admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?
Sammála E.HAR. Oft held ég að þyngd byssunnar sé meira hugarfarslegt vandamál. Til lítils að kaupa sér byssu af því að hún viktar ekkert og raða svo fimm magnum skotum í hana og rölta af stað...
Skrifað þann 27 August 2012 kl 10:36
|
Bettinsoli
Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?
Skal segja ykkur af hverju þyngdin skiptir máli ;) Konur eiga oft erfiðara með að nota þyngri byssurnar, nú tala ég af reynslu, það munaði mig miklu (ekki í að ganga með byssurnar heldur að nota þær) hvort ég var að nota Fabarm tvíhleypu sem er um 3.6 kg ca eða Bettinsoli tvíhleypu sem er um 2.8 kg að þyngd. Og ég er nú það hörð af mér ;) að bakslagsaukningin skiptir mig ekki máli með léttari byssurnar ;), ég finn nú bara nánast ekkert fyrir því. Mér gengur einfaldlega betur með léttari byssu. Það er nú bara svo einfalt. Við erum jú sem betur fer ekki öll eins.
Skrifað þann 27 August 2012 kl 10:48
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?
Ég vissi nú reyndar ekki um kyn þitt Bettinsoli og hef hingað til gefið mér að þú værir karlkyns af því að flestir hér inni eru það en greinilegt að pælingar þínar eru dýpri en sumir okkar vildu vera að láta.
Ég var örugglega einn af þeim og biðst afsökunar á að hafa gefiið mér hluti sem áttu sér ekki stoð.
Allir sáttir
Skrifað þann 27 August 2012 kl 13:22
|
Haglari
Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: léttustu hálfsjálfvirkar haglabyssurnar?
Af hverju eru menn að leita að sem léttastri byssu!
Af sama skapi mætti spyrja, afhverju að leita að þyngri byssu? Þetta er bara smekksatriði
Ástæðan fyrir því að ég valdi mér létta byssu er að ég er að labba mikið á mínum veiðum. Bæði á heiðagæs, önd og áður fyrr rjúpu líka. Eftir langan og erfiðan dag er byssan alveg farinn að síga í jafnvel þótt að hún sé "bara" 2,85kg. Svo er ég bara svo einfaldur að mér fannst nóg að eiga bara eina góða haglabyssu og þessvegna tilvalið að hafa hana bara létta.
Kv.
Óskar Andri
Skrifað þann 27 August 2012 kl 20:49
|