Mögnuð grúppa

heimirsh

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 12 August 2012

http://bulletin.accurateshooter.com/2013/05/amazing-wagner-shoots-0-349-50-2x-group-at-600-yards/

Þetta er rosalegur árangur, eða hvað segja menn?

Tags:
Skrifað þann 13 May 2013 kl 22:24
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Stórglæsilegt og sýnir hvað 6 BR er geysigott hylki. Dasher er byggður á 6 BR.

Skrifað þann 13 May 2013 kl 22:58

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Ágæti félagi heimirsh!

Það er nákvæmlega þetta sem ég er að tala um...
Hvað getum við náð langt hvað varðar nákvæmni?
Markmiðið hvað varðar Benvhrest Shooting er og
hefur alltaf verið The ultimate in rifle accuracy.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Þvílík grúppa !! fimm skot undir .400!!!.

Skrifað þann 13 May 2013 kl 23:00

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Eitt orð kemur fyrst upp í hugan: Heppni

Svona í bland við annað!

Skrifað þann 14 May 2013 kl 0:17

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Var hann ekki örugglega að nota TRG mischievous mischievous

Kveðja Keli

Skrifað þann 14 May 2013 kl 0:41

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Ágæti félagi Stebbi Sniper!

Þessir kallar eru búnir að skjóta nógu oft undir tommu á 600 yd.
til að sýna að heppni er ekki aðalfaktorinn..en hún skemmir ekki fyrirsmiling

Með sömu rökum gætu menn sagt að Wagner (skyttan) hafi verið
óheppin með flyerin sem í raun eyðileggur grúppunasmiling smiling

En svona án gríns þá eru þessir menn að gera ótrúlega hluti...
að skjóta 5 skotum undir tommu á 600 yd!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 14 May 2013 kl 13:31

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Mögnuð grúppa

Get kvittað undir það Magnús að æfingin hlýtur að vera nokkur sem liggur að baki. Sjálfur fór ég upp á SR svæði um helgina og verksmiðjuframleiddu skotin sem .308 var að myndast við grúppugerð varð aldrei annað en sorgleg tilraun sad

Svo sorgleg reyndar að ég var langt frá því að standast skotprófið og ég skaut án sérstakrar tímapressu. Þar sem ég hef náð þessu prófi með glans með sama riffli var ósköp notalegt að geta kennt rifflinum um. Held þó að hæfileikar skyttunnar og það að hafa ekki skotið í 18 mánuði hafi haft mest að segja.
Ég verð mættur um næstu helgi með græjuna spikk and span og þá skal sko papparæfillinn fá að finna fyrir því smiling

Skrifað þann 14 May 2013 kl 14:02

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Ágæti félagi C47!

Þetta er rétta viðhorfið!!
Þú gerir þér augljóslega grein fyrir að skotfimi er þannig grein
að æfingar eru lykillinn að velgengi!!
Megi þér ganga sem allra best...nokkuð sem er nokkuð tryggt
með tilliti til þess hvaða viðhorf þú hefur til málsins!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 14 May 2013 kl 18:30

Sporfari

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

.

Skrifað þann 15 May 2013 kl 0:33

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Í setningu tvö á þessari síðu "match today"
Þetta er svaðaleg grúppa hjá honum.

Feldur

Skrifað þann 15 May 2013 kl 6:43

GummiValda

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 4 March 2013

Re: Mögnuð grúppa

Alger snilld!

Skrifað þann 16 May 2013 kl 22:38

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Þetta er einfaldlega magnað!
Áhugaverð hleðsla og hann er að jumpa kúlunni 0,20!
bara svipað og við vei'ðinördar jumpum! Ekkert jammað í rillur þarna!


E.Har

Skrifað þann 17 May 2013 kl 9:08

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Ágætu félagar!

Á svolítið erfitt með að skilja innlegg þess sem kýs að kalla sig Sporfari.(?)
Heldur þú að maðurinn sem skaut þessa grúppu hafi verið að segja ósatt?
Heldur þú virkilega að hann hafi komist upp með að segja ósatt um þennan árangur?
Allir sem fylgjast með framþróun í USA vita betur...hvort hann skaut þessa grúppu í
móti eða ekki skiptir nákvæmlega engu máli!! Hann þarf að sanna sitt mál!
Reyndar skaut Wagner þessa grúppu í löglegu móti.. nokkuð sem skiptir mig
engu máli ...það sem skiptir öllu máli er að hún var skotin og er staðreynd!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 May 2013 kl 22:09

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Mögnuð grúppa

Ekki það að ég sé alfróður um skotfimi, reyndar holdvotur bakvið eyrun ef eitthvað. En svona grúppu ná menn ekki með heppni, eitt skot kannski, aldrei þrjú. Svona geta menn ekki nema þeir kunni til verka.

p.s.
Magnús Allt á sér skýringar. Ég fór með riffilinn í Hlað og skrúfur tvær sem eiga að halda hlaupinu föstu voru lausar. Hjalli kippti því í liðinn á engri stundu eins og honum er lagið. Hefði átt að sjá þetta sjálfur en sem byrjanda getur manni yfirsést ýmislegt!

Kv
Björn

Skrifað þann 17 May 2013 kl 22:36

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

C47:

En svona grúppu ná menn ekki með heppni, eitt skot kannski, aldrei þrjú. Svona geta menn ekki nema þeir kunni til verka.


Það er nú hægt að færa rök bæði fyrir því að hann hafi verið heppin og eins að þetta hafi ekki verið heppni.

Þessi náungi kann klárlega til verka við að skjóta litlar grúppur, um það er ekki deilt. En það er mjög erfitt að tala um Flyer í 5 skota grúppu sem mælist 0.349 tommur á 600 yards, líkt og Magnús talar um.

Svona skotfimi er ekki "repetable". Ég væri alveg til í að leggja pening undir á það að þessi sami náungi gæti ekki gert aðra svona grúppu í næstu 100 tilraunum jafnvel þó hann fengi fleiri sénsa, með þeim rökum er líklega hægt að færa rök fyrir því að þetta hafi verið heppni.

Hann er samt alveg örugglega búinn að fara í gegnum alla mögulega þætti sem geta haft áhrif á það að grúppan verði eins lítil og hægt er og þarna small gjörsamlega allt saman hjá honum, sem er frábært en líklega gerist þetta ekki aftur hjá honum, kannski einhverjum öðrum.

Minni á það að gamla heimsmetið var 2 x stærri grúppa.

Glæsliegt met engu að síður og verður líklega seint slegið.

Skrifað þann 17 May 2013 kl 22:57

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Sælir félagar.

Þegar ég var að skoða myndirnar með þessum pósti sem hér er vísað í og aðrar myndir frá setningu meta í USA komu aftur upp í huga minn hugrenningar sem ég var að brjóta heilann um í gærmorgun þar sem ég var að reyna að finna út úr stillingum á sjónaukanum hjá mér suður í Höfnum.

Á USA myndunum sá ég að menn voru að skjóta á skotvelli sem var rennisléttur allt að 600 jördunum

http://bulletin.accurateshooter.com/2009/07/sam-hall-sets-new-600-y...

Það sem ég velti fyrir mér í gær var hver áhrif vindsins væri á feril kúlunnar og ákomu. Þá var ég ekki einungis að spá í grundvallar vindrek, heldur hvort kúlan væri ekki að kastast til, upp og niður og til hliðar, allt eftir því hvernig hólar og hæðir í landslaginu mynda loftstrauma og hvirfla á leiðinni að skotmarkinu. Svipað og flugvél sem lendir í ókyrrð. Velti ég fyrir mér hvort tilraunir mínar og uppgötvanir væru til lítils því ákoman yrði e.t.v allt önnur ef vindáttin og/eða vindstyrkurinn breyttist.

Það væri fróðlegt að heyraum reynslu manna hérlendis af þessu. Hvernig er t.d. ákoman á 300 metrunum á Álfsnesi? Þar hljóta að vera mismunandi vindstraumar eftir áttum þar sem vindurinn fer á misjafnan hátt yfir skjólgarðana í kringum völlinn og bakstoppin á 100 og 200 metrum.


Mynd frá gærdeginum.



Þetta var reyndar á 100 metrum smiling Ný kúla sem ég var að prufa, 123 Sierra HPBT og það sem gladdi mig var að nánast sama uppskriftin af púðurgerð og hleðslu var að virka á hana og 123 Lapua Scenar. Það er spurning hvort ákoman á lengri færunum sé eins en sjáanlegur útlitsmunur er á kúlunum og því líklegt að flugeiginleikarnir séu mismunandi.

JAK....sem gegnir ekki öðrum nöfnum wink

Skrifað þann 18 May 2013 kl 8:10

lappalainen

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Það er ástæða fyrir því að flest 1000 yarda met eru sett á þessum skotvelli hann er í hávöxnum skogi
og þar myndast oft mjög góð skylirði

http://www.mt1000yd.com/gallery/...

Skrifað þann 18 May 2013 kl 11:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Ágæti félagi Stebbi Sniper!

Auðvitað tek ég undir með þér að það er alltaf heppni með
í jöfnunni þegar svona nokkuð gerist.
Og auðvitað var ég að gera að gamni mínu hvað varðar flyerinsmiling
En aðalatriðið er sú staðreynd að við bestu aðstæður eru 1 tommu
grúppur vel mögulegar á 600 yd. og jafnvel niður í 1/2 tommu.
Það er aldeilis ótrúlegur árangur.
Höfum í huga að það eru ekki nema 60 ár síðan 1 tommu grúppa
þótti frábært....á 200 yd!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 18 May 2013 kl 11:20

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Ef þessi grúppa er eitt stykki 5 skota flyer
að þá mundi ég glaður vilja vera eigandinn shades
siggi

Skrifað þann 18 May 2013 kl 12:24

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Mögnuð grúppa

Sæll Magnús

Ég tek þetta til baka, eftir að hafa horft á þetta!!! Heppni er líklega ekki eins stór þáttur og halda mætti! shades

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=2AHeh3nZm5c...

Mikið væri ég til í að búa í Ameríkuhreppi og vera þar skjótandi allan daginn!

Skrifað þann 19 May 2013 kl 12:51
« Previous12Next »