Nightforce BR

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu Hlaðverjar!

Nú er ég að leita upplýsinga.
Er einhver þarna úti sem þekkir eitthvað til nýja Nightforce BR
sjókaukans? Ég sé á erlendum síðum að þessi gripur er að taka
yfir og stefnir í nýtt"trend"!!??

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 3 October 2015 kl 10:57
Sýnir 1 til 12 (Af 12)
11 Svör

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Sælir.
Fékk mér einn svona NightForce BR 12-42x56 með CH-1 krossi í vor og þetta setti alveg nýan standard í sjónaukum fyrir mig, (hef verið með Leupold og Sightron fram að þessu). Hef ekki náð að nota hann neitt í sumar bara mátað á .22 lr til að horfa í gegn, þar riffilinn sem hann á að fara á kom til landsins á fimmtudag,
Hann stendst alveg samanburð við allt það sem ég hef horft í gegnum fram að þessu og verðið í Hlað bara fínt miðað við gæði efast um að þú finnir annað betra gler fyrir þennan pening.
Eini gallin er að hann er stór um sig og þungur eftir því ef menn eru tæpir á vigt til að falla inn í flokka í keppnum, á móti kemur að ljósið gefur kost á notkun í skothúsi að vetri við æti.
kv.
JK

Skrifað þann 3 October 2015 kl 15:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Ágæti félagi Aflabrestur.

Ég kom ekki spurningunni rétt frá mér!!confused
Ætlaði að spyrja um nýja 15 - 55 Competition sjónaukan.

Með beztu kveðjum,
Magmús Sigurðsson
P.s É er harðánægður eigandi 12 - 42 BR !

Skrifað þann 4 October 2015 kl 10:08

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Magnús þetta er mjög einfalt, hann er á pari við
March 10-60x hvorki betri né verri, og aðrir sjónaukar eiga ekkert
í þessa tvo að gera í það sem við erum að nota þá í (BR).
Ég er búinn að eiga þá báða og nokkra aðra til.
kveðja siggi

Skrifað þann 5 October 2015 kl 0:11

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Sæll og blessaður Sigurður.

Mikið rétt þetta eru góðir sjónaukar sem þú talar um.
En ég er líka hrifin af Leupold Comp (nýju módelin) og
svo sá sjónauki sem hefur komið mér einna mest á
óvart.....stóri Sightron Variable (10 - 50?) sjónaukinn!

Beztu kveðjur til þín og þinna.
Magnús.

Skrifað þann 5 October 2015 kl 9:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Ágætu Hlaðvefsfégar!

Nú er forvitni mín vakin!

Er einhver þarna úti sem á Sightron 10 - 50 x 60 ?
Ef svo er væri viðkomandi til í að upplýsa mig um kosti og galla
þessa áhugaverða sjónauka?

Með beztu kveðjum,
Magnús

Skrifað þann 5 October 2015 kl 13:15

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Á einn og nota á BR riffilinn. Nokkuð gott gler, bar hann saman við NF 12-42X sem Egill heitinn átti og var með á SKAUST móti hjá okkur eitt árið, það var mikil tíbrá og Sightroninn kom aðeins betur út en NF í þessum aðstæðum. Það kom okkur báðum á óvart.
Helsti gallinn sem ég hef fundið á honum er að hann er þungur, 1 kg. Svo þarf maður að vera á hárréttum stað fyrir aftan sjónaukann til að sjá eitthvað, sérstaklega á max stækkun en það er kannski á þeim flestum sem stækka svona mikið.

F
aka Ingvar Ísfeld

Skrifað þann 6 October 2015 kl 17:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Takk fyrri svarið minn ágæti.

Mér finnst þetta virkilega áhugaverður sjónauki og
líklega mín næstu kaup.
Sárt að heyra um andlát þessa góða dengs Egils Steingrímssonar.
Ekki þannig að það bæti neitt..en mínar innilegestu samúðarkveðjur
til hans aðstandenda.

Beztu kveðjur,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 6 October 2015 kl 17:33

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Sælir allir,,, ég var nú að skoða þessa kíka á netinu og reyndar fann ég bara eina umsögn um gripinn og hún er ekki fögur. gæti verið mánudags eintak. smiling
This is the worst scope I have ever purchased at any price level. The side focus/parallax went bad after six weeks. I sent it back to Sightron, they sent it back in three weeks and said the focus was repaired. It lasted all of five minutes before the focus went bad again. I then sent the scope back to Sightron again, they did reimburse me for the postage and insurance this time, plus had it back to me in a week. Unfortunately I am still having problems with the side focus. I have $100.00 tasco and Bushnell scopes that perform much better.
kveðja Karl

Skrifað þann 6 October 2015 kl 21:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Ágæti Hlaðvefsfélagi karlgudna...og þið allir ágætu félagar sem tekið hafa þátt í þessum þræði.

Internetið er eitthvert mesta undraverk okkar tegundar..mannkyns.
Þar má finna allt milli himins og jarðar.
Ágæti félagi karlgudna birtir hér að ofan umsögn um Sightron SIII 10 - 50 x60.
Hún ver ekki glæsileg....en mjög á skjön við hvað ég hafði heyrt um gripin.
Hér gefur að líta aðra umsögn ..sem er vissulega meira uppörvandi:

"Sightron SIII 10-50X
by Robert, from United States, NY Written on December 27, 2014
Sightron is the best value for your money. I use mine for benchrest competition and find the optics are as clear or clearer than Nightforce for much less money. The other competitors who have looked through my scope have compared my Sightron to the best Weaver, Leupold and Nightforce out there. They all say mine is as good or better than their scopes. I like the close focus feature. I can shoot indoor 25 yd. or outdoor 50 yd. competition and have a crisp sharp focus...."

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 7 October 2015 kl 12:14

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Fókusinn hefur aldrei verið vandamál hjá mér og er hann töluvert nákvæmur, líklega hægt að fókusa á flugurass á 100m eða á blaðið sem hún stendur á, hafi maður áhuga á því. Hann er mun skarpari af/í fókus heldur en á Zeiss t.d.

F

Skrifað þann 7 October 2015 kl 14:03

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nightforce BR

Takk fyrir svarið minn ágæti.

Með þessum hætti safnar maður í sarpinn.
Svona eftir á að hyggja...þegar ég var í menntaskóla
var mér kennt að fuglar hefðu sarp ..ekki Homo Sapiens.smiling
En ég var í máladeild ..svo hvað veit ég um lífræði??

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 October 2015 kl 14:38