Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

atlimann

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir/Sælar

Ég var upp á skotsvæði Skotreynar í gærdag (laugard.) með félaga mínum og ætluninn var að taka nokkra hringi á leirdúfu, ég er búin að æfa mig með mínum leirdúfukastara í mörg ár og þar af leiðandi ekki farið mikið á skotvelli til að taka nokkrar dúfur, fór þó fyrir tæpum tveimur árum og var það fjandi gaman.

En það sem mér fannst virkilega skrítið og eiginlega bara fáránlegt var að þegar ég var búinn að taka hálfan hring þá kemur einhver kona inn í skýlið og bar það vel með sér að vera vön og kunna vel til verka enda klædd í skotvesti og með alvöru tvíhelypu, eftir smá stund þá spyr hún hverju við séum að skjóta, ég svara því til að ég sé með Gamebore 32gr skot sem ég hafi keypt í Hlað fyrir nokkrum árum (ca.3 ár eða svo) þegar ég hafi keypt kassa af dúfum.

Félagi minn segir að hann sé með 24gr og 28gr skot.

Konan segir við mig að það sé algjörlega stranglega bannað að skjóta 32gr hleðslu á skotvöllum Skotreynar, og segir við mig að þetta séu ekki leirdúfuskot og ég ætti bara að nota þetta á svartfugl eða eitthvað annað, ég sagði við hana að ég hafa keypt þetta á sínum tíma og mér hafi verið selt þetta sem leirdúfu skot í Hlað og á pakkanum stóð Gamebore Competition load 32gr.

Hún sagði það engu máli skipta og ég spurði hana þá hvers vegna þetta væri svona og þá sagði hún "af því bara" og gat víst ekki rökstutt það frekar. Hún sagðist vera í stjórn félagsins og sem stjórnar meðlimur þá gæti hún ekki leift mér að halda áfram að skjóta með þessum skotum en bauð mér jafnframt að selja mér skot sem hún átti.

Ég verð nú að viðurkenna að það fauk vel í mig því að ef hún hefði getað sagt "af hverju" þetta væri svona þá hefði maður bara tekið því og látið þar við sitja. Ég get heldur ekki séð að það sé mikill munur á 28gr og 32gr .... 4gr í mismun
Svo sagði hún: að vera með of stóra hleðslu væri eins og að vera með ofhlaðna byssu!!!

Ég af þakkaði skotin sem hún bauð mér og félagi minn kláraði hringinn og svo fórum við.

Nú langar mig að spyrja ykkur sem vitið meira en ég, hver eru rökin fyrir því að mega ekki vera með stærri hleðslu en 28gr á skotsvæði?

Atli Már Erlingsson

Tags:
Skrifað þann 23 September 2012 kl 23:59
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Fyrir því eru engin skynsamleg rök. Þegar ég byrjaði að skjóta Skeet voru keppnisskot 32gr.

Ef þessi kona sem ég hef ekki hugmynd um hver er hefði haft snefil af heilbrigðri skynsemi hefði hún leyft þér að skjóta þessum skotum óáreittum en sagt þér jafnframt að koma ekki aftur með þyngri hleðslur en 28 gr. og allir verið sáttir.

Viðkomandi manneskja hefur greinilega gengist upp í því að vera MEÐ LIM ur í stjórn en þekkingingin ekki upp á marga fiska, ég alla vegana hef alldrei heyrt talað um að vera með ofhlaðna byssu. Byssa er annað hvort hlaðin eða ekki.

Skrifað þann 24 September 2012 kl 1:01

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Skotsvæði fá bara leyfi fyrir að skjóta ákveðnum hleðslum og það er 28gr.

Hinsvegar er það nú eitthvað sem ætti að vera löngu búið að endurskoða því þetta gerir það að verkjum að skotfélög geta ekki boðið uppá að pattern skjóta, ef það "mætti" væri sjálfsagt talsvert meira líf í þessum klúbbum og fólk væri ekki að vesenast í því á víðavangi.

Skrifað þann 24 September 2012 kl 1:04

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Reglur félagsins

http://skotreyn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=205...
4. Hámarks hleðsla skota er 28gr..

Og ástæðan er væntanlega skilyrði sem er sett af Reykjavíkurborg og partur af skilyrðum fyrir starfsleyfinu.

Skrifað þann 24 September 2012 kl 7:31

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Það er meðal annars vegna þess að það er tekið fram í starfsleyfinu (hjá öllum skotfélögum) og þar með geta skotvellirnir ekki heldur leyft fólki að "pattern skjóta". Í annan stað eru 24 og 28 gramma stálhögl eingöngu leyfð á skotsvæðunum vegna megnunarmála. Engin blýskot. Veit ekki hvort þú varst með blýskot svo sem. En þar að auki eru allar skeet keppnir núna eing. með 24 gr hleðslu og mun sjaldnar með 28 gramma.

Og sérdeilis gáfuleg röksemdafærsla þarna hjá einum fyrir ofan. Kanski þess vegna sem konum hugnast lítt að vera í þessu sporti.

Skrifað þann 24 September 2012 kl 7:53

Snjóa

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Nú hefur bara önnur hlið málsins komið fram og jú maður segir nú sjaldnast frá því að maður hafi sjálfur með hroka eða dónaskap (ég er samt ekki að segja að aðilinn í upphafsinnlegginu hafi verið þannig) en meðan við vitum ekki báðar hliðar málsins þá skulum við nú ekki alveg jarða konuna.

Og að hún hafi verið að rembast við að vera MEÐ LIMur í skotfélaginu og því hafi hún sett sig svona á háan hest við þennan aðila. Við vitum ekkert hvernig hlutirnir voru meðan við fáum bara hálfa söguna, jafnvel bara 1/4 þannig að við skulum leyfa henni að njóta vafans og við erum alveg jafn gjaldgengar í þessa íþrótt eins og karlmenn og kannski bara kominn tími til að þið sættist á það (margir hverjir) að við erum komnar til að vera og við erum bara ekkert verri en þið. Hættum síðan að stökkva alltaf inn á spjallsíðurnar og kvarta yfir hinu og þessu og drulla yfir aðra. Sínum smá þroska og höfum frekar samband við viðkomandi manneskju og fáum frekari skýringar og rök eða aðra sem ráða á svæðunum. Það er ekki gaman að vera aðilinn sem um ræðir ef hlutirnir eiga ekki alveg við rök að styðjast þegar þeir eru komnir á spjallsíðurnar. Og munum það sem við setjum inn á veraldarvefinn að það er komið til að vera.

Skrifað þann 24 September 2012 kl 10:03

Sænski

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Sæll Atli

Þannig er mál með vexti að Skotfélögin á álfsnesi hafa verið meira og minna verið í vandræðum með "nágrannana" hinummegin við pollinn en þeir kvarta oft og reglulega yfir meintum háfaða og þar grunar mig að hnífurinn standi í kúnni. Á pappírunum( rökhugsun íbúa 101) ætti 32.gr skot að gera meiri hávaða en 24 eða 28 gr og tengist starfsleyfi þeirra því, jafnvel þó það sé riffilvöllur við hliðina. Ef stjórnarmeðlimir SKOTREYNAR gerast uppvísir að því að leifa "háværari/stærri" skot en leyfilegt er að skjóta, þá er búið að opna dyr fyrir "nágrannana" til að láta afturkalla leyfið og þar með völlinn.

Hver eru rökin, það eru engin rök sem halda vatni, mig grunar að ef þú viljir fá þessu breitt, að þá þurfir þú að skella þér uppí Ráðhús Reykjavíkur og koma viti fyrir yfirtrúðinn þar. En þar sem Gnarrinn er atvinnutrúður til margra áratuga og meðreiðarsveinar hans í Besta og samfó ekki hótinu skárri endar þetta með tómum útúrsnúningum og fimmaurabröndurum þá myndi ég halda að þú getir þú gleymt því.

Annars held ég að það sé ekki nokkrum manni til framdráttar að vandræðast svona í starfsmanni/mönnum skotvallana eins og gert er nú varðandi Margréti fyrir að framfylgja lögum félagsins. En þar sem ég er ekki í stjórn SKOTREYNAR get ég ekki fullyrt nokkuð en dreg þá áligtun byggða á umræðunni og þrautagöngunni sem "nágrannarnir" hafa sett skotfélögin í

Skrifað þann 25 September 2012 kl 18:43

GeirT

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Ég ruglaðist á kössum og tók óvart með mér 42 gramma skot í stað skeet skotanna sem voru í nákvæmlega eins pakka og skaut 3 hringi enginn heyrði muninn eða gerði athuasemd, en mér fannst svona eftirá að hyggja að þetta hefði nú verið fullmikið bruðl smiling

Skrifað þann 27 September 2012 kl 21:24

Skotreyn

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Af gefnu tilefni vill Skotreyn benda á eftirfarandi frétt:

http://skotreyn.is/index.php?option=com_content&view=category&layou...

Skrifað þann 28 September 2012 kl 13:40

GeirT

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Tek það fram til að forðast allan misskilning að ég tók veiðiskotin í misgripum fyrir skéet skotin og sá ekki fyrr en á síðasta hring mistök mín, eg var ekki að stæra miga af þessu heldur vildi bara koma þessu í umræðuna að slíkt getur alltaf hent.

mbkv Geir

Skrifað þann 29 September 2012 kl 11:59

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Reglur þessar eru ekki settar án ástæðu og hafa ekkert með hávaða að gera. Slagkraftur haglaskota eykst mikið með aukinni hleðslu og þyngri höglum og þar með slysahætta og tjón sem óvarleg meðhöndlun getur valdið.


Nú er ég ekki þekktur fyrir annað en að fara eftir settum reglum og þar sem ég er umræddur félagi sem var á staðnum þegar stofnandi þráðsins lenti í þessu atviki þá finnst mér rétt að taka nokkra hluti fram.

1. Það var engin hroki eða læti í gangi á staðnum. Einungis kurteis orðaskipti og ef einhver verður ásakaður um að æsa sig þá verður það að vera umræddur stjórnarmeðlimur.
2. Ég skil vel að sá aðili vilji að menn fari eftir settum reglum og sjái sig knúinn til þess að upplýsa menn um það ef þeir eru ekki að gera slíkt.
3. Umrædd skot voru 32 gramma Gamebore stálskot og voru seld af ákveðinni búð sem leirdúfuskot. Ekki sé ég að þar sé um stórkostlega aukinn slagkraft að ræða en þó auðvitað "brot á reglum".

Í ljósi þess þá finnst mér skrítið að ekki sé hægt að leyfa manninum að klára þann hring sem hann var byrjaður á með "undanþágu", þar sem að hann/við vissum greinilega ekki betur og höfðum ekki kynnt okkur reglur félagsins nógu vel. Eftir það hefði hann svo komið með lögleg skot á völlinn og dreift boðskapnum um að þarna mætti einungis nota 24/28 gramma skot. Í staðinn erum við hálf ósáttir við það hvernig tekið var á málinu og hefur það hugsanlega þau áhrif að menn koma sjaldnar eða ekki aftur.

Eins fannst mér full djúpt í árina tekið þegar umræddur stjórnarmaður sagði, að því að mér heyrðist (þar sem ég hafði dregið mig út úr umræðunni enda ekki hægt að fá nein svör), að skjóta með slíkum skotum (32. gramma stálskotum) á skotsvæði þessu væri eins og ganga um með hlaðna byssu!

Eftir á að hugsa þá tel ég að hún hafi þarna verið að vísa til þess að þetta er bæði brot á reglum félagsins en að mínu mati á engan hátt sambærilegt. Þetta er eins og að líkja því saman að keyra 10 km yfir hámarkshraða og að keyra fullur. Bæðir er brot á umferðalögum en á engan hátt sambærilegt.

Ég vona þó að þessi umræða hafi frætt nýliða, og aðra þá sem ekki hafa farið á skotsvæði, um reglur félagsins.

Mbk.
Þórarinn Ólason

Skrifað þann 29 September 2012 kl 14:54

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Næst þegar lögreglan stoppar þig á 101km hraða, spurðu hana hvort þetta sé nú ekki full lítið og hvort þú megir nú ekki halda áfram og keyra á 101kmh til Akureyrar svo þú verður nú ekki fúll við að fá sekt.

Skrifað þann 29 September 2012 kl 18:58

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Sæll nafnlausi poipoi

Jájá. Þú getur sett þetta svona upp, en í flestum tilfellum þá eru menn nú ekki stoppaðir fyrr en þeir eru amk. komnir yfir 105 km/klst. Amk. hef ég ekki lent í því hingað til. Ég hef þó verið blikkaður af löggunni (bláu ljósunum) á 10X og lít ég á það sem viðvörun, svona "Hægðu á þér vinur", og tek ég það þá til mín.

Ég er ekkert sérstaklega fúll en ég skil félaga minn vel að vera svekktur yfir því að fá ekki að klára sinn hring með ekki grófara broti en +4 grömm af "löglegum skotum".

Mbk.
Þórarinn Ólason

Skrifað þann 29 September 2012 kl 19:21

atlimann

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Skemmtileg umræða sem hér hefur komið fram og gott að sjá að stjórn Skotreynar hefur fundið sig knúna til að senda út frétta tilkynningu varðandi þennan póst minn.

Eins og ég sagði í upphafspósti mínum þá fannst mér frekar skrítið að stjórnar meðlimur gæti ekki skýrt nánar frá því "af hverju" þetta væri bannað, svarið "af því bara" fannst mér frekar lélegt.

En nú er ég búinn að kynna mér reglurnar.... Reglur eru reglur og ég virði það!!

Ég mun samt venja komur mínar annað í framtíðnni.

Ps.
Svo finnst mér lágmark þegar menn tjá sig og leggja orð í belg á spjallboði Hlað að þeir skrifi undir NAFNI.

Mbk.
Atli Már Erlingsson

Skrifað þann 30 September 2012 kl 0:56

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Leirdúfureglur á hjá Skotreyn

Sælir/ar

Ekkert mál að fá að - ákomuskjóta - hjá okkur á Króknum.
Blý eða stál, ekkert vandamál heldur.

Kveðja, Jón P.

Skrifað þann 30 September 2012 kl 8:13