Árekstur á hlaðinu...

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Lenti í ansi broslegu atviki núna í dag -

Er litið út um gluggan í snjókomunni um kaffileitið og fannst eitthvað stinga í stúf hjá rafmagnslínunum á lóðinni. Þar fannst mér blakta fjaðrir við jörðina hjá staurnum -
og viti menn , þar liggur dauður krummi.

Hafði þá kvikindið ekki klesst bara á staurinn! Svo er maður að eyða á þetta skotfærum þegar hann græjar þetta af sjálfsdáðum. Aðeins of magnað, hélt að hrafninn væri aðeins gáfaðari en þetta... en sök sér þetta var ekki gamall fugl.

Sendi til gamans með myndir - og ég sver uppá 10 putta að ég skaut hann ekki... ekki þennan...

kv Sigurþór

Tags:
Skrifað þann 3 February 2013 kl 17:57
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Árekstur á hlaðinu...

Já ekki hef ég trú á að krummi hafi flogið á staurinn, þetta er sennilega spennistöðvarstaur og hann
hefur sest á spennirinn og náð á milli fasa og ekki þolað 11.000.voltin,þeir hafa margir endað
lífið svona.

Skrifað þann 3 February 2013 kl 23:28

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Árekstur á hlaðinu...

Jú , mikið rétt - hitt er þó betri saga.

kv Sigurþór

Skrifað þann 3 February 2013 kl 23:36

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Árekstur á hlaðinu...

Já Sigurþór það er rétt hjá þér sagan hjá þér var mögnuð og kanski ljótt af mér að vera að skemma
hana fyrir þér,það hafa örugglega einhver gáfnaljós hérna á spjallinu trúað henni,
krummi stímdi á staurinn, eins og börnin segja.

Skrifað þann 4 February 2013 kl 9:50

baddinn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Árekstur á hlaðinu...

Steiktir þú ekki kvikindið?

Skrifað þann 5 February 2013 kl 15:46

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Árekstur á hlaðinu...

Hann sá um það sjálfur... tilbúinn á diskinn

kv Sigurþór

Skrifað þann 5 February 2013 kl 21:13