patrónur til endurhleðslu

svali

Svör samtals: 58
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Daginn. Hvaða reynslu hafa menn af sako patrónum í endurhleðslu? Verða patrónur eitthvað verri með aldrinum, eða skiptir engu þó þær séu orðnar nokkuð gamlar ?

Tags:
Skrifað þann 1 February 2016 kl 12:34
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: patrónur til endurhleðslu

Ég reyndi að nota gamlar sako 243win. patrónur , en fannst þær ekki nógu jafnar.
Svo prufaði ég að vikta þær og það var töluverður þyngdarmunur á hreinsuðum patrónum.
Yfir 20 graina munur milli hylkja á meðan Lapua og Norma flakka kannski mest um 3-4 grain.
Náði að sortera til rúmlega 40 stk. sem voru í svipaðri þyngd úr 200 hylkjum.
Svo hlóð ég í nýjar Sako 243win patrónur fyrir félaga minn í fyrra og þær voru allar nákvæmlega jafn þungar og sambærileg Norma hylki.
Heyrði það svo hjá einhverjum að Norma framleiði hylki fyrir Sako í dag

Skrifað þann 1 February 2016 kl 18:14

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: patrónur til endurhleðslu

Góð regla:
Ef menn eru í vafa um hylkin sín - henda þeim - og kaupa ný hylki - verð á hylkjum er ekki það sem skiptir sköpum í hleðslu og skotfimi fyrir nokkur mann !
Þetta flokkast undir örygismál !
kveðja góð...

Skrifað þann 2 February 2016 kl 18:45

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: patrónur til endurhleðslu

Það er alveg rétt að það borgar sig varla að spara í þessu.
Og sérstaklega ekki ef þú ert að eltast við nákvæmni.

Skrifað þann 2 February 2016 kl 23:57