Riffilpælingar

RMK

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 March 2014

Sælir verið þið. Ég er að hugleiða að fá mér riffil í cal 223 eða 243. Ég á 270 og 22 eg vantar eitthvað þarna á milli. Var aðeins að skoða og sá fallegan Howa í Veiðihorninu og svo Savage í Vesturröst. Að vísu átti Veiðihornið hann ekki til þó svo það standi á síðunni þeirra.Svo er það Weatherby en hef ekki séð 223 nema í plastskepti. En sem sagt, vandamálið er hvort á að velja. Því leita ég til ykkar um hvort þið getið frætt mig um hvort er betra, Svart eða Hvítt hehe.
kveðja Kári Alfreðsson

Tags:
Skrifað þann 10 May 2015 kl 15:31
Sýnir 1 til 13 (Af 13)
12 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilpælingar

Miðað við mína reynslu þá myndi ég fá mér Howa í 223 en Savage í 243. Howan getur verið skrattanum erfiðari að finna rétta hleðslu en er eftir það óhugnarlega nákvæm. Mig mynnir að Savage sé með 9,5 tvist og ég átti einn svoleiðis hann vildi ekki þessa klassísku 70gr kúlu en 75gr Hornady var gat í gat og hann réð við 100gr kúlur.
Kv
ÞH

Skrifað þann 10 May 2015 kl 16:51

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilpælingar

Ágæti Hlaðfélagi Kári Ailfreðsson.

Mínar ráðleggingar eru eftirfarandi:
Kauptu Remington 700 í .243 Win. (væntanlega 1-10 twist)
Þú getur notað kúlur frá 55 grainum til 100.
En hugmyndin er sú að þegar þú ert búin að skjóta .243 hlaupið út.....
þá byrjar ballið. Þá færðu þann ágæta dreng Arnfinn Jónsson til að
rétta lásinn og setja á nýtt hlaup (Krieger 1-8) á í 6mm BR og nýr heimur opnast fyrir þér.

Megi þér ganga sem allra best.

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 11 May 2015 kl 12:47

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Riffilpælingar

fáðu þér Howa, lásinn er smíðaður af japönum og kemur réttur frá verksmiðju, þó að meira úrval sé af uppfærslum fyrir remington þá er engin þörf á þeim fyrir howa þar sem lásinn er mj´g þéttur og góður.

ef þú færð þér Howa mundu þá að velja hann með þungu hlaupi, léttu hlaupin eru ekki eins góð.

hvað kaliber varðar þá myndi ég frekar taka .243 þar sem sá bolti býður uppá endalaust úrval kalibera sem þú getur valið úr þegar þú endurnýjar hlaupið.

Skrifað þann 12 May 2015 kl 7:54

RMK

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 March 2014

Re: Riffilpælingar

Takk fyrir þetta, já mér líst best á Howa af þessum sem ég hef séð af hinum ólöstuðum. Veiðihornið á þá að vísu ekki til í 243 en spurning hvort hann fáist annarsstaðar.
kveðja
Kári Alfreðsson

Skrifað þann 12 May 2015 kl 13:36

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilpælingar

Dan Sig skrifar:

"fáðu þér Howa, lásinn er smíðaður af japönum og kemur réttur frá verksmiðju, þó að meira úrval sé af uppfærslum fyrir remington þá er engin þörf á þeim fyrir howa þar sem lásinn er mj´g þéttur og góður."

Svona fullyrðingar eru í besta falli barnalegar.
Man ég það ekki rétt að þú hafir fengið Arnfinn til að fóðra boltan á þínum Howa riffli?
Allir sem eitthvað hafa athugað þessi mál vita að engin verksmiðjulás er réttur, þess vegna
eru til custom lásaframleiðendur!
Hvort lásinn er framleiddur í Japan eða USA hefur enga merkingu.
Ágæti félagi Kári Alfreðsson...ég efast ekki eitt augnablik um að Daníel Sigurðsson
er að reyna að ráða þér heilt, honum dytti aldrei annað í hug.
Við erum bara ósammála eins og endranær.
Vont að þú þurfir að lenda hér á milli ...afsakaðu það.
En megi þér ganga sem allra best hvort þú velur Howa, Remington, Sako, Tikka , Savage.....

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 12 May 2015 kl 16:54

RMK

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 March 2014

Re: Riffilpælingar

Sælir félagar, þetta á nú eingöngu að vera veiðitæki og verður væntanlega ekki notaður mikið í keppni eða markskotfimi. Það er endalaust hægt að rökræða gæði hinna ýmsu tegunda og gerða en var bara svona að fá samanburð á 3 tilteknum tegundum sem mér finnst vera á skikkanlegu verði.
Takk aftur fyrir góðar ábendingar.
Kveðja Kári Alfreðsson

Skrifað þann 12 May 2015 kl 19:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilpælingar

Ágæti félagi Kári Alfreðsson.

Vona að þér gengi vel með þitt "projekt".

Með best kveðjum,
Magnús.

Skrifað þann 12 May 2015 kl 21:27

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilpælingar

keyptu þér bara tikku, þá þarf ekki að rétta neitt eða skipta um neitt, hún kemur tilbúin til að skjóta beint frá verksmiðju.. og kaliber.. það er bara smekksatriði, bæði virka vel á veiðar á smærri dýrum, taktu það sem þér langar meir í smiling

Skrifað þann 13 May 2015 kl 20:53

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Riffilpælingar

Reyndar koma allir rifflar "tilbúnir" til að skjóta frá verksmiðju, allir ábyrgjast framleiðendur 1" grúppu á 100m og allir segjast þeir vera bestir... Ef skoðuð eru veiðirifflamöt síðustu ára um land allt þá hefur Howa staðið oftar á palli en flestir aðrir framleiðendur, held að það segi meira en flest annað um hvað maður fær beint úr kassanum frá Howa.

Skrifað þann 13 May 2015 kl 22:09

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilpælingar

reyndar virðist remington koma með aðeins öðruvisi ábyrgð.. ábyrgð fyrir því að varan verði innkölluð innan 5 ára vegna framleiðslugalla.. virðist ekki skipta máli hvort það er riffill eða haglabyssa..

Skrifað þann 13 May 2015 kl 22:28

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilpælingar

..

Skrifað þann 13 May 2015 kl 22:57

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilpælingar

Sammála með Howa og reyndar Weatherby Vanguard líka, góð kaup í þeim! Tikka mjög góð.
Remington í dag er bara skugginn af sjálfum sér. Fátt sem ekki hefur verið innkallað af því sem þeir hafa smíðað síðustu 20 árin.

kv.
Guðmann

Skrifað þann 14 May 2015 kl 7:47