Opið mót í sport skammbyssu.

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Skotfélag Kópavogs hélt opið mót í sport skammbyssu sunnudaginn 20. janúar.

Hér má sjá frétt um mótið og úrslit.

http://www.skotkop.is/



Friðrik Goethe úr SFK kom, sá og sigraði með 552 stig, í öðru sæti var Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 532 og þriðji var Eiríkur Jónsson úr SFK með 527.



Karl barón hleður og býr sig undir að skjóta.

JAK

Tags:
Skrifað þann 26 January 2013 kl 14:45
Sýnir 1 til 13 (Af 13)
12 Svör

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Hver er munurinn á sport skammbyssu, fríbyssu, grófbyssu og standarbyssu? Eitt eiga þessar keppnis skammbyssur sameiginlegt að þær eru ekki fallegar.

Skrifað þann 26 January 2013 kl 17:22

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Sport og Standard = .22LR @ 25m
Gróf = stærra en .22LR
og fríbyssa (ef mig minnir rétt) eins skota .22LR á 50m

Og ég get ekki alveg verið sammála þér með að þær séu allar ljótar, þó margar þeirra séu það jú.
Ég var t.d. að fá mér byssu um daginn til að vera í Sport/Standard Hammerli x-esse/Sig Trailside.

Skrifað þann 26 January 2013 kl 17:25

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Hvað gæti maður sloppið með að kaupa skikkanlegan grip fyrir standard flokkinn?
Er einhver að selja svona byssur nýjar í dag?

Skrifað þann 27 January 2013 kl 0:30

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Ísnes er að selja Beretta Model 87 á líklegast 150-180þús kall.
Vélar og verkfæri eru að selja Hammerli á ~160þús kall.
Ég man ekki hvað Veiðihús Sakka er að selja ódýrustu Benelli byssuna á.

Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað.

mbk
Ragnar

Skrifað þann 27 January 2013 kl 5:02

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Sæll Harry123, þetta er nokkurn veginn svona.

Sport skammbyssa:
Cal: .22 LR - 5 skota hálfsjálfvirkar.
Færi: 25 metrar
Þetta er eiginlega kvenna grein Gróf skammbyssunar sem er eins að öllu leyti nema stærra cal. En vegna þess hversu ódýrt er að skjóta .22 og auðvelt að nálgast skot, þá hafa karlar æft þessa grein og skotið hana í mótum hér á landi.
Greinin skiptist í tvö stig Precision og Duel, þar sem byrjað er að skjóta 6 x 5 skotum á 300 sek (Precision) á venjulegar skammbyssu skífur. Svo er skotið 6 x 5 skota hrinur þar sem þú hefur 3 sec til þess að lyfta, miða og skjóta, svo verður þú að setja hendina niður fyrir 45° horn í 7 sec (Duel) á meðan skífan snýr frá þér eða ef þú ert að skjóta á electrónískar gildrur eins og í Digranesinu þá loga rautt og grænt ljós til skiptis. Þetta er skotið á talsvert stærri skífur en hinn hlutinn. Sömu byssur og í Standard.

Gróf skammbyssa:
Færi: 25 metrar
Cal: .32, .38 special, 9mm. - 5 skota
Þetta er sama grein og Sport, nema karla útgáfan. Hér er líklega besta cal-ið 32, þó það séu líka til mjög góðar .38 / .357 rúllur. 9mm eru einfaldlega mikið síðri byssur í þessa grein og ekki samkeppnishæfar við góðar markbyssur, þó einhverjum kunni að finnast þær fallegri.

Standard Skammbyssa:
Cal: .22 LR - 5 skota hálfsjálfvirkar.
Færi: 25 metrar
Skiptist í 3 mismunandi stig. 4 x 5 skot á 150 sek, 4 x 5 skot á 20 sek og 4 x 5 skot á 10 sek. Í þessari grein er öllum 5 skotunum skotið án þess að fara niður með byssuna á milli í 10 og 20 sek, en 150 sek er svona precision hluti þessarar greinar. Sömu byssur og í Sportbyssu.

Frí byssa:
Cal: .22 LR - eins skota. (Heimsmetið með TOZ var 581 af 600 mögulegum).
Færi: 50 metrar.
Þetta er líklega erfiðasta greinin innan skotíþróttana. Skotin á sömu skífur og Standard-, Sport- (precision hlutinn) og gróf(precision hlutinn), en af 50 metra færi. Þessi grein er mjög svipuð og loftskammbyssa og þetta eru greinarnar sem Ásgeir Sigurgeirsson keppti í á OL síðasta haust.

Hvað fegurðarskynið varðar verður hver að eiga við sig... personulega finnst mér þessar byssur sem eru smíðaðar til þess að skjóta í mark mikið fallegri en þessi byssa sem dgs sýnir hér að ofan. Það er reyndar byssa sem er smíðuð í IPSC, sem er ekki viðurkennd keppnisgrein hér á landi ennþá. Hammerli og Walter framleiða líka flottar markbyssur sem eru hannaðar til þess að keppa í þessum greinum sem við keppum í hér á vegum STÍ. Menn ná líka ekki sama árangri með þessum byssum sem dgs bendir á, í þessum mótum sem við keppnum hér á landi. Þó eru þetta sennilega ágætis byrjenda byssur.

Hvað gæti maður sloppið með að kaupa skikkanlegan grip fyrir standard flokkinn?
Er einhver að selja svona byssur nýjar í dag?


Mér sýnist Feinwerkbau AW93 vera á milli 400 og 450 þúsund hjá Ísnes, svo hljóta Vélar og verkfæri að ætla sér að flytja inn alvöru Walter byssurnar sem eru mjög góðar og ég giska á að þær séu á svipuðu verði.

Kveðja: Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópavogs

Skrifað þann 27 January 2013 kl 14:10

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Er hægt að fá lánaðar eða leigðar skammbyssur hjá ykkur? Eða hvernig byrja menn í þessu sporti?

Skrifað þann 27 January 2013 kl 14:41

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Þegar ég náði í mína niður í Vélar og Verkfæri þá voru þeir með eina "alvöru" markbyssu sem hafði komið í sömu sendingu, hún var rétt undir 400.000kr.

Skrifað þann 2 February 2013 kl 9:55

honda

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

hvar er hægt að skoða byssu úrvalið sem vélar og verkfæri eru að selja ég sé það hvergi á vv.is

Skrifað þann 3 February 2013 kl 9:56

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Honda:http://bit.ly/XACYNd
Þetta er tengill inn á þær keppnis skammbyssur sem Carl-Walther er að framleiða og VV geta flutt inn.

loftskammbyssurhttp://bit.ly/Tue8QT
Rifflarhttp://bit.ly/Tue8QT
Loftrifflarhttp://bit.ly/Tue8QT

Skrifað þann 3 February 2013 kl 12:41

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Stefán: Sú Hammerli x-esse sem er merkt IPSC er ekki það sama IPSC og þú ert væntanlega með í huga. Þessi byssa er í .22LR og það er ekki keppt í IPSC í .22LR.

Hammerli notar IPSC fyrir "International Pistol Shooting Competition"
meðan þekktara IPSC er "International Practical Shooting Confederation"

Skrifað þann 3 February 2013 kl 12:51

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Okey... Ég vissi þetta reyndar ekki dgs og var eins og þú bendir á að vísa til Practical Shooting.

Engu að síður þá munu menn ekki ná sama árangri með svona byssu eins og t.d. SSP-E, SSP og GSP Expert, sem er líka hægt að bæta við .32 sleða í, þá ertu líka kominn með topp grófbyssu.

Hvar eru allir skammbyssu sérfræðingarnir í SFK núna... þeir ættu kannski frekar að vera að svara þessu en ég... shades

Skrifað þann 3 February 2013 kl 21:45

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opið mót í sport skammbyssu.

Enda ekki af ástæðulausu að hún (x-esse) er flokkuð sem og talað um sem "entry-level" smiling

Skrifað þann 4 February 2013 kl 0:07