vopn
Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælir..
Nú er jólabókaflóðið hafið en bókin "Á refaslóðum" er komin út og þeir sem vilja fá eintak hafi samband við Snorra á Augastöðum - 320 Reykholti Borgarfirði en þið finnið hann í símaskránni. Bókin kostar 5000kr.
Tags:
Skrifað þann 31 July 2012 kl 22:40
|
2 Svör
|
einstæðingur
Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Á refaslóðum
Sælir.
Þetta er klárlega jólabók skotveiðimannsinns í ár. Er búinn að kaupa mér eintak og var snöggur að því. Það eru orðin ansi mörg á síðan ég las hana, en hún hefur verið illfáanleg í áratugi. Þarna er saman kominn mesti fróðleikur um íslenska refinn sem nokkurntíma hefur verið skrifaður á einn stað og var þessvegna kærkomið að hún skildi vera gefin út aftur. Þeir Bjarmalandsmenn eiga þakkir skyldar fyrir þetta framtak. Bókin virðist vera í mjög góðu bandi með hörðum spjöldum sem gerir hana endingarbetri fyrir miklar flettingar enda bæði skemmtileg til heildarlesturs og sem uppflettirit. Segja má því að verðinu sé stillt mjög í hóf. Frábært framtak!
Kv. Jón Tr.
Skrifað þann 2 August 2012 kl 20:56
|
vopn
Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Á refaslóðum
Tekið af sjallsvæði Bjarmalendvefjarins og betumbætt í samstarfi við Hilmar.
Ef einhvern eða einhvern af kunningjum ykkar vantar bókina "Á refaslóðum" þá er nóg til af bókum.
Bókin kostar 5000 krónur og félagið greiðir sendingarkostnað.
Við höfum beðið væntanlega kaupendur að millifæra upphæðina í banka eða heimabanka, og senda á netfangið mitt gullfesti @simnet.is staðfestingu á kvittun (millifærslu).
Bækurnar eru í bílskurnum hjá mér og ég kem þeim í póstinn.
Kv. Hilmar Stefánsson símar 462-3004 og 863-4504 netfang gullfesti@simnet.is
Skrifað þann 8 December 2012 kl 22:02
|