30-378
Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælir félagar.
Góður kunningi minn spurði, mig langar í nákvæman riffil til að skjóta í mark mér til skemtunar, veiða gæsir og kanski fara á hreindýr, Hvaða riffil hvaða caliber og hvaða sjónauka á ég að kaupa ?
Ég sagði honum mína meiningu, en hvað segið þið ?
Kveðja Jóhannes H Hauksson
Tags:
Skrifað þann 10 December 2015 kl 21:18
|
14 Svör
|
Stebbi Sniper
Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Sæll Jóhannes
Blaser R8 fær mitt atkvæði og þá helst í 6,5 x 47. Dugar í allt hérlendis og þessir rifflar hafa sýnt alveg lýgilega nákvæmni. Cal-ið sem ég nefni er það sem ég nota sjálfur og hefur meðal annars þá kosti að þú getur skotið nokkuð mikið úr því án þess að ofhita það og það dugar þér alveg mjög vel út á 800 metra færi.
Annað sem gæti verið áhugavert er hið gamla og góða .308, vegna þess að allir ættu að eiga einn eða í það minnsta hafa aðgang að honum... :o) eða jafnvel marg reynda 6,5 x 55.
Svo getur þú að sjálfsögðu bara pantað þér nýtt hlaup ef þig langar að prófa eitthvað nýtt... held að nýtt hlaup sé á bilinu 160 - 200 þúsund man ekki alveg verðmiðan.
Fyrir mér er Blaser bara einfaldlega áhugaverðasti veiði/markriffilinn sem ég hef skoðað. En kostar í upphafi svolítið mikið.
KV: Stefán Eggert Jónsson
SFK
Skrifað þann 10 December 2015 kl 22:07
|
toti sesar
Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
sauer 202, 202 jaktmatch. sauer 404, blaser r8, mauser m03 ... merkel helix eru mjög flottir. þýskir rifflar eru algjörlega málið. mundi kaupa með stillanlegum kinnpúða ef það er í boði.
cal.... 6.5x55 eða stærra. eitthvað sem er vinsælt og auðvelt að fá skot í. sjónauki.. zeiss, steiner kahles, swaro...meopta kannski.
ef eg ætti skitnog af moneys mundi ég taka sauer 404 synchro með zeiss v8 2.8-20x56.
Skrifað þann 11 December 2015 kl 18:16
|
hrammur
Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Sauer 202 í cal 243 eða 6,5x47.
Skrifað þann 11 December 2015 kl 22:23
|
toti sesar
Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
..
Skrifað þann 11 December 2015 kl 23:06
|
aflabrestur
Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Sælir.
Til að hægt sé að koma með vitrænt svar vantar eina stærð í jöfnuna, hvað' er hann til í að setja mikinn aur í dæmið?? 200-300-500-700k mér sýnist flestir hér nefna græjur upp á 500k til eina kúlu.
kv.
JK
Skrifað þann 12 December 2015 kl 2:17
|
hrammur
Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Ef verið er að tala um nákvæman riffil sem á að endast í mörg ár og skotið úr honum
2-300 skotum á ári "pappa og veiði"og hann á að skila góðum klasa út á 3-400 metra
þá erum við að tala um græju sem kostar 5-700 hundruð þúsund.
Þetta er nú bara mín skoðun á þessum hlutum.
Skrifað þann 12 December 2015 kl 13:49
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Ágætu félagar.
Vafalaust eru þetta hinir ágætustu rifflar sem hér hefur verið um fjallað,
Ég ætla að leyfa mér að rugga bátnum aðeins....eða kannski verulega!
Ekkert þesara tækja sem hampað hefur verið að ofan mun ná þeirri nákvæmni
sem Remington /Stiller/Bat /Hall/ Stolle/og svo framveigis mun veita.
Vafalaust strýk ég einhverjum öfugt með þessum ummælum..en jörðin
er ekki flöt ...nema auðavitað þú sért Íslamstrúar..sem er bara þinn réttur.
Hvort það tekur 2 mín. eða 20 að skipta um hlaup hefur ekkert með málið að gera.
Við mætum á svæðið með það kalíber...hlaup sem við teljum best á hverjum tíma.
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 12 December 2015 kl 17:22
|
aflabrestur
Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Sælir.
Það er ekki spurning um að rifflar á 700-1000k eru flottar græjur, og það jafnast fátt á við full custom br riffil í markskotfimi en ég hef nú ekki séð marga br riffla á veiðislóð enn þá.
Hinsvegar hefur standard óbreittt Tikka t3 varmit í 6.5x55 skotinn eh. hægra meginn við 4k skot með 24x Vortex viper verið á palli í flestum centerfire mótum frá 100-500m hér fyrir norðann í höndunum á góðri skyttu sem þekkir sýna græju vel, þetta pakki upp á ca. 350k. Og hafa ansi margir "flottari" rifflar þurft að lúta í gras ss. Stiller, Rem XB40, Jalonen og SigSauer.
Howa 1500 hafa komið hvað best út að þessum al ódýrustu og svo er Savage LRP flott græja á fínu verði, hvað sjónauka varða þá er Mueller ódýr Meopta, Vortex, Sightron og Nightforce er allt fínir kostir í ódýrari kantinum.
Það er vel hægt að vera með fínar græjur á ekki mikinn pening ef menn versla af skinsemi og eru ekki of fastir í kreddum og merkja snobbi, og að lokum snýst þetta allt um að þekkja og kunna vel á sínar græju.
kv.
JK
Skrifað þann 13 December 2015 kl 11:46
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Ágæti félagi Aflabrestur.
Þessir öðlingar sem þú upp taldir..heldurðu að þeim hafi vegnað verr hafi þeir
notað betri græjur?
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 13 December 2015 kl 17:18
|
2014
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Það er eitt sem allir fjöldaframleiddir rifflar eiga sameiginlegt og það er fjöldaframleidd hlaup af làgum gæðaflokki, til að byrja ì skotfiminni með nàkvæman en òdýran riffil borgar sig að kaupa td. Howa 1500, Rem 700 eða sambærilegt og kaupa match grade hlaup à hann.
Riffill 150þ-200þ með òdýrum sjònauka og svo hlaup 100þ àkomið, það er nòg til að byrja, en forsendur fyrir þvì að riffillinn skjòti vel eru að það sé hlaðið sérstaklega fyrir hann þvì enginn riffill er mjög nàkvæmur með verksmiðjuskotum.
Svo er hægt að uppfæra sjònaukan ì Meopta, Nightforce eða þesshàttar sìðar.
Skrifað þann 14 December 2015 kl 8:02
|
2014
Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Það er eitt sem allir fjöldaframleiddir rifflar eiga sameiginlegt og það er fjöldaframleidd hlaup af làgum gæðaflokki, til að byrja ì skotfiminni með nàkvæman en òdýran riffil borgar sig að kaupa td. Howa 1500, Rem 700 eða sambærilegt og kaupa match grade hlaup à hann.
Riffill 150þ-200þ með òdýrum sjònauka og svo hlaup 100þ àkomið, það er nòg til að byrja, en forsendur fyrir þvì að riffillinn skjòti vel eru að það sé hlaðið sérstaklega fyrir hann þvì enginn riffill er mjög nàkvæmur með verksmiðjuskotum.
Svo er hægt að uppfæra sjònaukan ì Meopta, Nightforce eða þesshàttar sìðar.
Skrifað þann 14 December 2015 kl 8:03
|
ísmaðurinn
Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Finnst skrýtið að í allri þessari upptalningu kom Sako aldrei upp þeir eru mjög nákvæmir á flottum verðum bæði þá A-7 og gamli góði 85!! ég er með 85 í 260rem og það hafa menn sem hafa aldrei skotið úr stærra en 22mag skotið með honum út á 500+ metra og hitt skotbjöllu!!
Einnig eru Weatherby Rifflar mjög góðir.
Hef séð frá mér mun flinkari og fróðari mönnum að þú getur tekið nánast hvaða riffil sem er og gert hann mun betri og nákvæmari með 2 litlum breytingum ( Beddun og nýr eða stilla gikk ) þarf ekki neitt voðalega merkilegt tæki til að hitta kókdós á 400m ef skyttan skotin og glerið eru fín!!
TD ódýr remmi sem búið er að fikta við er að setja 11-13mm á 100m hef séð það hjá nokkrum!
Þetta er allt spurning um hvað menn vilja eyða í þetta!!
Jæja mín 10 cent komin í hrúguna
Skrifað þann 14 December 2015 kl 15:54
|
kakkalakki
Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Það er líka spurning hvort hann er að hlaða sjálfur.
Ef hann er ekki að hlaða myndi ég persónulega velja .308, mikið framboð af verksmiðjuskotum.
Er sjálfur veikur fyrir Tikka, sérstaklega með þungu hlaupi.
Meopta er svo góður og ódýr kostur. Tikka og Meopta kostar um 300þ.
Ef peningurinn er nægur; GRS skepti, Krieger hlaup, Stiller lás, Jewel gikkur og Zeiss gler. Arnfinnur myndi búa til eitthvað fallegt úr þessu öllu.
Skrifað þann 14 December 2015 kl 18:46
|
hrammur
Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Nákvæmur riffill fyrir veiði á íslandi.
Jæja Jóhannes
Hvað ráðlagðir þú vini þínum að gera?
Minn riffill er samansettur af Sako 85 lás sem er beddaður í GRS skefti, Kriger hlaup snittað, í
cal 6,5x47, Zeiss Victory Diarange M 3-12x56 T.
Skrifað þann 15 December 2015 kl 21:32
|