur
ekki valdið mér neinum vandræðum.
Held að það sé ein notuð Winchester SX3 auglýst hjá Vesturröst ásamt nokkrum öðrum góðum.
Svo eru Marocchi byssurnar hjá Hlað bara fínar smiling

Kv.Guðmann

Skrifað þann 10 February 2013 kl 18:42

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Hvernig byssu?

Sæll..

Sé verðið atriði þá er þetta fínn kostur miðað við þitt innlegg...
Og vinstri ekki skilyrði....

Fæst allanvega hér...
http://www.vesturrost.is/?p=5738...
http://hlad.is/netverslun/haglabyssur/h-lfsj-lfvirkt./marocchi...
http://www.vesturrost.is/?p=5262...

PS.Ég tæki að sjálfsögðu Berettuna...smiling
kvbj

Skrifað þann 10 February 2013 kl 18:55

Freyfaxi

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvernig byssu?

Eg a handa þér benelli M2 vinstri handar - svarta. Getur fengið hana a 130.000. Benelli er klárlega besti kosturinn i vinstri handar haglabyssu, að mínu mati amk. Hún hefur verið notuð af mér í eitt ár en fyrri eigandi notaði hana svo til ekki neitt.

http://hlad.is/index.php/netverslun/haglabyssur/h-lfsj-lfvirkt./ben...


Freysgodi@gmail.com. - Sími 8403421

Skrifað þann 10 February 2013 kl 23:32

Freyfaxi

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvernig byssu?

Sæll

Hún var flutt inn í Oktober 2004 og fyrri eigandi væntanlega fengið hana í hendur einhverju seinna. Ég fékk hana í Maí 2012 og var hún þá gjörsamlega eins og ný - augljóst að hún hafði ekki verið skotin nema örfáum skotum, sem passar við frásögn fyrri eiganda.

Ég notaði byssuna töluvert á leirdúfu í fyrravor en svo datt nú botninn úr því hjá mér um sumarið og skaut svo einhverjar 50 gæsir í haust og 5-6 daga á rjúpu. Svo það má segja að hún sé að verða ársgömul hvað varðar raunverulega notkun en er náttúrulega framleidd 2004 (held nú að M2 sé meira eða minna alveg óbreytt ennþá í framleiðslu - en þori ekki að sverja fyrir það).

Get ég sent þér mynd í tölvupósti?

Skrifað þann 12 February 2013 kl 11:06