sala á svartfugli

Danieljokuls

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðan daginn,

Ég er að velta því fyrir mér hvernig markaðurinn á sölu á svartfugli sé á Íslandi, hvað er verðið að borga fyrir fuglinn og fleira...

kv
Daníel

Tags:
Skrifað þann 28 August 2012 kl 17:30
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: sala á svartfugli

EInhversstaðar heyrði ég að veitingahús greiddi 500 kall fyrir fuglinn en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Skrifað þann 28 August 2012 kl 20:26

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: sala á svartfugli

Gæti verið með kaupanda að miklu magni af villibráð, gæs, endur, svartfugl, hreindýr ofl.

Erum að skipuleggja villibráðarkvöld sem verður í haust...

Skrifað þann 28 August 2012 kl 22:22

Danieljokuls

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: sala á svartfugli

Ég gæti endað með einhvern slatta af fugli sem ég kem ekki til með að nýta allan, Hvernig er best að verka fuglinn undir geymslu, heyrði einhversstaðar að þeir sem eru að matreiða þetta vildu fá hann frystan án þess að verkann, Er ekki meira vit í að hamfletta og vacumpakka og frysta svo ?

Skrifað þann 29 August 2012 kl 22:53

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: sala á svartfugli

Jú Daníel, lýsið er í hamnum þannig að best er að hamfletta og henda honum svo í frystinn. Mín reynsla er að það er nóg að hamfletta að veiðitúr loknum svo lengi sem það eru ekki meira en 3-5 tímar frá því aðfyrsti fugl var skotinn. Sumir eru hins vegar harðir á því að það sé gert undireins.

Skrifað þann 30 August 2012 kl 9:32

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: sala á svartfugli

Ef þú geymir fuglinn í kari með ís þá getur þú klárað veiðitúrinn og verkað svo, ef fuglinn er geymdur án kælingar borgar sig að hamfletta strax

Skrifað þann 30 August 2012 kl 9:35

Danieljokuls

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: sala á svartfugli

Þakka fyrir þessar upplýsingar strákar.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 12:53