Bskit
Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sæl öllsömul,
Mig langaði að forvitnast hvernig þið væruð að klæða ykkur í gæsaveiðinni. Þ.e.a.s. fyrir utan camoið.
Ég hef mest sjálfur verið í snjóbuxum og dúnúlpu og camo í skurðum en ég er aðallega að pæla með fatnað uppá heiðunum. Nú þarf stundum að labba einhverjar vegalengdir til að komast á veiðisvæði og menn reyna að bera sem minnst á staðinn til að geta borið sem mest á leiðinni til baka og þá skiptir máli hvernig maður klæðir sig til að vera ekki að burðast með of mikið. Eru menn þá í neopren vöðlum eða hvernig hagið þið þessu ?
Kv. Börkur
Tags:
Skrifað þann 14 August 2012 kl 9:08
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Klæðaburður í gæsaveiðinni
Hvað mig varðar, þá er það gamla góða ullin innst og ullarsokkar. Þá öndunarvöðlur eins og stangveiðimenn nota, sérstaklega ef ég ætla að labba eitthvað að ráði.Peysan er þunn ullarpeysa.
Seint á haustin, þá stundum Neoprene þar sem þær eru aðeins hlýrri. Svo bara Þykk og góð úlpa sem reyndar er i camo og húfa eða lambhúshetta. Hvað varðar að vera í camo uppúr og niðurúr þá er það ágætt en meira um vert er að geta legið kyrr þar til kemur að því að skjóta. Það eitt og sér er besta "camoið".
Svo er ég alltaf með heitt á brúsanum. Kók eða aðrir gosdrykkir gera mann bara kaldari og dugar mér ekki. Heitt kaffi, te eða kakó. það er málið.
Svona geri ég þetta allavega.
Kveðja
Silfurrefur
Skrifað þann 14 August 2012 kl 11:40
|
Molinn
Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Klæðaburður í gæsaveiðinni
Silfurrefurinn er alveg með þetta......ég get tekið undir allt sem hann segir....ég nota einmitt ullina innst og svo góða flíspeysu frá 66 Norður með öndun.....Camo jakka helst ekki of þykkan því það er betra að geta klætt sig í lögum og farið í og úr eftir þörfum, svo nota ég Neopren vöðlur sem halda manni vel heitum ef maður þarf að liggja lengi í kaldri tjörn uppi á heiði. Stundum þarf að labba langt og þá er ég farinn að minnka farangurinn, nestið og skotin verulega....þ.e. einn lítinn brúsa af heitu kakói eða kaffi, eina samloku og súkkulaði og einn skotpakka.....þú hefur lítið að gera með meira fyrir utan GPS og góðan veiðihníf. Varðandi Camóið þá skiptir það akkúrat engu máli.....það skiptir hins vegar öllu máli að liggja graf kyrr !
Skrifað þann 14 August 2012 kl 12:29
|