Þrengingar í haglabyssur

GoldHunter!

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir drengir

Er að skoða möguleikana sem ég hef í Browning Gold Hunter SL haglabyssu. Langar að fá mér Improved Modified og panta hana sjálfur að utan.

Þær þrengingar sem ganga svona langt inn í hlaupin, ganga þær í allar byssur? Hef verið að skoða þetta og þetta lítur ekkert í líkingu við það sem fylgdi byssunni. Finnið þið mikin mun á þrengingum? Þá hvað varðar dreyfingu.(er augljóslega að tala um á milli tegunda en ekki stærða)

Kveðja.

Tags:
Skrifað þann 18 August 2015 kl 17:37
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þrengingar í haglabyssur

Sæl(l)

Þú veist líklega að þrengingarna í Goldhunter heita 'Invector +' !?

Ég keypti hjá Sportvík á sínum tíma þrengingu frá Briley. Frábærar þrengingar og patternið framar vonum.

Þú getur fengið bæði þrengingar sem eru "flush" og þá falla þær inn í hlaupið að fullu eða "extended choke" og þá stendur of uþb 1-2 tommur út úr hlaupinu. Þær finnst mér þægilegri, því hægt að skipta um án lykils.

kíktu á þessa síðu:
http://www.briley.com/browninginvectorpluschokes.aspx...

Svo eru margir aðrir framleiðendur að búa til invector+ .þrengingar. Trulock eða Carlson's er líka mjög góðar.

mbk, Cowri

Skrifað þann 20 August 2015 kl 9:31

GoldHunter!

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þrengingar í haglabyssur

Sæll Cowri, Jú ég vissi það;) En pælingin er hvort þessar sem ganga inn í hlaupið séu betri en þær sem gera það ekki. Einnig ef menn fyndu mikinn mun á milli framleiðendasmiling

Kveðja.

Skrifað þann 20 August 2015 kl 21:15

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þrengingar í haglabyssur

Mér heyrist almennt menn telja (þá helst Randy Wakeman sem er mikill Browning maður) að því lengri sem þrengingin er því betri.

Ég býst við að maður verði samt að prófa sig áfram sjálfur. Persónulega finnst mér þessar sem standa út mun þægilegri.

Annars fæ ég mjög flott pattern út úr gömlu Auto-5 hjá mér með standard Invector þrengingum, sem eru nú bara stubbar miðað við hvernig nútíma þrengingar eru.

Cowri

Skrifað þann 21 August 2015 kl 10:26

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þrengingar í haglabyssur

Sælir.

Flestar þrengingar eru uppbyggðar af kónískum og beinum hluta (paralell).Undantekning eru Teague þrengingar sem eru aðeins með kónískan hluta.
Eftir því sem þrengingin er lengri þá er hægt að hafa kóninn lengri,sem samkvæmt fræðunum veldur jafnari ákomu.

Kv.
Guðmann
Sportvík

Skrifað þann 22 August 2015 kl 11:04