Skotfélag Reykjavíkur
Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Einsog ávallt síðustu áratugi er starfsemi á útisvæði félagsins takmarkað yfir vetrartímann. Keppnistímabili útigreina er lokið og hefst það starf ekki fyrr en í vor.
Við verðum með opið á laugardögum í allan vetur en minnum skotmenn á að í Egilshöllinni er opið í allan vetur.
Við minnum félagsmenn okkar einnig á félaga okkar í nágrannasveitarfélögunum, einsog t.d. í Skotdeild Keflavíkur og í Skotíþróttafélagi Suðurlands ef menn vilja skjóta utan opnunartíma hjá okkur, þó um langan veg sé að fara.
Birtu er nú farið að bregða ansi snemma og því virkir dagar birtuskertir og eins eru Sunnudagarnir ekki leyfðir hjá okkur.
Hvort við fáum heimild til að nýta Sunnudagana í náinni framtíð er undir Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar komið og ekki tímabært að fjalla um það á þessum vettvangi.
Tags:
Skrifað þann 30 November 2012 kl 22:16
|
24 Svör
|
JGK
Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
þýðir þetta að við fáum ekki veðurhelt og sjálfvirkt rafmagns hlið í jólagjöf frá byssur info?
Skrifað þann 30 November 2012 kl 22:22
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
opnunartíminn er aðeins á laugardögum.. hvað með hina 5 daga vikunnar sem má skjóta ?
þó að starfsmaður SR sé kennari á daginn þá þýðir það ekki að allir félagsmenn séu bundnir í 8-17 vinnutíma á virkum dögum.
hvernig væri að finna annan starfsmann sem getur sinnt virkum dögum ?
eða endurgreiða félagsmönnum gjöldin í samræmi við opnunartíma ?
að borga 15.000kr fyrir mögulegan aðgang að riffilskýli í 4 tíma á viku er frekar dýrt sérstaklega þegar 12.000kr árgjaldið bætist ofaná..
það kostar 10.000kr með lykli í Keflavík, ótakmarkaður aðgangur allann sólarhringinn, upplýst og upphitað og WC í skothúsi... og ekki hafa þeir nærri sama fjölda félagsmanna og í SR til að standa undir kostnaði en samt gengur þetta upp hjá þeim og virkar án vandamála.
keppnistímabilinu lýkur að hausti vegna þess að félagsmenn fá ekki aðgang að skýlinu til að æfa sig.. ef aðgangur væri 3-4 daga í viku þá væru mót allt árið !
Skrifað þann 30 November 2012 kl 22:46
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Ágætu félagar
Einsog ávallt síðustu áratugi er starfsemi á útisvæði félagsins takmarkað yfir vetrartímann. Keppnistímabili útigreina er lokið og hefst það starf ekki fyrr en í vor.
Við verðum með opið á laugardögum í allan vetur en minnum skotmenn á að í Egilshöllinni er opið í allan vetur.
Við minnum félagsmenn okkar einnig á félaga okkar í nágrannasveitarfélögunum, einsog t.d. í Skotdeild Keflavíkur og í Skotíþróttafélagi Suðurlands ef menn vilja skjóta utan opnunartíma hjá okkur, þó um langan veg sé að fara.
Birtu er nú farið að bregða ansi snemma og því virkir dagar birtuskertir og eins eru Sunnudagarnir ekki leyfðir hjá okkur.
Hvort við fáum heimild til að nýta Sunnudagana í náinni framtíð er undir Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar komið og ekki tímabært að fjalla um það á þessum vettvangi.
Skrifað þann 30 November 2012 kl 22:59
|
JGK
Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
ert þú að greiða eitthvað annað ársgjald en við hinir?
ég man ekki betur en að þetta 15000 króna ársgjald gildi í heilt ár (sem gefur færi á mörg hundruð klukkutíma opnunar tíma), en ekki bara á veturnar
Skrifað þann 30 November 2012 kl 23:00
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
nefndu einhverja íþróttagrein sem er bara æfð 3 mánuði á ári !
ef maður ætlar að stunda íþróttaskotfimi þá verður maður að æfa allt árið, að komast á 2-3 æfingar á mánuði er ekki nóg til að halda sér við, ef maður ætlar að vinna upp æfingatapið á sumarmánuðum þá þýðir það viðveru uppá hvern einasta dag og þá er maður rétt að ná forminu þegar tímabilinu lýkur...
ekki skrítið að Ásgeir yfirgaf skerið og flutti til Þýskalands þar sem hann fær að æfa í friði....
Skrifað þann 30 November 2012 kl 23:04
|
Kevin West
Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Já ég tel að sá sem er að æfa skotfimi þarf helst að skjóta tvisvar í viku.
Varðandi Ásgeir þá býr hann enn hér og æfir en fer einungis út til að keppa.
Skrifað þann 30 November 2012 kl 23:15
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Lund mín þung er orðin
vetur þá snemma kom
með fokið hlið og nokkra batta
svo skorið lágt er orðið
Í jólagjöf ég vildi fá
skyggni, ljós og batta
betra skor og fleyri X
svo lund mín myndi batna
Gummi einn því svara getur
hvort af þá verður
hvaða öld og hvaða ár
ef af þá verður
Einn sem trúir enn á jólasveininn.
Skrifað þann 1 December 2012 kl 14:09
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Ágætu félagar.
Sá sem kallar sig Skotfélag Reykjavíkur skrifar:
Einsog ávallt síðustu áratugi er starfsemi á útisvæði félagsins takmarkað yfir vetrartímann. Keppnistímabili útigreina er lokið og hefst það starf ekki fyrr en í vor.
Þessi fullyrðing er röng svo vægt sé til orða tekið!
Þegar BR hópurinn var uppá sitt besta voru haldnar æfingar
tvisvar í viku auk þess sem keppt var einu sinni í mánuði.
Sem betur fer voru þarna líka félagar sem höfðu önnur áhugamál
en að skjóta BR. Þessir herramenn voru auðfúsugestir á BR æfingum
hvort þeir voru bara að skjóta sér til gamans, prófa hleðslur, skjóta
inn riffil eða hvað það nú var. Ófáir þessara ágætu félaga fengu þarna sitt
fyrsta tækifæri til að skjóta gegnum hraðamæli, en einn slíkur var gjarnan
við hendina á þessum löngu horfnu BR æfingum og keppnum. Því miður.
Að forsvarsmaður stjórnar Skotfélags Reykjsvíkur skuli láta út úr sér að ekki sé tímabært að sækja um breytingar á starfsleyfi hvað varðar sunnudags opnun
er í besta falli óskiljanlegt!!!
Sunnudags opnun er alger forsenda þess að halda í þá félaga sem stunda
riffilskotfimi á 100 - 300m færi! Ekki kæmi það mér á óvart að sá hópur væri
töluvert stærri en stjórn félagsins gerir sér grein fyrir.
Að láta sér til hugar koma að benda félögum SR á að þeir geti æft hjá því
ágæta félagi Skotfélagi Keflavíkur er ótrúlegt innlegg!
Og eins og til að bíta höfuðið af skömminni.......
að benda þessum hópi riffilmanna á að opið sé í Egilshöll!!
Ég veit satt best að segja ekki hvernig maður á að túlka svona nokkuð.
Hugtök eins og útúrsnúningur og fíflaskapur koma óneitanlega upp í hugan.
Því miður.
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 1 December 2012 kl 17:30
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
þetta er ekkert vandamál Magnús, nú er Skotfélag Reykjavíkur búið að vísa okkur riffil körlum í Egilshöllina, við mætum þar með okkar riffla og skjótum eins og enginn væri morgundagurinn.
reyndar bara hægt að æfa sig á 50m en það er betra en ekkert....
er að spá í að notfæra mér það til að skjóta inn nýju rifflunum mínum, 6XC og .308
Skrifað þann 1 December 2012 kl 18:00
|
Toks
Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Velkomnir á Norðurlandið hvenær sem er.....
Skrifað þann 2 December 2012 kl 22:33
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Ágæti TOKS.
Mér þætti vænt um að heyra frá þér utan þessa spjallborðs.
Mitt netfang er :
magnuss183@gmail.com
GSM : 611 - 5489
Vinsamlegast hafðu samband.
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 3 December 2012 kl 22:46
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Jæja ágætu SR félagar nú er skyggnið komið á teikniborðið með breytingum
og það skal viðurkennast að vegna okkar ágæta vindafars að þá flækist frágangurinn aðeins...
Og ef þetta dregst eithvað þá vinsamlegast baunið á undirritaðann og engan annan
sko alltaf að trúa á jólasveininn mbk Sigurður smile
Skrifað þann 4 December 2012 kl 9:46
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Ágæti vinur Sigurður Nesika!!
Það var þér líkt að að taka frumkvæðið í þessu máli!
Gangi þér sem allra best!
Ef þú heldur að ég geti rétt þér hjálpar hönd þá er númerið
611 - 5489.
Með mikilli vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 5 December 2012 kl 22:58
|
Toks
Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Eru menn að skjóta á fullu í skammdeginu ?
Hverju eru menn að skjóta - og hver er árangurinn ?
Eru benchrest for evermore and never more að skjóta góðar grúppur í myrkrinu ?
Skrifað þann 6 December 2012 kl 20:20
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Þú sem kýst að hýrast undir nafnleind og kalla þig Toks.
Já þakka þér fyrir....þetta gengur bara ágætlega.
Það sem ég er að nota er;
Hall B lás.
6mm Kriger HV 1-13.5 twist hlaup.
MacMillan skefti,
Shilen 2oz gikkur.
6PPC .263 dia.
Lapua hylki turnuð Texas Tight Neck
Don Gentner 65 grain BT kúlur,
VV 135 ?? grain
CCI BR4 primer
Kelbly 30mm 4 sc. rings
Nightforce BR 12 x 42 x 56.
Með þessum búnaði má búst við grúppum, þegar best gengur,
um og undir 0.100...sem er býsna gott...þér að segja.
En hverju ert þú að skjóta?
Gaman væri að fá að heyra frá þér.....manninum sem telur sig þess
umkominn að kalla menn nöfnum án þess svo mikað að vita hverjir þeir eru!
Hefur þú einhverntíma hitt Daníel Sigurðsson?
Hann er í mínum huga sá maður sem mestum framförum tekur nú um
stundir og er líka sá maður sem er mest reyðubúinn til að eyða þeim
fjármunum sem til þarf. Við Daníel erum ekki alltaf sammála um hlutina
en hann lætur verkin tala!
Ég og þú höfum sem betur fer ekki hist...og þannig ætla ég að hafa það.
Magnús Sigurðsson
Formaður rifflanefndar Skotfélags Reykjavíkur 1972 - 1988.
Skrifað þann 6 December 2012 kl 21:50
|
Toks
Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Hvað var það sem þú gerðir svona stórkostulegt í riffilnefnd einhvers félags, Magnús Sig.?
Eru einhver mót sem þú hefur staðið fyrir og hver eru þau ? Hver eru mótin og hver er árangurinn þinn í þessu öllu, þe alvöru mótum sem er á skrá ? Ekki einhver gamanmót á gamlársdag osfv.
Alveg ótrúlegt hve menn komast upp með að upphefja sjálfa sig án þess að þurfa að vísa í þar
til gerðar staðreyndir og skjöl sem hægt er að skoða - hvar eru þau ?
Skrifað þann 6 December 2012 kl 22:17
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
ótrúlegt hvað sumir nenna að nöldra og saka aðra um óheiðarleika og ósannsögli þegar þú hefur sennilega aldrei stigið fæti á skotsvæði, hvað þá að þú hafir skotið úr byssu...
Þakka góð orð í minn garð Magnús, erfitt að svara fyrir sig þegar maður er í útlegð úti á landi...
Skrifað þann 6 December 2012 kl 22:29
|
Toks
Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Ég fæ tár í augun !
Þið sem náði svo saman í ykkar leiðindum og eða ykkar áhugamáli !
Þið Alvísir menn sem ganga meðal vor, okkar meðalmannana sem ekkert kunna !
En samt er eins og margir meðal vor viti eitt og annað, svona til að halda þvi til haga.
Hættið að koma fram við okkur eins og vanvita, við þekkjum ykkur, sjálfumglöðu fíra !
Skrifað þann 6 December 2012 kl 22:50
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Opnunartími í vetur hjá Skotfélagi Reykjavíkur
Toks! (Tala Og Karpa Seinna)
Af hverju svarðu ekki einfaldri spurningu sem ég setti
fram í fyrri pósti??
Hver ertu og hvað ertu að gera...til hvaða titla hefur þú unnið???
Ég sá þig ekki (sem betur fer) á þessu léttvæga Áramóti.
Þar voru reyndar samankomnir margir af bestu skotmönnum
landsins...sem skýrir þína fjarveru!
Manús Sigurðsson
fyrrverandi formaður Skotfélags Reykjavíkur
P.s En hver ert þú...TOKS???
Skrifað þann 6 December 2012 kl 22:52
|