léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

sæl öll, hverjar eru léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar á markaðnum í dag? Hef sum sé handleikið ýmsar hálfsjálfvirkar en yfirleitt fundist þær klettþungar.

Tags:
Skrifað þann 25 August 2012 kl 20:03
Sýnir 1 til 20 (Af 24)
23 Svör

rikkigud

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

http://hlad.is/index.php/netverslun/haglabyssur/h-lfsj-lfvirkt./benelli/crio-super-sport/

hef heyrt að þessi sé fislétt

kv

Skrifað þann 25 August 2012 kl 20:26

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Beretta A300 Outlander er 0.3 pundum léttari en Crio Super Sport

Skrifað þann 25 August 2012 kl 20:32

tobad

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Beretta ES100 er líka mjög létt.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 20:39

chef123

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 August 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Benelli centro er bara eins og fjöður grin fis létt nákvæm og góð

Skrifað þann 25 August 2012 kl 20:40

Steinar Helga

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/flokkur/8310/vara/74364

Winchester SX3 þriggja og hálfstommu byssa. Hún er fislétt og hefur reynist vel. Ég á t.d. browning pheonix byssu og Winchesterinn er töluvert léttari.

Kveðja Steinar Helga.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 21:18

Steinar Helga

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/flokkur/8310/vara/74364

Winchester SX3 þriggja og hálfstommu byssa. Hún er fislétt og hefur reynist vel. Ég á t.d. browning pheonix byssu og Winchesterinn er töluvert léttari.

Kveðja Steinar Helga.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 22:00

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Mín meðmæli fara á Beretta A300 outlander.
Á þannig byssu, fislétt skaut úr sér 749 af 750 24gr skotum án vandræða, falleg, létt og virkar

Skrifað þann 25 August 2012 kl 22:27

ktrausta

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Beretta A300 outlander er 3,2kg. En sennilega er Breda Echo léttasta hálfsjálfvirka byssan en hún er 2850gr.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 22:46

Kjartan Lorange

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Franchi Affinity er 2,85 kg.
Benelli Becaccia er 2,7 kg og er léttasta 12ga semi auto haglabyssan á markaðnum í dag.

MBK

Kjartan Lorange

Skrifað þann 25 August 2012 kl 23:05

ktrausta

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Flott byssa. Þeir gefa upp tvær teg? Ein er 2750 hin 3150gr veistu hver munurinn er?

Skrifað þann 25 August 2012 kl 23:26

Kjartan Lorange

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Montefeltro er þyngri byssan, Montefeltro Becaccia er sú léttari. Styttra magasín og fleiri þættir sem létta byssuna. Að öllu öðru leyti sama skipting og mekanismi.

Kv

Kjartan Lorange

Skrifað þann 25 August 2012 kl 23:47

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Og í tilefni þess; hver ætli sé þyngsta hálfsjálfvirka haglabyssan? Browning A5 eða Remington 1187?

Skrifað þann 26 August 2012 kl 9:27

hallhalf

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Ég veðja á undraverkfærið A5.

Halldór, Molastöðum

Skrifað þann 26 August 2012 kl 10:05

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Takk fyrir svörin. Hvernig hefur Benelli Montefeltro Beccaccia reynst? Einhver með persónulega reynslu af notkun þeirrar byssu? Magazínið tekur "bara" 2 skot svo enginn fellur í þá gryfju að gera hana ólöglega á veiðunum ;) .

Skrifað þann 26 August 2012 kl 11:05

chef123

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 August 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Browning A5 er klárlega þyngsta, en líka sú allrabesta grin
en ef menn geta ekki borið byssuna þá hafa þeir ekkert gaman af því að veiða....

Skrifað þann 26 August 2012 kl 13:54

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Sælir félagar.

Megum ekki gleyma því að Auto-5 var einnig framleidd í léttviktarútgáfu smiling
Sú var 3 kg á maðan Benelli Raffaello byssan mín er 3,3 kg.
Gamla Auto-5 byssan er alveg ótrúlega létt ef tillit er tekið til þess hvenær hún var framleidd.

Kveðja, Jón P.

Skrifað þann 26 August 2012 kl 18:32

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Ég er búinn að vera með Bredu Echo Black í 6-7 ár og get alveg klárlega mælt með henni. Hún er skv. framleiðanda 2850 gr. Rosalega basic byssa, auðvelt að hreinsa, gikkbjörgin er mjög rúm þannig að það er þægilegt að nota hana í hönskum. Maður finnur auðvitað fyrir slaginu í svona léttri byssu. Ég er með þrengingar sem eru skrúfaðar utan á hlaupið sem mér finnst mjög þægilegt, hef aldrei þurft verkfæri til að skitpa um þrengingu. Hún hefur ekki verið áreiðanleg að skipta 24gr leirdúfuskotum svona eins og flestar bakslagskiptar byssur þannig að það þarf að nota 28gr leirdúfuskot.

Kv.
Óskar Andri
http://is.oskarandri.com

Skrifað þann 26 August 2012 kl 19:06

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

jamm, ég á A5 Superlight Belgísk með holu ensku skepti. Mæld á vigt 2,95 kg.
Framleidd '72

Frábær rjúpnabyssa wink

Skrifað þann 27 August 2012 kl 9:00

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?

Af hverju eru menn að leita að sem léttastri byssu!
3 kg 3,3 kg eða jafnvel 3,5 ........... munurinn eru 10 haglaskot eða ein rjúpa!

Skiptir ekki máli. Skokka nokkrar Esiúr gerir meira en 300 gramma léttng sem gerir líka leiðinlegar að skjóta hólknum og byssan lyggur ekki jafn vel í t.d gæs smiling

Í það mynnsta þá finns mér þetta aukaatriði gæsa byssa má alveg vikta nokkuð.
Fyrir rjúpu þá finnst mér hlauplengd skifta allavega jafn mikklu máli, enda ekkert mál að rölta með hólkinn, það er aflinn sem sígur í.

E.Har
Menn eiga að hafa kjark til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja.

Skrifað þann 27 August 2012 kl 10:12
« Previous12Next »