Skotreyn
Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Nú eru örfáir dagar í gæsastartið og síðustu forvöð að koma sér í form.
Völlur 1 hefur verið opnaður að nýju eftir breytingar. Völlurinn er skemmtileg blanda af sporting, skeet og wooble trap og er að okkar mati frábær viðbót við vellina sem eru fyrir. Nú er hægt að skjóta á 4 völlum (Völlur 1, tveir sporting vellir og byrgið/skurðurinn) og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Minnum að lokum á að enn er hægt að taka þátt í Dúfnaveislunni 2012.
Kveðja
Stjórnin
Tags:
Skrifað þann 15 August 2012 kl 16:36
|