NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Ég er búinn að renna í gegnum þetta og finnst mér persónulega vera vel
og ítarleg að máli staðið. Ég mæli með að menn fari bara beint í niðurlag
draganna að frumvarpinu til að spara sér gráu sellurnar...
Ég held barasta að ég sé SÁTTUR við þessi drög, en sjái einhver eithvað
athugunarvert þá um að gera að nefna það og höfum þetta málefnalegt
Kveðja siggi
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29076...
Tags:
Skrifað þann 15 October 2014 kl 11:10
|
19 Svör
|
Guðsteinn
Svör samtals: 80
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Fyrir þá sem eru latir eins og ég, vildur þú vera svo vænn að koma með slóðina á drögin.
Kv.
Guðsteinn Fannar
Skrifað þann 15 October 2014 kl 11:37
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Sorry ég gleymdi
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29076...
Skrifað þann 15 October 2014 kl 11:39
|
C47
Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Þrengir ekki að mér þannig að þá er maður sáttur er það ekki?
Skrifað þann 15 October 2014 kl 13:11
|
ÁrniL
Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Er þá þetta með hljóðdeyfi dottið út frá gömlu frumvarpsdrögunum hans Ögmundar?
Leyfi mér líka að hlæja að gömlu klisjunni um að banna þurfi 9mm skammbyssur af því að eigendur þeirra sjáist bara aldrei á Íslandsmótinu. Bíddu það er hvergi hægt að æfa sig með slíkri byssu innandyra á höfuðborgarsvæðinu, a.m.k. er ekki einni einustu klukkustund varið til þess hjá mínu félagi SR í Egilshöll. Endilega að mæta á Íslandsmót án þess að hafa æft.
Það er líka vel hægt að hafa áhuga á skotíþrótt og byssum án þess að finna sig knúinn til að mæta á Íslandsmót. Verður ekki þá líka að banna allar haglabyssur? Þetta haglabyssulið allt sést aldrei mæta á Íslandsmótið í skeet og trap. Svo ekki sé talað um golfarana. Held að það séu tugþúsundir golfara á landinu en tæpt 1% sem mætir í Íslandsmót. Eigum við þá ekki bara með sömu rökum að banna þessar bansettu golfkylfur enda stórhættulegar og allir þessir golfkylfueigendur sjást bara aldrei á Íslandsmótinu.
Nei segi svona.
ÁrniL
Skrifað þann 15 October 2014 kl 16:32
|
C47
Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Er þetta ekki mál fyrir Skotvís að koma á framfæri t.d. skammbyssunum og hljóðdeyfum
Skrifað þann 15 October 2014 kl 18:59
|
aflabrestur
Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Sælir.
Mín skoðun svona í stuttu máli, þá er þetta hálfgerður úrdráttur úr stóra frumvarpinu frá 2008.
það helsta er:
Skápur við fyrstu byssu. Gott
Saumað meira að söfnurum. Slæmt
Saumað meira að íþróttageiranum. Slæmt
Aukuð eftirlit með hverjir fá leyfi. Gott ef rétt er að staðið.
Aukuð eftirlit með leyfishöfum. Gott ef rétt er að staðið.
Svo er þetta eins og vejulega opið í báða enda til túlknar eftir því hvað hentar hverju sinni, og ekkert um hver á að skilgreina hlutina td. hvað eru skipulögð glæpasamtök er það RLS eða Interpol sem ákveður það munum að Falun Gong fékk slíka flokkun á sínu tima og VG ætti að flokkast sem slík.
Hver metur hvenar byssa er söfnunargripur er það eh. dúddi hjá RLS sem vill helst banna allt, eða menntaður sagnfræðingur? Hvaða íþróttagreinar má stunda eru það bara þær sem STI leggur blessun sína yfir?
Mér finnst svo taka steininn úr og eiginlega hrein móðgun við byssueigendur þegar það reynt er að réttlæta þetta með voðaverkunum í Útey og öðrum svipuðum atburðum. Meira að segja Norðmenn hafa ekki séð ástæðu til breyta sínum lögum þrátt fyrir allt. Hvert hefur bann við skammbyssum skilað Bretum? 30% aukning á glæpum þar sem þær koma við sögu. Ekki það að ég vilji fara USA leiðina á þetta strangar, skýrar, gegnsæjar og samgjarnar reglur er það sem þarf ekki svona túlkunar pólitík fyrir smákónga.
Allt þetta er svo lítið skondið í ljósi ummæla forstjóra Interpol um daginn að við séum bara til fyrir myndar.
Svo held ég að skotvís ætti ekki að koma nálægt þessu máli þar sem þetta snýst ekkert um veiðar og þeir marg sagst ekki vera málsvari byssueiganda heldur veiðimanna, nema þegar hitt hentar þeim betur í það skiptið.
kv.
Jón Kristjánsson
Skrifað þann 15 October 2014 kl 20:22
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Kantu annan C47...
Málið með Skotvís er, að lúti það ekki beint að hagsmunum veiðimanna,þá er þeim andskotans sama..Þeir hafa lýst því yfir bæði í orði og verki..Svo þeir fara varla að ergja yfirvöld með skammbyssu umræðu og hljóðdeyfum..
Semsagt fórna minni hagsmunum fyrir meiri, frekar en sameina alla skotáhugamenn..Stjórnvöldum hugnast hvorki skambyssur eða hljóðdeifar sérstaklega..
Og hvað varðar málefnalega umræðu hér, þá fer hún nákvæmlega á það plan,að þeir sem málið snýr ekki að sérstaklega,er skít sama um þá pósta er snúa ekki að þeim sjálfum ,hverjum og
einum persónulega..Þannig hefur umræðan ævinlega verið hér..
Mbkrbj.
Skrifað þann 15 October 2014 kl 20:25
|
C47
Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
haha já ég kann annan. Ég sagði mig einmitt úr Skotvís eftir stutta viðveru. Er ekki að sjá neitt koma út úr þeim hagsmunasamtökum, því miður.
Skrifað þann 15 October 2014 kl 22:49
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Sammála þér þar C47..
Ég fór þaðan líka eftir nokkra viðveru...Þeir ætluðu sér aldrei að þjóna neinum nema skotveiðimönnum...
Það gengu margir úr félaginu á þeim tíma, er það varð kristaltært..
mbkebj
Skrifað þann 15 October 2014 kl 23:44
|
MaDeuce
Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
"vel og ítarleg að máli staðið"
Er það... Það er verið að skerða réttindi sem eru nú þegar með þeim verstu í Vestur Evrópu. Síðan er viðurkennt í textanum að glæpamenn muni hvort sem er geta útvegað sér vopn með ólögmætum hætti...
Svo nei, þetta er ekki vel að máli staðið og raunar til skammar að sjá svona tillögur koma frá ráðuneyti sem heyrir undir xD.
Hver eftirgjöf á réttindum er aðeins ávísun á enn frekari skerðingu síðar og erfitt að vinna sig baka.
Nú á að fara þrengja undanþágur við innflutningi – þegar það ættu ekki að vera "undanþágur frá banni" heldur actual réttindaflokkur sem löghlýðnir borgarar geta uppfyllt.
Skrifað þann 16 October 2014 kl 0:18
|
nagant
Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Skv. lögum eru öll vopn bönnuð á Íslandi. Byssur eru skv. lögum vopn, og þarafleiðandi bannaðar. Veittar eru undanþágur skv. núgildandi lögum, ef talin eru not fyrir byssurnar. En auðvelt er að fella undanþágur niður ef sá sem valdið hefur telur ekkert notagildi fyrir hendi. Tilhneigingin er að fækka undanþágunum með tímanum. Ég öfunda ekki komandi kynslóðir með okkar áhugamál.
Kveðja, Eiríkur Björnsson.
Skrifað þann 16 October 2014 kl 10:28
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Sælir/ar.
Sammála félaga Eiríki.
Kv, Jón Pálmason.
Skrifað þann 16 October 2014 kl 12:17
|
vingtor
Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 22 January 2014
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
sælir félagar
er einhvað talað um hve mörg skotvopn er heimilt að eiga hverju sinni?
var ekki einhvað verið að spá í að takmarka það við 15 eða 20?
kv
Skrifað þann 16 October 2014 kl 12:32
|
chrysophylax
Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Bara til að það sjónarmið heyrist líka að ég var mjög ánægður með þá skýru afstöðu Skotvís að félagið sé félag skotveiðimanna. Það þarf ekki að vefjast fyrir neinum hver tilgangur félagsins er, enda er fyrsta setningin í stefnu félagsins: "Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni og réttindi skotveiðimanna á Íslandi."
Ég tel það alls ekki þjóna hagsmunum veiðimanna að Skotvís verði einhverskonar NRA Íslands og taki mjög vonda slagi við stjórnvöld og almenningsálitið án þessa að skila neinum ávinningi fyrir þá félagsmenn sem félagið var stofnað um (skotveiðimenn).
Ég virði það viðhorf manna að vilja eiga byssusöfn og skammbyssur af ýmsu tagi en hagsmunagæsla slíkra aðila hlýtur að vera best borgið innann sérstakra samtaka - e.t.v. Samtaka íslenskra byssueiganda eða hvað menn myndu vilja kalla slíkt. Það er fullkomnlega eðlilegt að slíkir aðilar segi sig úr Skotvís, hafi þeir ekki áhuga á starfi Skotvís varðandi skotveiðar.
J ó n V a l g e i r s s o n
óbreyttur félagsmaður í Skotvís - enda skotveiðimaður
Skrifað þann 16 October 2014 kl 16:39
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Sæll Jón Valgeirsson..
Ég virði líka fullkomlega þessa skoðun þína, en bendi þér jafnframt á aðeins lítill hluti skotveiðimanna telur hagsmunum sínum vel borgið hjá Skotvís..
Síðast er ég var í félaginu var félagatalið milli 1100-1200 og fækkaði er sprengjan varð..
Vil benda þér á að veiðikortahafar voru 13000..Þrettán þúsund...Svo það eru sérlega fáir veiðikorthafar sem telja hagsmunum sínum vel borgið hjá Skotvís...
En það gæti kanski líka hugsast að þessir 11000.Þús..Sem kjósa að vera ekki hjá Skotvís, hafi
fleiri áhugamál varðandi byssur, en drepa með þeim...Kanski Íþróttaskotfimi líka jafnvel söfnun og f.l..
.Þess vegna telja þeir kanski í heildina þá sé veru þeirra í Skotvís illa varið, og kanski illa staðið að málum skotáhugamanna yfirleitt...Ég trúi vart að af 13000 veiðikortum séu bara 1100+- sem eru veiðimenn...Svo það vantar líklega mikið á almenna ánægju með Skotvís...
Mbk.ebj..óbreittur fyrrverandi félagsmaður í Skotvís..
Skrifað þann 16 October 2014 kl 17:15
|
2barrel
Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Varðandi þessi nýju lög þá er þetta með byssuskápinn löngu tímabært en ég set fyrirvara með margt annað sem í þessum nýju lögum stendur.
Það er rétt að benda á það að meirihluti þeirra ca 30 þúsund sem eru með skotvopnaleyfi á Íslandi og eiga skotvopn eru ekki að nota þau til veiða (ekki með veiðikort).
Nú þekki ég ekki til fjölda þeirra sem eru félagar í skotfélögum landsins eins og skotfélags Reykjavíkur en ef einhverjir ættu að vera málsvarar skotvopnaeigenda þá væru það ekki síður slík félög frekar en Skotvís.
Það er kannski vandamálið að skotvopnaeigendur er hópur sem á ekki beinan málsvara og mín tilfinning fyrir stemmingunni í þjóðfélaginu er sú að þeir hafi engan skiling á sínum málstað þannig að lögregluyfirvöld geta fengið fram hvað sem þau biðja um.
Ég sé ekki að það sem kallað er gróf skammbyssu sem þarf alveg sérstakt leyfir fyrir í núverandi löggjöf, sé meiri hætta fyrir almenning en ýmis önnur skotvopn sem sannarlega fjöldi manna notar hvorki til veiða né séu þátttakendur í opinberum skotkeppnum. Þetta eru byssur sem eru bara notaðar við að skjóta í mark annað slagið engum til ama en eigendanna til einhverjar gleði.
Er skráð 9 mm skammbyssa meiri ógn fyrir almenning en fjölskota haglabyssa eða öflugur riffill með öflugum sjónauka sem gæti auðveldlega fellt mann af yfir 1 km. færi.
Menn skulu hafa þetta í huga því hvað verður bannað í næstu endurskoðun vopnalaga?
Ég sé ekki alveg tilefni til þrengingu skotvopnaeignar á Íslandi. Við erum með alveg einstök hvað fá tilfelli eru þar sem skotvopn hafa komið við sögu í brotamálum. Það var líka heimsfrétt þegar sá sorgaratburður varð þegar lögreglan sá sig knúin til að skjóta mann.
Annað er bann á hand og fótjárnum í lögum þessum. Hvert er tilefni þessa banns? Hver gætir hagsmuna þeirra húsmæðra landsins sem hafa haft gaman af því að járna eiginmenn sína við rúmgaflinn eða eldhúsvaskinn.
Ég vil taka það fram að ég er ekki eigandi skammbyssu eða hef haft hug á slíkri græju en það getur verið að handjárn leynist einhver staðar á heimilinu þó að ég viti ekki hvar það er niður komið núna.
Ég hvet ritfæra skotvopnaeigendur til dáða að skrifa greinar í fjölmiðla og umsagnir til alþingis um að í þessum lögum sé verið að ganga of langt á rétt almennings.
Skrifað þann 17 October 2014 kl 22:18
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
Sæll 2barrel.
Gott innlegg frá þér, vantar aðeins nafnið.
Hefði kosið að sjá það á vefnum, en ef ekki , þá hef êg áhuga á að vita nafn þótt.
Kv, Jón Pálmason.
Skrifað þann 18 October 2014 kl 0:45
|
svartljos
Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
ÁrniL: Til að svara þér aðeins þá hefur Skotfélag Kópavogs 1 dag í viku ef ég man rétt tíma til að mæta og æfa sig með grófri skammbyssu en það er búið að vega að þeim tíma á seinustu árum.
Annars til að vera "on topic" þá lýst mér vel á að setja skilyrði skápur við fyrstu byssu.
Ég er ekki sammála takmörkunum, ég myndi frekar vilja sjá MUN þrengri skilyrði og erfiðari próf og mögulega próf við hverja gerð réttinda.
Og að því sögðu er ég ekki hlynntur þrengri skilyrða fyrir safnara né þá sem eru í íþróttaskotfimi og tengt því þá er ég einnig ekki hlynntur þrengingum hvað varðar keppnisgreinar.
Ég tel það einnig réttindamál veiðimanna og reyndar þeirra sem stunda skotfimi að fá leyfi fyrir hljóðdeyfum.
Og ef eitthvað úr eldra frumvarpi kemur inn með að takmarka heildareign hvers og eins á byssum þá finnst mér það einnig ólíðandi.
Skrifað þann 18 October 2014 kl 5:58
|
Stebbi Sniper
Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Jæja, drögin að nýju vopnalögunum....
svartljos, ertu nokkuð til í að útskýra þetta betur fyrir mér og þá sérstaklega seinni hlutan?
ÁrniL: Til að svara þér aðeins þá hefur Skotfélag Kópavogs 1 dag í viku ef ég man rétt tíma til að mæta og æfa sig með grófri skammbyssu en það er búið að vega að þeim tíma á seinustu árum.
Skrifað þann 20 October 2014 kl 0:38
|