Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Frétt og úrslit Tófumótsins má sjá á fréttasíðu Skotfélagsins.

http://www.skotkop.is/



Sigurvegarar mótsins, frá vinstri. Stefán Eggert Jónsson 3. sæti, Sigurþór Ingi Sigurðsson, 1. sæti, Jóhann A. Kristjánsson 2. sæti og Ólafur Sigvaldason sem fékk verðlaun fyrir flest “hitt” og lengsta færið.

Tags:
Skrifað þann 26 May 2013 kl 21:06
Sýnir 1 til 18 (Af 18)
17 Svör

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Glæsilegur árangur hjá Sigurþór og auðvitað öllum hinum.

Skrifað þann 26 May 2013 kl 23:18

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Myndasýning frá Tófumótinu.

http://www.flickr.com/photos/skotkop/sets/72157633732724205/show/wi...

JAK

Skrifað þann 27 May 2013 kl 10:04

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Frábært smiling

En enn og aftur gaman væri að vita með hverju menn eru að skjóta og hvaða gler er ofaná smiling


E.Har

Skrifað þann 27 May 2013 kl 11:01

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Sæll E.Har.

Ef þú ferð inn á tengilinn Skotfélags Kópavogs og skoðar úrslitin þar færðu öllum þínum spurningum svarað.

JAK .......wink


http://www.skotkop.is/images/stories/skotfelag/motaurslit/Veidiriff...

Skrifað þann 27 May 2013 kl 11:13

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Gaman að grúska aðeins í tölfræðinni, Zeiss og Nigth force eru allsráðandi gler og caliber 6,5 x eitthvað og .308 á meðan menn eru með alls konar byssur í flest öllum verðflokkum.

Það má nota svona upplýsingar til að raða saman græjumsmiling
Verst að það er ekki hægt að kaupa líka manninn sem er á bakvið byssuna. Segir mér svo hugur um að mannshugurinn sé sá factor sá sem öllu skiptir þegar upp er staðið. ;)

En það er gaman að sjá hvað hinir sem eru framar manni sjálfum eru að nota

Með kveðju
Björn

Skrifað þann 27 May 2013 kl 13:59

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Ágæti félagi Jóhann A Ktistjánsson (JAK).

Takk fyrir þessar skemmtilegu upplýsingar!
Algerlega til fyrirmyndar.
Ekki þannig að það skipti neinu máli, en bara af því hvað
þetta er vel gert, það hefur slæðst inn villa hvað varðar
Hjörleif Hilmarsson.
Ég er nokkuð viss um að 6mm BergerVLD kúlan sé 105 ekki 100 grain.
Ekki taka þessi skrif sem aðfinnslur eða nöldur...heldur ábendingusmiling

Með vinsem,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 27 May 2013 kl 15:08

reynirh

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Gaman fyrir okkur Howa eigendur að vera í gullinu á enn einu mótinu.

Skrifað þann 27 May 2013 kl 16:57

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Ágætu félagar.

Hvort er þetta Muzzle Brake eða tuner á riffli
hins mikla refabana Sigurþórs Inga Sigurðssonarsmiling
Er hér um að ræða óbreyttan riffil?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s Sigurþór...til hamingju með glæsilegan sigur.

Skrifað þann 27 May 2013 kl 17:58

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Sæll vertu Magnús

Það er rétt, þetta er Muzzle-Brake hjá Sigurþóri og ég veit ekki betur en riffilinn hans sé óbreyttur Howa. Tófumótið snýst náttúrulega meira um það að vita hvernig riffillinn þinn setur á mismunandi færum og hvað þú ert sjálfur flínkur að skjóta, heldur en mm custom rifflana.

Það er eitt af því sem gerir þetta mót mjög skemmtilegt og sigurinn hjá Sigurþóri með Howuni verðskuldaður og gefur líka öðrum sem eiga venjulega veiðiriffla innsýn í það hvað er hægt að gera með rifflinum sínum.

Virkilega vel skotið hjá honum við frekar erfiðar aðstæður.

Þess má geta að við vorum nokkuð margir sem vorum ekki langt frá því að hitta á lengri færunum og metnaður manna mun örugglega liggja í þá átt að fella nokkrar næst á lengstu færunum.

Ég er líka búinn að leiðrétta villuna sem var í skjalinu hjá mér varðandi kúluna hjá Hjörleifi, hún er að sjálfsögðu 105 grs.

Hér er komin myndasýning JAK frá mótinu.

Úrslitin úr mótinu.

Skrifað þann 27 May 2013 kl 18:25

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Ég smellti myndum af skífunum mínum fyrir síðari tíma upprifjun.

Skífa 5 - Færi 234 M / Hér er slæmt að klikka
Skífa 7 - Færi 300 M / Lengsta 10jan.
Skífa 9 - Færi 477 M / Aðeins of mikið upp í vindinn og fallið meira en áætlað
Skífa 10 - Færi 561 M / Réttur vindur, fallið aftur vitlaust

Mér sýnist að feriltaflan hafi verið aðeins vitlaus hjá mér og þannig ýkjast vitleysurnar eftir því sem færið lengist.

Fleiri voru þarna á réttum slóðum á lengstu færunum, en þó var líklega enginn nær en Pálmi sem var bara rétt undir kviðnum á henni á lengsta færinu.

Skrifað þann 27 May 2013 kl 19:03

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Ágæti félagi Stefán!
Hvaða ferilforrit eru menn að nota í þínum ranni?

Ég er stækur áhugamaður um þessi forrit og nákvæmni þeirra!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Sem er ánægður með fyrirkomulagið hjá ykkur ..tær snilld!
Að fá að vita færin á mótsstað ...57 - 135 - 278 - 374 - 491 eða hvað sem er!!
Snjallt og mjög vel til þess fallið að við þessir álfar með sjónauka sem kosta
fleiri hundruð þúsund reynum að læra á það sem þeir hafa uppá að bjóða!!
Ég veit að sigurvegarinn notaði Sightron...sem bara sýnir hvað þeirri fabrikku
hefur tekist frábærla upp við hönnun sjónauka sinna á síðustu misserum.

Skrifað þann 27 May 2013 kl 20:29

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Sæll Magnús

Menn nota öll þau ferilforrit sem í boði eru held ég.

Einhverjir voru með Lapua forritið, veit að menn hafa verið að nota forrit sem heitir Shooter, Strelok, Applied Ballistics og þau forrit sem í boði eru á netinu.

Öll þessi forrit gefa út svipaða niðurstöðu ef þú setur allt eins inn í þau. Enda bara reiknivélar!

Svo er einn sem fór náttúrulega lang flottustu leiðina að þessu og það er Jóhann A. Kristjánsson "JAK", en hann fór bara og skaut á öllum færum með 25 metra millibili frá að minnsta kosti 100 upp á 500 metra og fékk þá að sjálfsögðu æfinguna út úr þessu í leiðinni. Þá er líka engin skekkja í töfluni hjá honum, svo það kom nú ekki mikið á óvart að hann skildi taka annað sætið annað árið í röð.

Ég fór og skaut um daginn á 500 metrum og ætlaði að prófa að gera ladder test í leiðinni. Ég er nú ekki alveg fullkomlega ánægður með það sem kom út úr því og þarf því að gera annað próf síðar til þess að prófa þetta upp á nýtt og undirbúa mig betur...

100 grs Lapua Scenar og 120 grs Sierra Prohunter.
Stebbi og Teddi Prófa 500 metrana.
Ladder Test á 500 metrum.
Stebbi í litalandi... á einhver svona litríkt kúlubox?

Skrifað þann 27 May 2013 kl 21:12

Danieljokuls

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Skemmtilegar myndir

Hvað var minnsta caliberið sem tók þátt í þessu móti?

kv
Daníel

Skrifað þann 28 May 2013 kl 7:59

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

6mm Dasher hjá Hjörleifi Hilmars

Skrifað þann 28 May 2013 kl 8:17

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Sælir félagar.

Ég er búinn að setja skífurnar inn á Flickr.

Sleppti þeim skífum þar sem kúlan var ekki inni á blaði.

Vonandi hef ég ekki klúðrað neinu við myndvinnsluna en þið látið mig þá vita ef svo er.

http://www.flickr.com/photos/skotkop/sets/72157633759436401/show/wi...

JAK

Skrifað þann 28 May 2013 kl 12:30

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Það fór eins og mig grunaði að mér myndi takast að klúðra einhverju í þessu myndaflóði.

Ég fékk athugasemd frá Ólafi Sigvaldasyni varðandi myndirnar af skífunum og ætla ég að skella athuasemdinni hér inn.

"Smá athugasemd þó hún skipti ekki stóru máli.

Skífa númer 10 sem er eignuð Jóni Viðari er að vísu mín. Spjaldið mitt fauk niður á lengsta færinu og ég skaut á skífu 5 þar sem hún var óskotin. Eðlilegt að það valdi misskilningi.

Skiptir engu stigalega séð."


Ég biðst velvirðangar á að hafa ekki munað eftir þessu atriði og bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir skoða skífurnar.

JAK

Skrifað þann 28 May 2013 kl 19:40

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit - Tófumót Skotfélags Kópavogs

Já..... já.....

kv. Hr....

Skrifað þann 7 June 2013 kl 22:38