valdur
Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nýir veiðimenn og staðir
Vitaskuld er velheppnað karp í morgunsárið afar heppilegt til að koma blóðinu á hreyfingu. Væri lífið skemmtilegra ef allir hrópuðu HALLELÚJA í hvert skipti sem einhver mannvitsbrekkan opnaði munninn? Ef allir væru sammála um allt? Öll lið spiluðu í KR búningi? Ein ríkisskoðun? Er spjall austur í sveitum skemmtliegra en Hlaðspjallið af því þar segja allir: Elsku vinur?
Tæplega.
Skrifað þann 20 October 2012 kl 10:33
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nýir veiðimenn og staðir
þessi vefur væri reyndar mikið skemmtilegri ef menn myndu bera nægilega virðingu hver fyrir öðrum og viðurkenna það að fólk á rétt á sinni skoðun, sama hvort sú skoðun er rétt eða röng að annarra mati.. skoðun er skoðun en ekki óvéfengjanleg staðreynd.
um leið og menn geta haldið sér on topic og svarað bara upphafsinnleggi í hverjum þræði í staðin fyrir að svara svörum annarra þá verður þetta spjallborð fyrst almennilegt.
svo ef menn vilja umræðuþræði þá stofna þeir sér þræði til þess.. ekki yfirtaka þræði annarra eins og hérna...
Skrifað þann 20 October 2012 kl 15:47
|
padrone
Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nýir veiðimenn og staðir
Sæll elsku vinur og jafnoki í nýgræðskunni
Já, ég vil bara benda þér á að hringja á bæina, þú átt eftir að fá fullt af "neijum" en flesstir eru líklegir til að benda þér í betri áttir.
Svo getur þú líka, ef þú hefur uppá að bjóða, einhverskonar skiptiviðskipti.
Hunsaðu þessa tvo þarna þegar þeir fara að rífast, þeir virðast vera elska hvorn annan jafn mikið og Jóhanna og Bjarni Ben.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
Skrifað þann 20 October 2012 kl 16:56
|