límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Getið þið aðstoða mig smá en nú er ég að leita að góðum aðila sem getur selt mér límfré kubb í skefti , þið þekkið þetta allt er það ekki kv Vagn I

Tags:
Skrifað þann 17 November 2012 kl 2:50
Sýnir 1 til 18 (Af 18)
17 Svör

hallhalf

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Blessaður Vagn, vinur minn lenti í sama vanda og þú, en hann leysti hann með að líma saman nokkrar krossviðarplötur og það gekk svona glimrandi vel.

Halldór, Molastöðum

Skrifað þann 17 November 2012 kl 10:48

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Já takk en andskotinn þetta getur varla verið svona einfalt eftir allt að líma saman krossvið það hlítur nú að vera þensla og breitingar í honum eða hvað? Endilega þið sem þekkið látið í ykkur heira. kv Vagn I

Skrifað þann 17 November 2012 kl 15:04

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Það er nú það sem er yndislegt við krossviðinn: Í honum er hvorki þensla né breytingar. Notaðu bara vandaðan birkikrossvið og vatnshelt lím og þar með ertu kominn með þetta. Kannski væri enn betra að nota alvöru bátakrossvið en hann er illfáanlegur hérlendis. Sá sem kallaður er bátakrossviður hér er yfirleitt bara með alvöru ysta laginu en ruslviði að innan og eingöngu nothæfur í innréttingar í báta. Og varla það.

Skrifað þann 17 November 2012 kl 15:49

bjarnidan

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Í límtrésverksmiðjunni á flúðum fellur alltaf til kubbar sem þú getur örugglega fengið fyrir lítið. taka bara sunnudagsbíltúrinn á þetta smiling

Skrifað þann 17 November 2012 kl 18:06

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Takk fyrir þetta strákar en ef alvöru bátakrossviður er til én illfáanlegur hvar er helst að leita að honum??

Skrifað þann 17 November 2012 kl 18:23

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Hafðu samband við Efnissöluna í Kópavogi, en síðast þegar ég vissi var krossviðurinn þar bara alvöru að utan. Til að fá alvöru alvöru þarftu sennilega að flytja hann inn sjálfur. Og það kostar. Mikið.
En kannski væru þeir fáanlegir til að panta svosem eina plötu fyrir þig. Kostar ekkert að spyrja.

Skrifað þann 18 November 2012 kl 0:15

K.M.S

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Minnsta vesenið að panta frá þessum
Kv KMS

http://www.boydsgunstocks.com/Walnut-and-Laminate-Hardwood-Gunstock...

Skrifað þann 18 November 2012 kl 8:11

Ronni72

Svör samtals: 56
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Sæll K.M.S
veist þú hvort það sé hægt að panta unnið skefti frá þessum aðila ??
KV Aron

Skrifað þann 18 November 2012 kl 10:49

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

KMS hefur ´pantað frá þessum aðila og hvernig gekk það? Kanski þekkja það einhverjir aðrir hér inni og láta okkur heira. en samt takk.

Skrifað þann 18 November 2012 kl 11:29

K.M.S

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Já og líka frá þessumhttp://www.rifle-stocks.com
tekur allt frá 2-6 vikur.
Kv KMS

Skrifað þann 18 November 2012 kl 15:21

joijaki

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Það er spurning hvort þú gettir notað mótakrosvið. Held að armar séu að selja svoleiðis.

Skrifað þann 18 November 2012 kl 15:44

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Mótakrossviður er úr birki. Hann á að vera sæmilega vandaður, en hefur þann leiða ókost að taka illa límingu enda er hann plasthúðaður. Til að hægt sé að líma hann verður fyrst að pússa plasthúðina af og þá er hann orðinn að venjulegum birkikrossviði. Sá er vitaskuld mun ódýrari og því skynsamlegra að kaupa svoleiðis. Ef fleiri en einn gæðaflokkur er fáanlegur er A/A best en gjarnan fæst ekki betra en A/B eða B/B. -Ef béin eru orðin tvö eða jafnvel farið að bera á Cum er farið að bera á kvistum og öðrum göllum.- Þessir eru vafalaust ágætir í skefti og munu aldrei haggast.

Skrifað þann 18 November 2012 kl 16:11

Danieljokuls

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Birkikrossviðurinn sem fæst hér er alveg nógu góður í þetta, þarft bara að fá vatnslímdan og eins þéttan og hægt er, skiptir meira máli að nota rétt lím þegar þú límir hann saman og gera það í pressu...

Skrifað þann 18 November 2012 kl 22:00

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Ágæti félagi Guffi!

Ég held að minn gamli góði félagi Bergur Arthúrsson geti
hjálpað þér í þessum vandræðum þínum.
Hann hefur smíðað skepti úr samlímdum viði fyrir nokkra
riffla. Hann kann þetta allt saman...enda verið þar ...og gert það!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 18 November 2012 kl 22:36

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Þakka ykkur öllum fyrir góð svör nú er nóg til að spekúlera fyrir mig. Vandamál og ekki vandamál Magnús en ég hef bara gaman að velta mér upp úr þessu og hef ómælda ánægju að fara í skúrinn að dunda mér við svona föndur ( skeftissmíði ) og ég mun leita til þessa mans sem þú nefndir en veistu símann? Þessi vefur er góður svona að leita ráða og deila upplýsingum og hugmyndum. kv Vagn

Skrifað þann 18 November 2012 kl 23:31

siggi ó

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

er ekki bara ódýrara ,fljótlegra betra og létara að kaupa tilbúið skefti .

Skrifað þann 19 November 2012 kl 21:18

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: límtrés kubbur í riffilskefti hjálp

Siggi þetta snýst líka um að hafa gaman af að gera sjálfur, en auðvitað er hitt möguleiki. Magnús ég er búinn að hafa samband við Berg og það var gaman að tala við hann og ég renndi í bæinn í gær og keipti mér Hnotu í efnissölunni sem ég ætla að nota í þetta. kv vagn

Skrifað þann 20 November 2012 kl 9:12