Riffilsmíði, lás og gikkur

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012


Langar að smiða mér riffil og vantar því lás og gikk.....og ráðgjöf.
Langar að heyra frá ykkur hvað hægt er að nota miðað við neðangreindar forsendur og hvar þá hægt er að nálgast við komandi hluti og hvert verðið væri ca.. Ekki verra ef þið hefður reynslu af við komandi hugmynd sem þið setjið upp:
6,5x47, Creedmoor eða svipað (miðum lásastærðina við þessi caliber).
Notað í pappaskotfimi og einhverja veiði. Góð nákvæmi en ekki benchrest græja.
Gikkur má fylgja lás ef hann er vel stillanlegur.
Lás helst með magazini...ekki einskota.
Budget 200-250þ.

Tags:
Skrifað þann 3 January 2015 kl 21:03
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilsmíði, lás og gikkur

Er með nýjan ryðfrían stuttan Remington 700 lás til sölu. (Fyrir 6BR 6,5x47. .243 .308 etc.)

Jafnvel hlaup líka.

bergurart@gmail.com

Skrifað þann 4 January 2016 kl 15:02

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilsmíði, lás og gikkur

Sælir.
Savage LRP uppfyllir að ég held allar þínar kröfur! 6.5 cm eða 260 Rem þungt flutað hlauð HS Precision skefti og target accutrigger þrælnákvæmir beint úr kassanum og innan við 250k einu mínusarnir eru: ekki custom smíði og töluvert þungur í veiði, sennilega um 6kg með öllu.
kv.
JK

Skrifað þann 4 January 2016 kl 23:49

Guðsteinn

Svör samtals: 80
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilsmíði, lás og gikkur

Sæll,

Ertu þá eingöngu að spá í lás og gikk undir 250þús eða tilbúinn riffil?
Annars myndi ég einfaldlega mæla með því að þú hefðir samband við Arnfinn byssusmið,
hann veit nú meira en flestir og ætti að geta ráðlagt þér.

Af fenginni reynslu þá enda svona pælingar oft tvöfalt dýrari en lagt var með í upphafi grin
Burt séð frá því hvaða lás er byrjað með er þetta ca. svona:
Hlaup er 65-80þús
Láta setja það á riffilinn 25þús
Gikkur 55þús
Skefti (GRS) 109þús
Bedda lás í skefti 20þús
o.s.fv.

Kv.
Guðsteinn Fannar

Skrifað þann 5 January 2016 kl 3:32

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffilsmíði, lás og gikkur

Var að skoða Savage. Hef frá fyrstu hendi að hlaupin frá þeim eru ekki alltaf áreiðanleg og því ekki á vísan að róa að fá gott hlaup. Þeir sem fá góð hlaup eru í mjög góðum málum en hinir ekki.

Já var að spá í að fá lás og gikk fyrir 200 - 250 þús.
Veit vel hvað þetta kostar en þetta er bara della en ekki skynsemi...annars gerði maður lítið í lífinu.

Langar að vita hvað maður fær fyrir þennan pening, hvar og hvernig.

Skrifað þann 5 January 2016 kl 9:17