GoggiMega
Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Smá spurning
Hvað þarf ég stóran kíki til að sjá eitthvað á 200m. Væri alveg vís til að kaupa stæðsta kíkinn í búðinni en veit ég þarf ekki svo hrikalega flottan kíki
Kveðja
Georg
Tags:
Skrifað þann 27 June 2013 kl 7:24
|
14 Svör
|
Konnari
Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
8x32 eða 8x42 er mjög góð stækkun fyrir alhliða kíki bæði fyrir veiði og t.d. fuglaskoðun. Gæði glerjanna skiptir mun meira máli en stækkunin, því dýrari sem kíkirinn er því betra.
Skrifað þann 27 June 2013 kl 10:29
|
TotiOla
Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Mig grunar að Konnarinn hafi ætlað að skrifa 8-32 og/eða 8-42 stækkun Bara til þess að forðast allan misskilning, og þú farir nú ekki að kaupa fastann 8x42 sjónauka.
Ég tek undir það með honum að gott er að hafa þessa möguleika á að fara vel yfir 20 stækkun, en ég get þó séð götin með 24x stækkun á 200m með mínum Vortex Viper PST. Þannig að +24 stækkun í öllum betri sjónaukum ætti að duga þér.
Einnig tek ég undir það sem hann segir um gler. Betri gler = betri árangur, en kostar auðvitað sitt og hver verður að finna út fyrir sig hversu langt veskið nær. Safnaðu þó frekar en að kaupa þér ódýrt. 30 eða 40 stækkun í þessum kína(22.lr)sjónaukum er ekki að virka á 200m.
Vona að þetta hjálpi.
Skrifað þann 27 June 2013 kl 12:19
|
Konnari
Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Er maðurinn ekki að spyrja um handsjónauka ???? kíkir í mínum huga er það sama og handsjónauki ! Ég er kannski eitthvað að misskilja þetta
Skrifað þann 27 June 2013 kl 12:57
|
TotiOla
Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Já, þú meinar.... Ég hef ekki hugmynd. Ég skildi hann á hinn veginn
Hann verður að segja okkur hvort hann var að meina Hann er þá allavega kominn með hugmyndir að báðu.
En ef við gefum okkur að hann sé að tala um skotfimi, er 8x stækkun nóg í handsjónauka til að sjá kúlugöt á 200m? Jafnvel með dýrustu græjum?
Skrifað þann 27 June 2013 kl 14:51
|
skepnan
Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Sæll Georg, ég er með Leupold í 4,5-14x50 og ég get greint skotgöt á 200 ef þau eru á hvítu pörtunum á skotblaðinu en ekki mikið meira
Enda er þetta veiðisjónauki og fínn í það.
Ef ég ætla að skoða hlutina betur þá er 6,5-20x50 notaður.
Það er svona það lægsta sem að ég færi í, (mikið vill meira )
Helst væri að fá að gjóa augunum í gegnum nokkur gler upp á velli og skoða kúlugötin með mismunandi stækkunum.
En eins og þú veist þá skipta gæðin á glerunum ansi miklu máli.
En mitt mat er 20 í lágmarksstækkun og ekki velja ódýr merki.
Kveðja Keli
Skrifað þann 27 June 2013 kl 23:40
|
IngviReynir
Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012
|
Re: Kíkir
Er með Elite 6500 2,5-16*50 og sé götinn á 200 metrum
Skrifað þann 28 June 2013 kl 9:59
|
GoggiMega
Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
takk fyrir þetta.
Ég skrapp í hlað og fékk mér
ZEISS CONQUEST HD5 5-25x50
er hrikalega ánægður
Skrifað þann 28 June 2013 kl 10:39
|
TotiOla
Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Til lukku með gripinn. Ég held að þetta hafi verið góð kaup hjá þér. Flottur bæði í veiði og á pappa.
Mig langar samt að forvitnast. Kíktir þú eitthvað á Vortex hjá þeim eða áttu þeir hann kannski ekki til?
Það hefði verið gaman að heyra samanburð á þessum sem þú keyptir og Viper PST 6-24 frá Vortex
Skrifað þann 28 June 2013 kl 14:36
|
ísmaðurinn
Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Tóti það er ekki einn til þar og miðað við svörin sem ég hef frá Vortex mun enginn pst koma til Hlað í bráð enda sendu þeir póst a ALLA umba í Evrópu fyrir mig til að redda mér en var heppinn fann aðila i usa sem reddaði þessu ;)
Skrifað þann 29 June 2013 kl 1:25
|
ísmaðurinn
Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Toti það væri gaman ef haldið yrði Vortex mót svons eins og zeiss mót ekki satt enda kominn slatti af þeim á klakann..
Skrifað þann 29 June 2013 kl 10:21
|
Gísli Snæ
Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Það er bannað Tóti þar til að ég fæ mér aftur Vortex
Skrifað þann 29 June 2013 kl 12:59
|
TotiOla
Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Ég skil. Það hefur s.s. ekkert breyst frá því að ég var að reyna að eignast svona Fyrir utan auðvitað þessa einu sendingu sem Hlað fékk, og hún var fljót að fara. Vortex hljóta að fara að stækka verksmiðjurnar sínar til þess að anna eftirspurn. Nema náttúrulega að þeir vilji halda eftirspurninni upp til þess að geta haldið verðinu uppi
Það væri frábært ef haldið væri Vortex veiðiriffla mót Það yrðu náttúrulega að vera einhver takmörk. Þekki ekki hvernig reglurnar hafa verið á þessum Zeiss mótum en það væri náttúrulega engin keppni ef menn mættu færa Vortex yfir á BR riffla og mæta hehehe
Skrifað þann 29 June 2013 kl 13:05
|
TotiOla
Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Góður Gísli Þú verður þá að drífa í því að panta svo að þú fáir hann í hendurnar á næstu 9-18 mánuðunum ;)
Svo fékk ég aðra skemmtilega hugmynd. Hvað með Zeiss vs. Vortex mót?? hehehe. Bara spurning um útfærslu.
Skrifað þann 29 June 2013 kl 13:16
|
ísmaðurinn
Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Kíkir
Hafa samband við eurooptics.com tekur ca 10 daga að fá hann
Skrifað þann 29 June 2013 kl 19:47
|